Vísir - 04.04.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 04.04.1968, Blaðsíða 5
5 VISIR . Fimmtudagur 4. aprfl 1968. ----------—, --— ----- ■ -—— l^ll■l^lWll—l^^>^w^wnw■wwwr^rn^^|- M«nniT .Yatnið*4 í Alfræðasafninu Nasser nálgast nú fimmtugsaldurinn — 15. janúar s.l. Hér er hann með elzta barnabarn sitt, Ashraf Marvvan. — Nasser varð afi í þriðja sinn snemma í jan. 'V'atnið er nýjasta bókin í Alfræða safni AB og hin seytjánda í röðinni. Aðalhöfundur hennar er dr. Luna B. Leopold, fjölmenntaður veðurfræðingur og jarðfræðingur, sem hreppt hefur margs konar heiö ur fyrir vísinda- og ritstörf og rann- sóknir, en Hlynur Sigtryggsson veð urstofustjóri hefur snúiö bókinni á íslenzku. Hefur hann jafnframt skrifað formála fyrir henni. og kemst þar m. a. svo að oröi: „Vatn- ■'ð skóp landið okkar. Eimþrýstingur i hraunkviku neðanjarðar lagði mik (nn skerf til að þrýsta henni upp á yfirborðið, þar tóku haf og jökl- ar við henni, kældu hana, mynd- breyttu og mótuðu. Þegar forfeður okkar stofnuðu hér þjóðfélag, verö hafið þjóöbraut þess og aðalvinnu- veitandi... Um 150 milljarðar tonna af vatni falla á landið árlega, og á leið til.sjávar veitir smáhluti þessa mikla magns okkur ljós og yl, auk frábærs neyzluvatns, sem marg ar stærri þjóðir og auðugri hafa ekki efni á að veita sér. Þekking á vatninu, háttum þess og störfum er þvi þjóðinni lífsnauðsyn, enda beinist mikili hluti af rannsóknar- stö.rfum vísindamanna hennar að þessum atriðum á einn eöa annan hát.t. Almenningi er þá ekki síður gagnlegt aö vita helztu deili á vatn inu, eðli þess og aðferð allri“. Það eru ótrúlega mörg og fjöl- skrúðug þekkingarsvið, sem tekin eru til meðferöar í þessari bók. allt frá hlutdeild vatnsins í þrot- lausri sköpun lífs og jarðar til nýj- ustu nýtingar og tæknimeðferðar. Kannski er það ekki hvað sízt með tilliti til þessara hagnýtu mögú- leika, að bókin verður oss Islend- ingum æriö forvitnileg, og vissu- lega ber þar sitthvað nýstárlegt fyrir augu, því aö „töfrabrögð vatns ins virðast óteljandi" eins og segir á einum stað í bókinni. Vatnið er 200 bls. aö stærð og hefur að geyma á annað hundrað mynda. Þar af eru litmyndir á um það bil 70 síðum, og eru margar þeirra hin fegurstu „listaverk". — Verðið er enn óbreytt frá bvL sem verið hefur frá upphafi á bókum Alfræðasafnsins. Nasser var aðvar- aður um yfirvofandi árás Israels í júní í fyrra — tveimur sólarhringum áður en hún var hafin. — Upplýsingarnar voru sagbar vera frá „bandariskum heimildum" Við réttárhöídin í Kairó fyrir 1 til orða, að Rússar hefðu „hlot- nokkru var því haldið fram af fyrrverandi hermálaráð- herra landsins Shamsed-din- Badran, að Nasser hefði feng- ið aðvörun um, að ísraels- menn myndu gera árás á her- stöðvar Egypta þann 5. júní (1967). - Badran sagði, að Nasser hefði fengið upplýs- ingar um þetta frá bandarísk- um heimildum þ. 3. júní, þ. e. að ísraelsmenn myndu hefja árásir eftir tvo sólarhringa, en ekki getið heimildanna nánara, er hann skýrði æðstu yfirmönnum landhers, flug- hers og sjóliðs frá þessu. gadran var í hópi rúmlega 50 manna, sem leiddir höfðu verið fyrir herrétt sakaöir um samsæri til þess að steypa stjóm Nassers, þegar hin skammvinna júnístyrjöld var um garð gengin. Badran var hermálaráðherra, er ÍSrael sigr- aði Egypta. Badran hélt þvf fram, aö Nasser hefði haft hraðan á í maí í fyrra, er hann lét loka Akaba-flóa, til þess að geta sagt við U Thant, sem væntanlegur var til Kairó í þágu friðar milli ísraels og Egyptalands, aö hér væri um „gerðan hlut“ að ræöa. Þá sagði Badran, að Mohamm- ed Fawsi, núverandi hermála- ráðherra, en þá, yfirmaður her- foringjaráðsins, hefði verið send ur til Sýrlands rétt fyrir júní- styrjöldina til þess að rannsaka staðhæfingú Sýrlendinga og Sov étmanna' þess efnis, aö ísra- elsmenn væru að draga að sér mikiö liö á landamærum Sýr- lands, Fawsi hefði sagt við heim- komunæ að þetta hefði ekki viö neitt að styðjast, og tekið svo ið að sjá ofsjónir". Badran neitaöi upplýsingum um viðræður, sem hann átti viö Kosygin forsætisráðherra Sovét- líkjanna í Moskvu skömmu fyr- ir júnístyrjöldina, þar sem um „ríkisleyndarmál væri að ræða“. Rétturinn mótmælti því ekki, að hann neitaði upplýsingum um þetta. Þá sagði Badran, að Sidky Mahmoud flugmarskálkur, yfir- maöur egypzka