Vísir - 14.11.1967, Qupperneq 1
57. árg. - Þriðjydagur 14. nóvember 1967. -- 262. tbl.
J—> ■ > M M * Ú r {&*+' ’ j VI
Brauzt inn og ætl-
aði að kveikja
W
I
Unglingspiltur handtekinn i Skáta-
búðinni i gærkvóldi
í Skátabúðinni við Snorrabraut
var komið að unglingspilti í gær,
sem var að gera tilraun til þess
að kveikja í búðinni. Tókst verzl-
unarstjóranum, sem kom að rétt
eftir lokun verzli arinnar, að hafa
hendur í hári piltsins og afhenti
hann síðan lögreglunni.
Hafði verzlunarstjórinn, Þor-
grímur Ottósson, þegar hann kom
kl. 7 í verzlunina, fundið reykjar-
lykt og gengið á lyktina. Kom
„Hernámsárin
1940-45## kostuðu
3 millj. krónu
„Gala"-kvóld i Háskóla-
biói i kvóld
Fyrri hluti nýrrar íslenzkrar
heimildarkvikmyndar, ' „Hemáms-
árin 1940 til ’45“, verður frum-
sýnd í Háskólabíói í kvöld við há-
tiðlega viðhöfn — með „Gala“-
kvöldi eins og tíðkast í mörgum
öðrum löndum, þar sem ætlast er
til að gestir mæti í dökkum fötum.
— Myndin verður sýnd áfram í
Háskólabíó og víðar út um land,
30—40 þúsund gestir þurfa að sjá
hvom hluta myndarinnar tll þess,
að framlei iandi, stjómandi og
semiandi myndarinnar, Reynir
Oddsson kvikmyndagerðarmaður,
hafi fyrir kostnaðinum, en myndin
mun hafa kostað um 3 milljónir
króna. — Þess má geta, að um 60
búsund manns sáu kvikmyndina
„79 á stöðinni“, þegar hún var
sýnd.
Fyrri hluti myndarinnar hefst á
Hvítanesi á Hvalfirði árið 1967,
en síðan er sýnt úr mynd sem
danskir kvikmyndagerðarmenn
tóku á íslandi s umrin 1938 og
1939. Myndin rekur síðan her-
nám íslands, en jafnframt eru
-"r.dar myndir af gangi stríðsins
á meginlandi Evrópu og að nokkru
leyti í Afríku, þar sem Þjóðverjar
voru þá í mikilli sókn. — Eru
Framh á bls. 10.
hann þá að 13—14 ára gömlum
pilti, sem hafði komizt inn í bak-
húsnæði gegnum glugga, og hafði
safnað saman bréfarusli, og kveikt
í því. Hringdi verzlunarstjórinn á
lögregluna, sem kom og tók pilt-
inn í sína vörzlu.
70 litra umbúðirnar vinsælar.
Mjólkurambúðir héism tíl
Bahrein við Persaflóa
Sænskir nðilor sýna áhugn á umbáðunum
□
Nokkrar reynslusending-
ar af 25 lítra mjóikurum-
búðum frá Kassagerð Reykja-
víkur hafa verið sendar til
eyjarinnar Bahrein við Persa-
flóa, og fór þriðja og væntan-
lega síðasta reynslusendingin
nú fyrir skömmu. Samkvæmt
upplýsingum sem Gylfi Hin-
riksson vélfræðingur, for-
stjóri Pappírsvara h.f., gaf
blaðinu, var fyrsta reynslu-
sendingin send um síðustu
áramót, og hafa umbúðirnar
líkað mjög vel.
Danska fyrirtækið Mejerikont
oret í Árhus rekur mjólkurbú
á Bahrein eyjunni, þar sem
mjólk er unnin úr mjólkurdufti
frá Danmörku og Mejerikontor-
et hafði milligöngu með send-
ingu 25 lítra umbúðanna héðan.
Gylfi er nýkominn frá fundi í
Stokkhólmi, sem setinn var af
helztu forsvarsmönnum mjólk-
urbúa á Norðurlöndum og tjáði
hann blaðinu að Finnar hefðu
nú tekið í notkun 25 lítra mjólk
urumbúðir héðan og einnig
hefðu þeir mikinn áhuga á 10
lítra umbúðurtum. Einnig hafa
Svíar sýnt mikinn áhuga á þess
um miólkurumbúöum. Hafa um
Reykjavík á Elliheimilinu
Grund og einnig hefur herinn
búðirnar líkað ágætlega og
væntanlega verða hafnar reglu-
legar sendingar á 25 lítra um-
búðum til Bahrein eyjarinnar
innan skamms.
Þess skal getiö að þessar 25
lítra umbúðir eru notaðar hér í
Framh á Dls 10.
Litlafell fékk undan-
þágu til að losa olíu
Enginn sáttafundur i farmannadeilunni
Enginn nýr sáttafundur hefur
verið boðaöur í farmannadeilunni
og deiluaðilar hafa ekki ræðst við
síðan á laugardag. Samgöngumála-
ráðuneytiö fór fram á þaö i gær
við verkfailsnefnd Framannasam-
bandsins, aö veitt yrði undanþága
um olíuflutninga vegna hins alvar-
leea olíuskorts, sem er að skapast
víða í sambandi við rekstur raf-
magnsveitna, fiskvinnslustöðva og
síldarverksmiöja. — Hefur verk-
fallsnefndin falilzt á, að Litlafell
fengi að losa olíufram sinn á
Blönduósi, Sa-öakróki, Fáskrúös-
firði og Djúpavogi. — 1 morgun
fjallaði nefndin um undanþágu-
beiðni skipafélaga að fá að keyra
ljósavélar og að því er einn í verk
falisnefndinni tjáði Vísi, var ætl-
unin að verða við þeirri beiðni.
