Vísir - 14.11.1967, Síða 12
(
12
íi^sa
VI SIR . Þriðjudagur 14. nóvember 1967.
-itóaiíaaflsii
Ég heyröi ekki frekari orðaskil.
Það fór um mig ískaldur hrollur
og mér fannst sem hjarta mitt
hætti að slá. Svo kom Fabienne
aftur, og var 'nú kát og hress.
„Sem betur fór haföi ekkert komið
fyrir hann ... bíllinn bilaði eitt-
hvað eins og venjulega. Ég hefði átt
að geta sagt mér það sjálf ...
sagði hún.
Andartaki síöar bætti hún viö,
eins og hún þættist vita að ég
heföi rennt í grun £ hvemig allt
var í pottinn búiö: „Þetta er und-
arlegt ... ég er alltaf svo hrædd
um að ég kunni að missa hann!“
Ég tók á því, sem ég átti til og
spurði eins og mér kæmi svarið
í rauninni ekkert við:
„Hefurðu verið ástmey hans
lengi?“
„Síðan í júlímánuði. Við biöum
með það þangað til fólkið úr fanga
búðunum var komið heim aftur.“
Ég gat ekki látið vera að hrósa
henni fyrir þá staöfestu að láta
ekki undan fyrr, en hún tók ekki
eftir hæðnishreimnum í rödd
minni, það var auðheyrt á svari
hennar.
„Það skal töggur til að verjast
Stan í næstum þv£ ár“, sagði hún.
„Eins og þér hafið séö, þá er
hann ákaflega aðlaðandi. Þér jfljót
iö að hafa veitt athygli brosi hans
... dálltið mæðulegt, eins og hann
hafi fengið sig fullsaddan á líf-
inu, og vekur með manni einlæga
löngun til að hughreysta hann.
Þér eigiö það líka til að brosa
þannig...“
Fallega sagt! Hún var farin aö
þéra mig aftur, ef til vill ósjálf-
rátt eöa þá ráöin vísbending til
mín... hver ég væri, eöa öllu
heldur hver ég væri ekki.
„Ég vona að yður hafi ekki kom
ið þetta beinlínis á óvart“, mælti
hún enn. „Við vorum ekkert að
minnast á það aö fyrra bragði,
töldum víst aö yður yrði það ljóst
áður en langt um liði“.
Ég hlaut að vera orðin meir
en lítið skilningssljó, fyrst ég gat1
ekki gripið hvað Pierre var að
fara með dylgjum sínum. Eða að
þar hefur sannazt sem endranær, :
að ástin blindar augu manns.
„Þér hafið þegar komizt yfir
mikilvægasta hluta arfsins", varð
mér að oröi.
„Já, er þetta ekki furðulegt...
móðir mín hefur gert meira fyrir
mig látin, en á meöan hún var á
lífi“.
„Hafið þér þá ástæðu til að i
álasa henni?"
Hún hikaði, en mælti svo og
mat hvert orð:
„Maöur verður að kynnast fólki
til þess að geta lagt fæö á það.
Ég kynntist móður minni aldrei
svo náið, að ég fengi ástæðu til
að álasa henni. 1 rauninni lét hún
mér allt í té — nema sjálfa sig.
Með öðrum orðum, minna en ekki
neitt!“
Ég breytti um umræöuefni meö
því að spyrja, þótt ég væri búin
að vita svarið um skeið: „Voruð
það ekki þér, sem áttuð hugmynd
ina aö því, að ég yrði fengin til
aö leika þetta hlutverk?"
„Jú, jú — vitanlega var það ég“
svaraði, hún hiklaust. „Stan er til
lftils nýtur nema við skákborðiö
og í rekkjunni. Ég valdi yður
meira að segja í hlutverkiö".
Það kom mér á óvart.
„Kvöld nokkurt, þegar ég var
á gangi um Champs-Elysées, var
sem ég sæi vofu speglast í búðar-
glugga. Það voruö þér, sem stóð-
uð við gluggann og virtuð fyrir
yður kvenfatnað, sem þar var til
sýnis. Þér minntuð mig svo sterk
lega á móður mína, að við sjálft
lá að ég rétti yður höndina og
ávarpaði yður. En svo áttaði ég
mig á því, aö vangasvipurinn var
eilítið frábrugðinn. Auk þess vor
uð þér svo glæsileg og róleg. Þótt
ég vissi að þama hlyti að hafa
verið um misskynjun að ræða
veitti ég yður eftirför heim undir
hið ríkmannlega hótel þarna í
grennd. Um nóttina, þegar ég var
að berjast við að sofna, kom mér
svo allt í einu þetta snjallræði í
hug. Ég vakti Stan, sem tók þessu
fjarri fyrst, en lét svo tilleiðast
að athuga máliö, fyrst og fremst
fyrir þrábeiðni mína, en ekki að
hann tryði mér til hlítar. Þegar
hann hafði snætt kvöldverð í hótel
inu í því skyni að geta virt yöur
fyrir sér, var hann aftur á móti
sannfærður“.
Eftir þetta felldum viö talið að
mestu, skiptumst aðeins á fáum
hversdagslegum orðum á meðan
við biöum þess að Stan kæmi
heim.
Ég var utan við mig, tilfinningar
mínar allar á ringulreið og ógerlegt
fyrir mig að hugsa skipulega.
