Vísir - 04.04.1968, Síða 3

Vísir - 04.04.1968, Síða 3
( VÍ SI'R . Fimmtudagur 4. apr;- _ TÓNAFLÓÐ Á AKUREYRI Tjað eru fyrirferðarmiklir dálk ar i blöðunum, þar sem auglýstar eru dansskemmtanir vítt og breitt um landið. Og ekki liggur eftir hlutur slíkra auglýsinga í hljóðvarpinu. Eðlilega er starfsemin á bak viö þetta einna mest áberandi í mesta þéttbýlinu hér syðra. Þó fer ekki leynt, að hún þrífst einnig í strjálbýlinu og þá ekki sizt i miðstöðvum þess. Hver kannast ekki viö Hljóm sveit Ingimars Eydal á Akureyri sem hefur verið í fremstu röð um árabil? Eða Póló á Ak- ureyri, sem sendi frá sér tvær metsöluplötur á síðasta ári? Eða þá Gauta í Siglufiröi? Svona til tilbreytingar brá Myndsjáin sér á hljómleika á Akureyri í aðlíðandi skamm- deginu í vetur. Eiginlega voru þetta ekki hljómleikar í sama skilningi og hér éc venjulega lagður í það orð, því að þarna var dansað af engu minna fjöri en á venjulegum dansleik. En ekki vantaði hávaðann! Þaö var Félag hljómlistar- manna á Akureyri, sem hélt þessa hljómleika til styrktar sjálfu sér, en þvi má skjóta inn í, að þetta stéttarfélag á Akur- eyri mun enn sem komið er vera hálfgerð hornreka i hópi stéttarfélaganna á t landinu. Á hljómleikunum léku 5 af ein- um 7 eða 8 hljómsveitum, sem starfandi eru í bænum. Unga fólkiö fyllti Sjálfstæöis húsið þetta kvöld — og ekki var annað aö sjá, en þaö skemmti sér meö miklum ágæt um. Það er að visu ekki óvana- legt að fólk skemmti sér í þessu ágæta samkomuhúsi, enda býð- ur það jafnan upp á aöbúnað, sem við þekkjum vart betri hér lendis. Myndsjáin festi meðfylgjandi myndir á blað; 1. Hljómsveitin Laxar, sem leikur í vetur á Hótel KEA. Síð an ipyndin var tekin hefur hljómsveitinni bætzt söngkona. 2. Póló, Erla og Bjarki. Erla Stefánsdóttir er nú hætt að syngja með hljómsveitinm. 3. Comet. 4. ‘Iljómsveit Ingimars Eydal, Helena og Þorvaldur. Hljóm- sveitin- leikur í Sjálfstæðishús inu og hefur gert það i nokkur ár. 5. Geislar, sem nú eru hættir, en upp úr þeirri hljómsveit eru sprottnir Flakkarar. 6. Og loks er hér svipmynd af dansgólfinu þetta kvöld. / l

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.