Vísir - 14.11.1967, Page 16
ÚMki&Uh.
n l' 11 I iiTfltifflt'
Aðild íslands að EFTA könnuð:
Er hætta á ferðum í Strákagöngum?
Slysavarnarmenn á Siglufirði senda
áskorun til bæjarstjórnar
SR í fullum gangi. Fremst er hiö
stórvirka færiband, sem flytur afla J
skipanna upp í þrær verksiniðjanna. <£_
£ Sá orðrómur hefur gengið
manna á meðal, að ef til vill
hafi verið rasað um ráð fram,
þegar Strákagöng voru opnuð
núna á dögunum. Að vísu hefur
megináfanganum verið náð, ak-
fært er orðið í gegnum fjaílið.
^ En máltækið segir „flýttu
þér hægt“. Hefur verið
Haförninn hefur flutt
50 jDÚs.tonn til bræðslu
— Sildars'óltun á Siglufirði með minnsta móti
Síldarflutningsskipið Haföminn
hefur nú lokið síldarflutningum tii
síldarverksmiðjanna á Siglufirði í
bili. Alls hefur skipið flutt rúmlega
50 þúsund tonn til bræðslu.
að má með sanni segja, að skip-
ið hefur bætt mikið atvinnu á Siglu
firði s.l. sumar og skapað miklar
atvinnutekjur í bænum.
Ennfremur er hlutverk þess sem
birgðaskips fyrir síldarflotann á
mjöig fjarlægum miðum alveg ómet-
anlegt, og vandséð hvernig úthafs-
veiðar hefðu verið framkvæmanleg-
ar, ef stórra flutningaskipa hefði
ekki notið við. Haförninn er 3300
tonn að stærð og eitt stærsta flutn-
ingaskip íslendinga.
Síldarsöltun á Siglufirði reyndist
með minnsta móti s.l. sumar. Alls
voru saltaöar 17.599 tunnur. Saltað
hefur verið í 5300 tunnur fyrir
Sigló-verksmiðjuna, og er það talið
nægilegt hráefni fyrir hana til árs-
ins. Lokið er nú vinnslu á full-
„lagraðri" síld þar, og eru allar horf
ur á, að verksmiðjan verði lokuð
þar til síðari hluta vetrar, er hin
nýja síld verður vinnsluhæf.
Nokkur vinna er við söltunar-
síldina, en nokkuð af henni er þeg-
arfarið á erlendan markaö.
gengið nægjanlega frá öryggis-
útbúnaði í þessum umtöluðu
göngum til að forsvaranlegt sé
að opna þau almenningi til um-
ferðar?
Göngin eru að miklu leyti ófóðr-
uð, og því nokkur hætta á grjót-
hruni úr loftinu, og ennþá eru lang-
ir kaflar í göngunum, þar sem dag-
lega hrynur úr lofti.
Ennfremur eru göngin óraflýst,
en raflýsing mundi auka mjög ör-
yggi gangandi og akandi vegfar-
enda í þeim.
Karladeild Slysavarnafélags Is-
lands 1 Siglufirði hélt aðalfund sinn
1. nóv. sl. Á þeim fundi voru þessi
mál mjög til umræðu og voru gerð-
ar ýmsar ályktanir, þar að lútandi,
og er eftirfarandi málsgrein úr á-
skorun fundarmanna til bæjar-
stjórnar Siglufjarðar:
„Fundurinn skorar því á fyrir-
svarsmenn bæjarins í bæjarstjórn
Siglufjarðar, að þeir geri allt sem
í þeirra valdi stendur til að knýja
fram, þegar í stað, aögerðir til að
fyrirbyggja hrunhættu í jarðgöng-
unum, en það telur fundurinn að
ekki verði gert með öórum hætti
en að fóðra öll göngin og hvetur til
þess, að það sé gert án þess að
stórslys þurfi til að vekja menn til I hættu á Siglufirði t. d. um nauð-
dáða í þessum efnum." syn þess, að sett verði ljós á hæstu
Einnig voru gerðar ályktanir um byggingar í bænum (verksmiðju-
önnur mál til að draga úr slysa-1 Framh, á bls. 10
Söltunin eystra / siðustu viku:
22 þás. tunnur af
Saltað var á flestum stööum
eystra síðustu viku og allt fram
á sunnudag, en mestur hluti þeirr-
ar síldar, sem ' land barst fór í
salt. — Það sem barst á land i
vikunni var yfirieitt úrvalssíld og
veiðisvæði er nú mikiu nær landi
en nokkru sinni fyrr í haust, eða
allt upp undir 50 mílur frá landi.
