Vísir - 28.12.1967, Page 9

Vísir - 28.12.1967, Page 9
VISIR. Fimmtudagur 28. desember 1968. 9 —Listir-Bækur-Menningarmál- Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni: Þjóðleikhúsið: ÞRETTÁND AK V ÖLD eðo „Hvað sem þér viljið44 eftir William Shakespeare Þýðing: Helgi Hálfdánarson — Leikstjórn: Benedikt Árnason — Tónlist: Leifur Þórarinsson „Jjrettándak-völd" Shakespear- es eða „Hvað sem þér vilj- ið“, er jólaleikrit Þjóðleikhúss- ins í þetta skiptiö. Þýðingin er gerö eftir Helga Hálfdánarson, Benedikt Ámason annast leik- stjóm, og Una Collins hefur gert leikmyndir og teiknaö bún- inga. Tónlist við leikritið er sam in af Leifi Þórarinssyni. Fmm- sýnitigunni á annað kvöld jóla var mjög vel tekið af áhorfend- um og hver bekkur fullsetinn. Það er óþarft með öllu að fara mörgum órðum um þetta viðfangsefni eða höfund þess. Þaö mun bókfræðileg staöreynd, að verk hans gangi næst helgri ritningu að útbreiðslu, og ekki hafi verið meira skrifað um mann af konu fæddan en hann, að Kristi undanteknum. Aftur á móti er full ástæða til þess að vekja enn einu sinni athygli á þvi mikla afreki, sem þýðand- inn, Helgi Hálfdánarson, hefur þegar unnið og vinnur enn aö, með sínum snjöllu og nákvæmu þýðingum á þessum öndvegis- verkum heimsbókmenntanna, sem hann hefur gert að sér- grein sinni. Fyrir það starf hef- ur hann þegar unnið sér þann virðingarsess £ íslenzkri bók- menntasögu, sem ekki verður frá honum tekinn. Þykir sam- löndum skáldjöfursins nokkurs um vert, að það, sem hæst rís í fyrri alda menningu þeirra skuli kynnt á svo vandaðan og veglegan hátt með smáþjóö, er þess að minnsta kosti að vænta, að þýðandanum verði sýndur sá sómi, að bjóöa honum ekki samreið með þeim, sem hæst ber að afrekum í nútímamenn- ingu þeirra. Eins og £ öörum gamanleikj- um Shakespeares, er uppistað- an í „Þrettándakvöldi" kátbros- legar flækjur .misskilningur og vafningar; arfur frá viðfangs- efnum evrópskra farandleik- flokka, sem meistarinn endur- skóp og hóf á æðra svið með alvarlegu ivafi óskeikullar mann þekkingar undir glitofnu yfir- borði hnitmiðaðra þversagna og snillilega smíöaðra orðaleikja. Frábær þýðing Helga tryggir það, að allt kemst þetta til skila við lestur leikritsins, að svo miklu leyti, sem lesandinn er þess umkominn að veita þvi vlðtöku. Á, sviði veröur það hins vegar flutningur leikend- anna, sem sker úr um það. Aö þvi leyti til eru gamanleikir Shakespeares vandmeðfamari mörgum öðrum leiksviðsverk- um, sem þeir búa yfir meiri en um leið viðkvæmari töfrum. Þeir eru gamanleikir og ævintýri jöfnum höndum, og í þriðja stað raunsæ og á stundum miskunn- arlaus sálkrufning, og í flutn- ingi má engan þessara strengja of sterkt knýja, eigi töfraþrí- hljómurinn aö njóta sín og ná tökum á áhorfendum. Eins er um ytri búning — svið, bún- ingar og gervi — þar verður ævintýrið og veruleikinn að haldast í hendur, ýta hóflega undir ímyndunaraflið og veita því hóflegt aöhald, svo kjarni verksins glatist ekki í skarti og pírumpári. Þessi ytri búningur „Þrett- ándakvölds“ í Þjóðleikhúsinu er með miklum ágætum. Þar er kunnáttusamur listamaöur að verki, sem þekkir allt það til hlitar, sem með þarf. Aö því leyti til er þetta einhver sú glæsilegasta Shakespeare-sýn- ing, sem hér hefur sézt. Þess ber og að geta, að ljósum er hvarvetna beitt af mikilli smekk vísi. Þannig er flutningi verks- ins sköpuö hin ákjósanlegasta umgerð. En — því miður — nýtast þeir möguleikar, sem ungfrú Una Collins leggur þarna upp í hendurnar á leikstjóra og leik- urum, ekki til fulls. Þrátt fyrir skemmtilega spretti og góða frammistöðu sumra af leikurun um fær flutningur verksins aldrei þann byr undir vængi, sem lyftir því á flug. Þetta kann að einhverju leyti aö standa til bóta með bættri texta- kunnáttu, en ekki svo að riði baggamuninn, hvað