Vísir - 04.04.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 04.04.1968, Blaðsíða 8
8 VISIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritírtjóri: Jónas Kristjánsson Aös'oöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Ný viðhorf í Vietnam J}andah'kjast;óm hefur undanfama mánuði sætt vax- andi gagnrýnl fyiir hernaðarstefnu sína í Vietnam. Mikillar andúðar hefur gætt meðal fólks í Vestur-Evr- ópu. Dagblöð á Vesturlöndum hafa skrifað töluvert um hemað Bandaríkjanna og yfirleitt í gagnrýnistón. M. a. hefur Vísir hvað eftir annað birt leiðara, þar sem hvatt hefur verið til stefnubreytingar stjómar Bandaríkjanna. En óánægjan hefur einnig magnazt í Bandaríkjun- um. Andstæðingar hernaðarstefnunnar hafa fram til þessa að vísu verið í minnihluta, en þeir hafa sótt á. Tímamót urðu í þessu máli, þegar McCarthy öldunga- deildarþingmaður vann hinn fræga sigur sinn í próf- kjörinu í New Hampshire. Robert Kennedy, fyrrum dómsmálaráðherra, tók þá upp þráðinn. Hann bauð sig fram gegn Johnson og setti Vietnamstefnuna á oddinn. Fylgi tók fljótlega að streyma til hans, einnig úr röðum repúblikana og óháðra, þvi að vonirnar um, að Rockefeller, ríkisstjóri í New York, verði forseta- efni, hafa dofnað Verulega. Þessi þróun leiddi til þess að Johnson endurskoðaði matið ,á stöðu sinni. Allir vita, að röng stefna er eins og vítahringur, sem erfitt er að losna úr, þegar menn hafa fylgt henni lengi. En Johnson sýndi óvenjulegt hugrekki, þegar hann ákvað í senn að gefa ekki aftur kost á sér í forsetaframboð og að draga mjög úr loft- árásum á Vietnam. Hann fómaði hagsmunum sínum fyrir einingu, virðingu og siðferðisstyrk bandarísku þjóðarinnar. Ef Kennedy verður eftirmaður Johnsons, er nokkur ástæða til að vona, að Bandaríkin geti á ný veitt lýðræðisríkjum heims þá siðferðilegu for- ustu, sem þau nutu á valdatíma bróður hans. Bandaríkjaher hefur nú hætt loftárásum á megin- hluta Norður-Vietnam, þar sem 90% íbúanna búa. Með þessari ák\ 'rðun hefur Johnson forseti unnið siðferði- legan sigur, sem er meira virði en sigur í styrjöldinni sjálfri. Augu allra beinast nú að stjóminni í Hanoi. Nú á hún leikinn og getur sýnt hug sinn til sátta. Hún hefur þegar gefið til kynna, að hún vilji fallast á und- irbúningsviðræður. En því miður er líklegt, að hún flýti sér ekkert að ná samkomulagi. Hún þykist hafa náð frumkvæðinu í Vietnam með hernaðarsigrunum eftir áramótin og þykist geta ráðið friðarkostum. Þetta sýnir að Bandaríkjastjórn átti að stíga sátta- skrefið a. m. k. ári fyrr, þegar hún hafði betri samn- ingsaðstöðu. Nú á hún ekki um góða kosti að velja. En samningsaðstaðan í taflinu í Vietnam skiptir tiltölulega litlu máli í samanburði við almenningsálit- ið í heimínum. Þar hefur Bandaríkjastjórn tekizt að shúa taflinu við. Allur heimurinn horfir nú á viðbrögð Hanoi-stjórnárinnar. ) V í SIR . Fimmtudagur 4. apríl 19G8, ——^a—bm—tmmmmumlnwi.in.niiiif.inMl1huiiimb!■u.l'M.JIWIhlua: „Flestir Reykvíkingar vilja fá að klípa í heim- skautsbauginn, eða að minnsta kosti stíga ofan á hann.“ — „Við Grímseyingar verðum orðnir hundr- að árið 1970, það er þegnskylduvinna.“ — „Ég hafði vit á að byggja hérna megin við bauginn, það er svo anzi kalt norðan við hann.