Saltað var í 22.328 tunnur £ vik-
unni og nemur heildarsöltunin fyr-
ir austan og norðan þá 223.970
tunnum. Mest hefur veriö saltað
á Seyðisfirði eöa 45.930 tunnur
(fram á iaugardag). Á Norðfirði
var búið að salta í 26.320 tunnur
og á Raufarhöfn hefur verið saltað
í 26.529 tunnur, en þangað hefur
engin síld borizt í langan tíma. Á
Fáskrúðsfirði nam söltun á laugar-
dag 24.565 tunnum.
Hæsta söltunarstöðin fyrir austan
er Hafaldan á Seyðisfiröi, þar
hafði verið saltaö í 11.805 tunnur
á laugardag.
Bátamir voru byrjaðir að kasta
á miðunum fyrir austan í morgun
og höfðu tveir tilkynnt um afla í
morgun til síldarleitarinnar á
Dalatanga. Annar þeirra fékk afla
sinn í Breiðamerkurdýpi, en þar
hefur ekki frétzt af veiði fyrr i
sumar og haust.
GETUM EKKIBEÐID ÞESS AÐ
EFTA-LÖNDIN GANGI f EBE
— segir viðskiptamálaráðherra — Stækkað
Efnahagsbandalag verður ef til vill ekki
bað sama og nú
Fjögurra manna nefnd með fulltrúum allra stjórn-
málaflokka hefur verið skipuð til að undirbúa og
rannsaka allt, sem máli skiptir vegna hugsanlegr-
ar aðildar íslands að EFTA, Fríverzlunarbandalagi
Evrópu og vegna hugsanlegs viðskiptasamnings við
EBE, Efnahagsbandalagið. — Viðskiptamálaráð-
herra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, skýrði frá þessu á
//
blaðamannafundi í gær. Hann sagði að allur und-
irbúningur og rannsóknir vegna þess máls væri
svo umfangsmikið, að allur veturinn færi trúlega í
það, þannig að umsókn íslands að EFTA yrði í
fyrsta lagi lögð fram næsta vor, ef af því yrði.
Viðskiptamálaráðherrann gat
þess í upphafi blaðamannafundar-
ins, að það hefði verið einn liður
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar, sem forsætisráöherra flutti
í þingbvrjun, að fullnaðarkönnun
yrði gerð á hugsanlegri aðild ís-
lands að EFTA jafnframt því, sem
viðskiptasamningur við EBE vrði
kannaður. — Niðurstaðan af við-
ræðum ríkisstjómarinnar um þetta
mál hefði síðan orðið sú að óska
eftir samráði við stjórnarandstöð-
una um málið. Samband var haft
við forráðamenn stjómarandstöðu-
flokkanna um þetta £ fyrri viku og
voru undirtektir þeirra góðar og
Framh. á bls. 10.
Haföminn við löndunarbryggju SR.
Þriðjudagur 14. nóvember 1967.
„Regina Maris" kvikmynd-
uð á Miðjarðarhafi
„Regina Maris“, sem hefur flutt
margan þorstlátan landann suöur
um höf, er nú að ijúka við vel
heppnaða siglingu umhverfis jörð-
ina.
Þekkt kvikmyndafélag, sem hef-
ur einkarétt á að kvikmynda sögur
Josephs Conrads (nýlega var gerð
mynd eftir sögu hans,' Lord Jim,
sem Peter O’Toole i aðalhlutverki),
hefur lýst yfir áhuga sínum á að
taka „Reglna Maris“ á leigu við
kvikmyndatöku á Miðjarðarhafi.
Eigandinn, John Age Wilson
skipstjóri, telur, aö hann muni
taka tilboöi kvikmyndafélagsins:
„Félagið býður svo mikið fyrir
lánið, að ég get sjálfur siglt skip-
inu niður á Miðjarðarhaf og áætl-
að mánuð fyrir þá ferð, mánuð
fyrir dvölina þar og mánuð fyrir
heimleiðina. En sjálf kvikmynda-
takan mun fara fram á Miðjarðar-
hafinu."