samleik snertir, Það er eins og leik- endurnir margir hverjir, nái ekki því sambandi innbyrðis, sem nauðsyn ber til, eigi þe'ir að ná sambandi við áheyrendur. Heildaráhrifin verða þvi ekki eins sterk og skyldi, og er illt til þess að vita, því að viða viröist aðeins vanta herzlumun- inn. Erlingur Gíslason leikur hlut- verk Orsínós, hertoga i Ileríu. Hann hefur allt til þess að túlka það meö glæsibrag, en ein- hverra hluta vegna verður fram sögn hans tilbreytingarsnauð og einhæf. Gísli Alfreösson leikur Sebastían af krafti og myndug- leik, eins og hans er von og vísa. Gunnar Eyjólfsson leikur Antóníó skipherra, og gætir þar óvenjulegrar hófsemi í túlkun, jafnvel um of, en traustum tök- um nær hann á þessu heldur sniðsmáa hlutverki. Þeir Jón Júlíusson og Guðjón Ingi Sig- urðsson leika hirðmenn hertog- ans, sómasamlega. Flosl Ólafs- son leikur þarna óskahlutverk allra gamanleikara í sígildum stíl, herra Tobías búlka, og er „flest ósjálfrátt vel gefið“ til þess auk þess sem hann nýtur ómetanlegrar aðstoðar £ samleik herra Andrésar Agahlýrs, félag- ans, sem leikinn er af Bessa Bjarnasyni. Er óþarft að taka það fram, að tvístirni þetta verð- ur hið forkostulegasta, ekki hvað sízt fyrir það, að ærsl beggja einkennast af ósvikinni leikgleði, sem viða virðist skorta í meðferð annarra hlutverka. ásamt RÍaríu stallmey Ólavíu, sem leikin er af Margréti Guð- mundsdóttur, og Malvólíó, leikn um af Rúrik Haraldssyni, tekst þeim víða að skapa nauðsynlega Víóla (Kristbjörg Kjeld) og skipstjórinn (Valdimar Lárusson) stemmningu til að ná tökum á áhorfendum fyrir skemmtilegan samleik. Margrét leikur Maríu af fjöri og glettni, og Malvólíó verður eitt af rishæstu hlutverk- um Rúriks, slíkum tökum nær hann á þessum nautheimska en hrekklausa bryta. Sverrir Guð- mundsson leikur Fabían, frem- ur smekklega. Valdimar Lárus- son leikur skipstjórann, vin Ólivíu, slétt og fellt. Lárus Páls- son leikur prestinn, og sýnir enn einu sinni hve mikið honum getur orðið úr smáhlutverki fyr- ir óborganlega skoptúlkun og gervi. Aðalkvenhlutverkin i leiknum Sebastian (Gísli Alfreösson) berst við Tóbías búlka (Flosi Ólafsson). eru I höndum þeirra Kristbjarg- Kjeld, sem leikur Víólu og Jón- ínu Ólafsdóttur, sem leikur greifynjuna, Óliviu. Jónína er nýliði á sviði, og þótt hún sé góöum hæflleikum gædd, rís hún hvergi nærri undir þeim kröfum, sem til hennar eru gerð ar í þessu margslungna hlut- verki. í þessu er fólgin sú brota- löm, sem dregur mjþg úr heild- aráhrifunum, einmitt þar sem þau ættu að vera sterkust, og er hinni ungu leikkonu þó ekki um að kenna nema óbeinlínis — það er engin sanngirni að ætl ast til að hún geri betur en raun ber vitni, og satt bezt að segja furðulegt tillitsleysi við hana að fela henni hlutverk, sem vitað er að hana skortir enn reynslu og þroska til að lyfta. Á þessu ber hvað mest I samleiksatriðum hennar og Kristbjargar, sem nær frábær- um tökum á hlutverki Víólu, svo sópar af henni í hvert skipti sem hún birtist á sviöinu, sindr- andi af leikgleði og þrótti, og hnitmiðar þó tjáningu sína og túlkun til áhrifa af kunnáttu'og þroska. • Ævar Kvaran leikur Fjasta, fífl hertogaynjunnar og um leiö speking og fulltrúa höfundar- ins, sem að vanda gerir þessa undarlega tvískiptu manngerð, eða þversögn í mannsmynd, að tengilið hinna einstöku atriða og um leið tengilið leiksviðs og á- horfenda. Leikur Ævars er skörulegur að vanda, og mundi ekki annar betur til þess fall- inn að hafa það hlutverk á hendi, sem Þjóöleikhúsið hefur á að skipa. Og ekki er það hans sök, að tilætlað samband milli leiksviðs og áhorfenda næst ekki að þessu sinni, nema endrum og eins. En hvað um það — Shake- speare stendur alltaf fyrir sínu, og Helgi líka. Loftur Guðmundsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.