Sömuleiðis verður leyft að keyra
allar vélar sem hafa eitthvert ör-
yggisgildi.
Þannig lita mjólkurkassarnir út, sem sendir verða til Bahrein.
Efnahagsaðgerðirnar væntanlega af-
greiddar til efri deildar / vikunni
Umræður um málið hefjast að nýju i þingi i dag
Efnahagsaðgerðir ríkisstjóm-
arinnar eru á dagskrá fundar
neðri deildar Aiþingis í dag, en
fjárhagsnefnd deildarinnar skil-
aði áliti um málið í gær. Klofn-
aði nefndin í stjórnarsinna og
stjórnarandstæð'nga, sem hvor-
ir um sig skiluðu sínu áliti. —
Hefjast nú umræður í dag að
nýju, en þess er vænzt að málið
verði afvreitt til efri deildar nú
í vikunni.
Leggur meiri hlutinn til, að frum-
varpið verði samþykkt, en með
þeim breytingum, að gert verði ráð
fyrir 3% vísitöluuppbót, sem greið-
ist á laun í þrem áföngum, og fjöl-
skyldubætur með fleirum en einu
bami, elli- og örorkulífeyrir hækki
um 5%, án þess að tekjuskattur
og útsvar verði greitt af þeirri
hækkun. Ennfremur að verðbætur
verði greiddar á frystar rækjur og
erlendir ferðamenn og útlendingar,
sem starfa hér skemur en eitt ár,
verði undanþegnir farmiöaskatti.
Hins vegar leggur minni hlutinn
til, að frumvarpið verði fellt.
Blaðið leitaði sér álits forseta
neðri deildar Alþingis, Sigurðar
Bjarnasonar alþingismanns á vænt-
anlegum umræðum í dag, en hann
sagði:
„Þaö má búast við miklum um-
ræðum í dag. Þetta er mál, sem
mikill þys stendur út af og miklar
umræður urðu um vig fyrstu um-
ræðu þess. Að vísu hafa farið fram
umræður milii ríkisstjórnarinnar og
verkalýðssamtakanna og eftir
fyrstu umræðu má heita, að málið
sé útrætt. en samt má vænta mik-
illa umræðna, þótt ekki sé hægt
að segja fyrir um hversu langar
þær kunni að verða.“
Tilboð í strandferðaskip-
in tvö opnnð í dag
Tilboð í smiði tveggja strand-
ferðaskipa fyrir Skipaútgerö rikis-
son forstjóri Skipaútgerðarinnar
sagði Vísi í morgun, hafa öll til-
ins verða opnuð í dag, en allmörg boðin ekki enn borizt, en búizt við
tilboð munu hafa borizt í smíöi að nokkrir aðiiar muni koma meö
skipanna. Að því er Guðjón Teits-1 eigin tilboð á fundinn í dag, þegar
tilboðin verða opnuð. — Búizt er
við tilboðum frá fjórum innlendum
aðilum, en 20—30 tilboðum frá
skipasmíðastöðvum í nágrannalönd
unum. Nokkurn tíma mun taka að
kanna öil tilboðin og því óvíst hve-
:iær ákveðnu tilboði verður tekið.
Hvert skipanna verður um 1000
lestir að stærð og sérstak-
lega smíðað með auðvelda uppskip-
un í huga.
Fékk raflost við
að slökkva á
sjónvarpi
Sjúkrabíll var kvaddur í gær til
íbúöar einnar í bænum, en þar
hafði maður fengið rafiost, þegar
hann var að slökkva á sjónvarps-
tæki sínu. Hann var meövitundar-
laus, þegar að var komið, og var
fluttur á Slysavarðstofuna, en síð-
an var hann fluttur á Landakots-
spítala og hafði þá komizt til
meðvitundar.
8 ára telpa
fyrir bíi
Ekið var á 8 ára gamla telpu
um kl. 5 á sunnudag, þegar hún
var á leiö suður yfir gangbraut-
ina á Hringbraut við Kennaraskól-
ann Bifreiö á hægri akbraut, sem
var á leið vestur Hringbraut, hafði
stanzað til þess að hleypa telpunni
yfir, en telpan- lenti fyrir fólks-
bifreið, sem ók vinstri akrein. —
Þrátt fyrir hin nýju blikkandi ljós,
sem nú er búið aö setja upp við
gangbrautina, sagöist ökumaður-
inn ekki hafa gert sér grein fyrir
af hverju bifreiðin hafði stanzað
á hægri akrein. Hhfði þó ímyndað
sér að hún biði þess að komást
inn á Laufásveg, og varð ekki var
ferða telpunnar, fyrr en hún hljóp
í veg fyrir bifreið hans. Telpan
skrámaðist í andliti og á handleggj
um, en meiðsli hennar voru ekki
talin alvarleg. Skall þarna hurð
nærri hælum, en nú ætti að vera
vorkunnarlaust að komast hjá gang
brautarslysum, því ekki eru þær
Framh. á 10. síðu.