Vísir - 14.11.1967, Side 8
8
mm
VÍSIR
UtKefandi: Blaðaútgatan vumuk
Framkvæmdastjóri: Dagui Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
AOstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóni: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur)
Askriftargjald kr 100.00 á mánuði innanlands
í lausasölu kt. 7.00 eintakið
Prents...iðjr Vlsis — Edda h.f.
„Völkischer Beobachfer"
Islands
\
„Dólgslegar hótanir og stríðsögrun“ hljóðaði fyrir-
sögn forustugreinar Tímans um daginn. Slíkt orð-
bragð er ekki að jafnaði á þessum stað, en oft í áttina.
í sömu vikunni mátti lesa forustugreinar með fyrir-
sögnunum „Fúkyrðakveðjur“ og „Hræsnin uppmál-
uð“. Þessar fyrirsagnir eru dæmigerðar fyrir alvar-
lega þróun, sem hefur orðið í stjórnmálaskrifum Tím-
ans. Frétj/ir og greinar um stjórnmál í blaðinu bera
síaukinn keim af aðalblaði Þýzkalands á Hitlerstím-
anum, „Völkischer Beobachter“.
Hitlersblaðið var alræmt fyrir margra hluta sakir.
Þar á meðal var tvennt, sem nú er farið að einkenna
dagblaðið Tímann. Hið fyrra er ströng ritskoðun á
staðreyndum, sem gengur svo langt, að málsgrein-
ar úr ummælum manna eru bútaðar niður og brotin
birt til að gefa ranga mynd. Hitt er hin stöðuga til-
vísun til þjóðemistilfinninga.
Nýlega birti Tíminn í löngu máli yfirlýsingu og
greinargerð frá útvegsmönnum og gætti þess að skera
burt alla málsgreinarhluta, sem ekki þóttu hagstæðir.
Þannig var m. a. sleppt setningunum „Efnahagsleg
velgengni íslenzku þjóðarinnar hefur aldrei verið eins
mikil og hraðvaxandi..„Hinn stórbatnandi þjóð-
arhagur á þessum árum á fyrst og fremst rætur að
rekja til...“ o'g „... og þar með varanlega stórfellda
kjararýrnun og jafnvel neyð allrar þjóðarinnar. Verð-
ur að vænta þess, að þjóðin taki slíkum ráðstöfunum
með skilningi, þótt það kunni að kosta fómir í bili“.
Tímanum líkaði ekki þessar setningar og því vom þær
skornar úr málsgreinunum. Algengt er orðið í seinni
tíð, að Tíminn birti á þennan hátt skorna kafla úr öðr-
um dagblöðum og leggi síðan út af rangfærðri mein-
ingu. )
Einnig leggur Tíminn oft áherzlu á smjaður fyrir
þjóðinni í heild og notar hvert tækifæri til að höfða
til æstra þjóðernistilfinninga. Flestir munu hins vegar
sammála um, að hæfileg sjálfsgagnrýni þjóðar sé heil-
brigð og skortur á henni sé stórhættulegur. Tíminn er
vanur að kalla slíka gagnrýni róg. Vísir hefur stund-
um birt efni, þar sem gagnrýnt er ýmislegt í fari þj óð-/
arinnar. í haust birtist forustugrein um vinnusvik hér
á landi og nýlega önnur um vaxandi ódugnað og
ósjálfstæði. Vísir stendur við þessa gagnrýni og mun
halda henni áfram eftir þörfum, því að gagnrýni er
þarfari en smjaður. Þessa gagnrýni tók Tíminn til
meðferðar með ummælum um, að svona væri nú á
Vísi hugsað ti! þjóðarinnar. Þessi afstaða Tímans er
dæmigerð. Blaðið höfðar til þjóðemisofstækis og
stuðlar að því, í stað þess að efla heilbrigða og hóf-
lega þjóðernisvitund.
Fullseint er orðið fyrir Tímann að taka „Völkischer
Beobachter“ til fyrirmyndar, og er líklegt, að blaðið
hafi ekki árangur sem erfiði.
- ■■■■■■■■
V í S I R . Þriðjudagur 14. nóvember 1967,
m'mpnmmmssz æs&msss&
'zzr. 'JaKOBgmmamaBam
Framtíð Norður-At-
lantshafsbandalagsins
Ný skipan rædd á utanrikisráðherrafundinum / næsta mánuði
1 fréttum frá Brussel — sem
nú er höfuðsetur Norður-Atl-
antshafsbandalagsins — segir,
að hinar vestrænu bandalags-
þjóðlr Frakka hafi nú náð sam-
komulagi við þá um athuganir
varðandi framtíðarskipan og
hlutverk bandalagsins.