Framkoma Fabienne var svo eðli-
leg afstaða hennar svo sjálfsögð,
að mér var ofaukið að mér fannst,
gagnvart æsku hennar var ég
dæmd til að lúta í lægra haldi, ég
var farin að kröftum og ^áræöi,
gömul og þreytt.
Klukkan var rúmlega hálf eitt,
þegar Stan kom heim. Hann var í
sólskinsskapi, þrátt fyrir töfina og
tók að skýra okkur nákvæmlega
frá biluninni, það var flókið mál
og tók hann drykklanga stund að
gera því þau skil, sem hann taldi
viðhlítandi. „Þessi bíll er að’ gera
mig vitstola“, sagöi hann að lok-
um. „Það er ein af raunum fá-
tæklingsins að verða að kaupa
notaða bílskrjóða. Sannarlega tími
til kominn>að maður þurfi ekki að
horfa í hvern skilding".
Þegar hér var komið sögu, bauö
Fabienne Stan góða nótt með
kossi og lýsti yfir þvl að hún væri
farin upp að hátta. „Hún veit allt“,
I sagði hún glaðlega, „svo okkur er
; óþarft að látast...“
j Stan varð vandræðalegur á svip
inn, blimskakkaði á mig augunum
og fór allur hjá sér.
„Þú þarft ekki að láta þér
bregöa", sagði ég. „Þegar á allt er
litið, er það nokkurn veginn víst,
að Elizabeth er ekki lengur á
lífl".
Hann áttaði sig og brosti. „Ég
get ekki álasað sjálfum mér fyr-
ir neitt I þessu sambandi. Dóttirin
gerði jafnvel enn harðari hríð að
mér en móðir hennar forðum, og
viö værum komin I hjónaband, ef
það hefði komið opinberlega fram
að Elizabeth væri látin. En leikur
þinn I hlutverki hennar er svo
fullkominn, að við sjálft liggur aö
þaö veki með mér sektarkennd ...“
„Mér mundi falla betur, að þú
værir aldrei I neinum vafa um að
leikur er ekki annað en leikur".
Stan hleypti brúnum.
„Ég hlýt að viðurkenna, þér til
hróss, að þú veitir mér ekki neina
aðstoð hvaö það snertir. Hingað
til hef ég veriö vantrúaður á allar
sögusagnir um tvlfara, álitið þær
uppspuna, en þú hefur fengið mig
til að skipta um skoðun. Það er
því ekki nema eðlilegt, að þaö valdi
mér áhyggjum og heilabrotum
endrum og eins“.
Ég lét í ljós, að mér þætti fyrir
því, en hann vildi bersýnilega
eyða málinu og brá á glens.
„Láttu þér það I léttu rúmi
liggja. Ég venst því fljótlega, að
halda framhjá vofu Elizabethar I
návist hennar ...“
Ég spurði, eilítið hikandi: „Finnst
þér þessi telpa svo töfrandi?"
Hann hristi höfuðið. „Hún hef-
ur ekki hjartalagið hennar möður
sinnar, því miður, en önnur við-
komandi líffæri hennar eru dásam
leg. Og við erum mjög samrýnd.'
„Hún virðist tilbiöja þig“, mælti
ég enn.
„Já... já. Hún var hrein mey,
þpgar við kynntumst, og þú veizt
hýe stúlkur'binda mikla tryggö við
þann, séiti' fýrstur svalar kynþörf
þeirra. Jafnvel alla ævi, á hverju
sem veltur síöar... og hún er á
þeim aldri, þegar ást og ástríöa
verður ekki aðskilið. Það verða tv£
vegis straumhvörf á ævj konunn-
ar, um tvítugt og fertugt... þeg-
ar dyr lífsins opnast þeim, og þeg
ar hurð sígur aftur aö stöfum..
136.800.-
'mmrnm
' EVEN !F WE
PIDN'T HIT
HfM — MAVBE
HE DROPPEP
THE PACK , ,
. WITH THE
r MDNEV IN
rr, from
L fright / /
„Dreifið ykkur og leitið I nágrenninu.“
„Jafnvel þótt við höfum ekki hitt hann,
hefur hann kannski sleppt töskunni með
laonagrelðslunum af hræðslu."
’BltAlttSAM
RAUDARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022
LAUQAVEGI
METZELER
Vetrarhjólbarðamir koma snjó-
negldir frá METZELER verk-
smiöjunum.
BARÐHMN
Ármúla 7. Sími 30501.
HJÓLBARÐASTÖÐIN
Grensásvegi 18. Sími 33804.
AÐALSTÖÐIN
Hafnargötu 86, Keflavík.
Slmi 92-1517.
Almenna Verzlunarfélagið
Skipholti 15. Slmi 10199.
SPARIfl
OG RfRiRKOFN
Eldhusið, sem allar
húsmœður dreymir um
Hagkvœmni. stílfegurð
og vönduð vinna á öllu.
Skipuleggjum og
gerum yður fast
verðfilboð.
Leitið upplýsinga.
Sölubörn óskast
Hafið samband við
afgreiðsluna
Hverfisgötu 55.
VISIR |j
Knútur Bruun hdl.
Lögmannsskrifstofa
Grettisgötu 8 II. h.
Simi 24940.