flughersins, hefði viljað verða fyrri til og ráöast á Israel. Ennfremur sagði Badran,, að Sidky hefði varað við að af- leiðingum þess, ef ísraelski flug- herinn yrði fyrri til, en gerði þó ekki ráð fyrir, að tjónið yrði meira en 20%, en Sidky hqfði skipt um skoðun, þegar Abdel Hakin Amer, fyrrverandi yfir- maður alls herafla landvarn- anna, hélt því fram, að betra væri að láta I’srael gera fyrstu árásina. (Amer var handtekinn, en framdi sjálfsmorð í fangels-, inu, að því er tilkynnt var op- inberlega). Röksemdafærsla Amers var, að þá myndu Egýptar geta bar- izt gegn ísrael eingöngu, en ef Egyptar byrjuðu gæti orðið Sjötta bandaríska flotanum að mæta líka. Sidky var dæmdur í 15 ára fangelsi. Eins og getið var í fréttum nýlega leiddu „stúdentaóeirðir“ til þess, að fyrirskipað var að taka mál hinna dæmdu liðsfor- ingja fyrir á ný, en stúdentar héldu því fram, að dómarnir heföu verið allt of mildir. Marg- ir fleiri en stúdentar munu hafa tekið þátt í mótmælagöngum út Söguleg sigling lít: — spjallab v/ð skipstjórann á Haferninum, Sigurð Þorkelsson & m AMER - vildi láta menn byrja. af dómunum, m. a. verkamenr, og menn úr öfgasamtökum svo sem Bræöralagi Mohammeös- trúarmanna. Síðan er ofanskráð var tekið saman hefur þaö m. a. gerzt í Egyptalandi, að Nasser hefur boðað miklu lýðræðislegra skipu lag en á stjórnartíma hans til þessa. Vald þingsins verður auk- iö og skoðanafrelsi. Þó verður haldið í „einsflokkskerfið“. Tjetta var erfið sigling út Eyja fjörð og einkum þó inn Siglufjörðinn. Við mættum fsn- um strax og kom út fyrir Sval- bakseyrina um kvöldmatarleyt- ið. Viö höföum það þó í gegn um ísspangirnar, með því að fára hægt í þær. Það var tungl bjart, þegar leið á kvöldið, en tunglsljósið leynir svolítið fsn- um. Við keyrðum því óvart á stakan jaka, á dálítilli ferð og það kom smá rifa á skipið á bóginn, stjórnborðsmegin. Hún var langt ofan við sjómál og aðeins smávægiieg. Við náðum tali af Sigurði Þor- kelssyni, skipstjóra á Hafern- inum, þar sem hann var stadd- ur á Siglufirði í gær eftir sögu lega siglingu út Eyjafjörð í gegn um íshroðann, en Haförn- inn hefur bjargað Norðurlands- höfnum með olíu og sigldi síð- astur skipa fyrir Horn á dög- unum, til þess; að færa Akur- eyringum bensfn og olíu. — Það er talsverður ís á Eyjafirði, sagði Sigurður, en það ■ eru bó alls staðar vakir inn á milli og faért á stærri skipum, en þó alls ekki nema í björtu. Vísitala byggingakostnaðar hækkar um 16 stig • Vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um sextán stig á sama tímabilinu frá október 1967 tii febrúar 1968. Nemur þessi hækk 156,37 kr. á hvern rúmmetra „vísitöluhússins.“ Hagstofan hefur nýlega reiknað út vísitölu bygging arkostnaðarins, sem gildir fyrir tímabilið marz — júní 1968 og er hún 314 stig miðað við grunn töluna 100 hinn 1. október 1955 en bafj jafngildir 3.043 stigum eft Sir eldri grundvellinum (1939—100) Byggingakostnaðurinn nefur sem sagt þrítugfaldazt frá árinu 193S © Kostnaðurinn hefur aukizt til tölulega mest á þakjárni, steypU' styrktarjárni, vír, hurða og glugga iárnum óg siíku, svo og á raflögn- um, hitalögnum, hreinlætistækjum og öðru slíku. Sement hefur einnig hækkað verulega svo og timbur. Flestir lið ir byggingakostnaðarins hafa hækkað til muna á þessu tímabili. FEIAGSIIF Þróttarar M—I og II flokkur Æfingar á Melavelli Þriðjudaga kl. 17.00 Fimmtudaga kl. 17.00 Sunnudaga kl. 10.00 f. h. Þjálfari. Átti Drangur ekki að fara I kjölfar ykkar út Eyjafjörð? Hann átti að leggj^ af stað í rnorgun, en ég mvndi segja að það væri mjög óráðlegt fyrir þá að leggja út á fjörðinn, og þýðingarlaust, eins og ástandið var. — — H^fðu önnur olíuskip komizt þessa leið fyrir Horn eins og þið? — Ég veit það ekki. Ég efast þó um það. Þetta skip er sér- staklega styrkt til siglinga í is. — Hvert haldið þið svo frá Siglufirði? — Það verður mjög erfitt að komast út Siglufjörðinn. Isinn er orðinn mjög þéttur á firð- inum. — En við höfum hugsað okkur að komast austur fyrir Sléttu og síðan til Englands. — Siglingaleiðin mun vera nokkuð hrein, austur með landinu. — Við ætlum að sækja gasolíu til Englands og vonumst til að vera komnir aftur þann 12. til Ak- ureyrar. — Þá vonum við líka að ísinn verði farinn frá. Sigurður Þorkelsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.