„í lok viðræðna hér“, segir i
ofannefndum fréttum, „um víð-
tækara stjómmálalegt hlutverk,
lýstu allmargir fulltrúar yfir, að
þjóöir þeirra ætluðu að vera
áfram í bandalaginu með
breyttu skipulagi og nýrri stefnu
eða viðhorfi (new look).“
Áður hafði verið talið, að
ef Frakkland gengi úr banda-
laginu 1969, kynnu önnur
lönd, einkanlega Noregur og
Danmörk, aö fara í þessu að
frönsku fordæmi.
Manlio Brosio.
HARMEL-
ÁÆTLUNIN
Harmel, utanríkisráöherra
Belgíu, lagði hana fyrst fram á
fundi utanrikisráðherranna í
desember sl., en nærri lá, að af-
staða fulltrúa Frakklands leiddi
til þess, að athuganir á henni
stöðvuðust. Fulltrúar Frakk-
lands héldu þvi fram, að það
væri tilgangslaust, að halda á-
fram athugunum vegna mikils
ágreinings um fjórar skýrslur
og greinargerðir, er fyrir lægju.
En fulltrúar hinna gáfust ekki
upp og héldu málinu vakandi
og þegar þeir höfðu fengið ný
fyrirmæli frá ríkisstjómum sín-
um allra fjórtán, létu Frakkar
undan. Þeir féllust á, að fram-
kvæmdastjóra bandalagsins,
Manlio Brosio yrði falið að gera
uppkast að áætlun og hafa lok-
ið því f seinasta lagi 22. þ. m.,
og skyldi hann á „engan hátt
bundinn hinum fjómm ofan-
nefndu skýrslum.“
Og nú er ráðgert að Harmel-
tillögumar verði ræddar á
næsta fundi utanríkisráðherra
bandalagsins, sem verður hald-
inn í næsta mánuði, en sérleg
nefnd hefur haft þær til athug-
unar.
Frakkar vilja athafnafrelsi til
aögerða pg vilja ekki einu sinni
‘ umræöur um ’slíkt innan vé-
banda bandalagsins, og afstaða
Bandaríkjanna er ef til vill ekki
eins frábrugöin afstöðu Frakka
og ætla mætti. Bandaríkjastjóm
fór þá fyrst að líta Harmeltil-
lögumar hýrara auga, er henni
varö Ijóst orðið, að aöeins við-
ræðna var krafizt,— ekki sam-
eiginlegra aðgerða. Bandarfkja-
menn vilja víðtæka samræmingu
sjónarmiða, en vilja halda op-
inni leið til sjálfstæðra aðgerða
hvers landsins um sig.
Fulltrúar margra hinna ríkj-
anna aðhyllast stefnu, sem
gæti orðig gagnleg til þess að
sannfæra almenning um, að á-
formað væri að NATO yrði ekki
einungis hernaðarlegt, heldur
færðist starfsemin yfir á stjóm-
málalegan vettvang til þess að
vinna að betri samskiptum milli
austurs og vesturs. Og nú telja
þessir fulltrúar líkur fyrir, að
slikar tillögur gætu náð fram
að ganga — og hafa ekki eins
miklar áhyggjur af því ogiýrr,
ef Frakkar heltust úr lestinni.
Vilja þær þó, eins og sakir
standa, slaka dálítið til, varð-
andi Harmeltillögumar, gæti
það orðið til þess, að Frakkar
fæm ekki úr bandalaginu, en
verði Frakkar of kröfuharðir
munu þessi 14 lönd ekki láta
undan, — þótt Frakkar fari.
Vaxandi ágreiningur í Alsír
um hlutverk byltingarráðs-
ins milli Boumedienne og yf
irmanns herráðsins
{ fréttum frá Alsír er sagt frá
alvarlegum ágreiningi mllli Bou-
medienne forsætisráðherra og
Tahir Zbiri ofursta, yfirmanns
herforingjaráðsins. Ágreiningur-
inn á sér djúpar rætur og er um
hlutverk byltingarráðsins G>g um
það, að hve miklu leyti alsirsk
stefna skuli hvíla á sósíalistí<>k-
um stoðum.
í byltingarráðinu eiga sæti 26
raenn og var það stofnað í júní
1965 eftir að Ben Bella hafði
verið handtekinn, en þremur ár-
um áöur var stofnað til sam-
taka þeirra, sem nefnast Oudja,
þótt ekki kæmu þau í dagsbirt-
una strax, en það voru þau, sem
steyptu Ben Bella.
f þessum samtökum em Bou-
medienne forsætisráðherra, að-
alleiðtogi, Bouteflika utanrikis-
ráðherra, Medeghri innanríkis-
ráðherra og Kaid Ahmed Kaid,
fjármálaráðherra, svo og FLN-
leiðtoginn Cherif Belkacem. —
Þessi samtök með Boumedienne
í broddi fylkingar horfast nú
að sögn í augu við harðnandi
andspymu Zbiri og hans manna,
sem studdir era af nokkrum
verkalýðsfélögum að minnsta
kosti, stúdentafélögum og fleir-
um, en herinn er sagður klof-
inn.
Boumedienne.