“ ► — Spjallað við Alfreð oddvita Jónsson, bónda á Básum í Grímsey, nyrzta bæ á fslandi. T glampandi sölskini og hörku- gaddi er lagt upp frá Akur- eyranflugvelli áleiðis til Gríms- eyjar með tveggja hreyfla vél Tryggva Helgasonar flugmanns. Ætlunin er að festa á filmu „landsins forna fjanda", hafís- inn, sem nú er aö leggjast upp aö ströndum landsins. Tryggvi mynni fjaröarins taka við sam- felldar ísspangir og þvi lengra sem kemur frá landi, því þéttari er ísinn. Vélin er hraöfleyg, enda gömul herflugvél og von bráöar er Grímsey í sjónmáli, fannhvít meö ísilagöa höfn og þakin ís- hrafli á allar hliöar. Alfreð Jónsson, oddviti í Grímsey. ferð norður um aö sunnan svo sem eins og einn isbjöm. Eftir því sem norðar dregur þéttist ísinn, og lítur nú orðið út eins og „mosaik“-mynd að sjá úr flugvélinni. Hvergi er sjáanlegur borgarísjaki. fsinn er eins og flatar hellur, frosnar saman. Á einstöku stað eru þó auöir álar og vakir í ísnum. „Nú erum við líklega yfxr Kolbeinsey“, heyrist kallað úr stjómklefanum, en hvergi er þó eyjan sjáanleg. „Það er ekkert að marka þaö,“ upplýsa Grímseyingar okkur. „Eyjan er þakin ís og ómögulegt aö þekkja hana frá ísjökunum“. Heldur þótti okkur verra að fá ekki að sjá eyjuna, fyrst einu sinni var komið svo langt norð- ur í haf, en við því er ekkert að segja. Innan skamms tekur vélin krappa beygju og snýr til baka suður á bóginn, og nú sést að- eins ógreinilega til fjallanna fyrir mynni Eyjafjarðar. Við nálgumst Grimsey aftur og Tryggvi segir farþegunum, sem hafa verið á eilífu feröalagi fram og aftur um vélina til að taka myndir, að spenna nú belt- in, og eftir örstutta stund er vélin lent á eyjunni. Oddviti þeirra Grímseyinga, Alfreð Jónsson, hafði verið blaðamanni mjög innanhandar á fluginu og upplýst hann um ýmislegt í sambandi við ísinn, býöur upp á kaffisopa í bæ sínum, Básum, nyrzta byggða bóli á íslandi. „Gakktu ekki mjög utarlega í túninu, þar liggur nefnilega heimskautsbaugurinn. Það er anzi kalt þar fyrir norðan“, seg- ir Alfreð þegar gengið er heim að bænum. „Þú vilt náttúrlega fá að þreifa á honum, eins og aðrir Reykvíkingar. Þeim þykir verst að geta ekki klipið í heim- skautsbauginn, eöa að minnsta kosti stigið ofan á hann,“ bætti Alfreð við. „Já, það er kalt þar fyrir noröan, enda haföi ég vit á að byggja bæinn minn héma meg- in við hann. Ég skal segja þér að fólk trúir því oft í alvöru heldur uppi reglubundnu á- ætlunarflugi út í Grimsey, og með honum í þessari ferð er sóknarpresturinn á Akureyri, Pétur Sigurgeirsson, því nú hafa Grímseyingar engan djákna lengur. Pétur ætlar að fara að hlýða fermingarbörnum sínum yfir, og koma síöan með Tryggva til baka. Ritstjóri Is- lendings, Herbert Guðmunds- son er einnig með iyförinni. Flogið er út Eyjafjörðinn, yfir Drang, þar sem hann situr fastur 'í ísnum á Akureyrarpolli, og má sjá hlykkjóttan, íslausan ál á eftir skipinu, þar sem það hefur brotizt; í gegn langleiöina út höfnina. Utar í Eyjafirðinum er víða auður sjór, en þó hvar- vetna stakir jakar á reki. Fyrir Um þaö leyti sem lent ér á eyjunni má sjá hafísröndina i nokkurra kflómetra fjarlægð, en þegar eyjan var yfirgefin skömmu síðar, mátti greinilega sjá að hafísinn hafði nálgazt mikið vestanverða eyjuna. Grímséyingar taka að sjálf- sögðu á móti flugvélinni, og hafa fljótlega orð á því viö Tryggva flugmann, „aö nú væri gaman að fljúga dálítið norður fyrir og vita hvort ekki séu sjáanlegir isbirnir". Tryggvi tekur vel í það, og innan skamms lyftir flugvélin sér frá Grímseyjarflugvelli og stefnt er í hánoröur. Grímseyingar eru hinir hress- ustu en mikið þótti þeim miöur aö geta ekki sýnt blaöamannin- Stigið á land í Grímsey. Frá vinstri: Herbert Guðmundsson ritstjóri á Akureyri, Alfreð Jónsson oddviti og séra Pétur Sigurgeirsson. \ V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.