Vísir - 04.04.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 04.04.1968, Blaðsíða 16
£uK2t VISIR Fimmtudagur 4. april 1968. Loðnukílóið á einu krónu Á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegs ins f gær var ákveðið að lágmarks verð á loðnu til frystingar á loðnu vertið 1968 skuli vera kr. 1.00 hvert kg. Verðið miðast við að seljandi af- hendi loðnuna á flutningstæki við hlið veiðiskips. SVONA SKEMMTIR ÆSKAN SÉR Suuðórkrókur í beinu sumbundi 1 dag klukkan 16.30 verður opn- uð sjálfvirk símstöð á Sauðárkróki. Símanúmerin verða 5100 — 5499, en svæðisnúmerið 95. Svæðisstöðin er á Brú í Hrútafirði og hefur hún verið sett upp. Stöðin á Sauðár- króki er frá L.M. Ericsson í Stokk- hólmi og hefur 400 númer, og 267 notendur veröa nú tengdir við hana. Um 38 sveitasímar verða þar hand- virkir fyrst um sinn. Ein ungu stúlknanna leikþátt. í fegurðarsamkeppninni. Hún er aö flytja Fá ekki aðgang að flugvellinum Tveir leigubílstjórar í Kefla- vík hafa veriö sviptir vegabréfi að Keflavíkurflugvelli og þar með aðstöðunni til leiguaksturs rinan fríhafnarinnar, annar tii eins mánaðar og hinn lengur, vegna meintrar óviðeigandi framkomu við herlögregluþjón. Það mun hafa verið gert að undir lagi vamarliðsins, sem hafði fariö þess á leit við viðkomandi yfir- 'völd, en mál leigubílstjóranna er nú í athugun hjá utanríkisráðu- neytinu og hafa báöir bílstjörarnir kært vegabréfssviptinguna, sem hefur skert tekjumöguleika þeirra. Svona árekstrar milli vamarliðs ins og Islendinga, sem vinna á Vellinum, hafa komið fyrir áður, en langt er nú orðið síðan og á und anförnum árum hafa samskiptin verið hin vinsamlegustu. Framkoma leigubílstjóranna 2ja við herlögregluþjóninn, sem hafði stöðvað þá fyrir meint brot á umferðarlögunum, varö þó tilfeni þess, að af hálfu varnarliðsins var utanríkisráðuneytinu send tilkynn ing um ,aö varnarliðið myndi fara þess á leit við lögreglustjóra Kefla víkurflugvallar, að hann svipti bílstjóranna vegabréfi á Völlinn. Var i tilkynningunni getið þess, að leigubílstjórar þeir, sem viðskipti heföu við Völlinn væru sérstök prúðmenni í framkomu, sem á- nægja væri að skipta við, utan þess ir tveir, og var nauðsyn þessarar umleitunar hörmuö. UPPBOÐ HJÁ EVU • Bæjarfógetinn á Akranesi hef ur auglýst, að 19. apríl n.k, fari fram uppboð á ýmsum munum Sokkaverksmiðjunnar Evu hf. I viðtali við Vísi, sagöi bæjar- fógetinn, Jónas Thoroddsen, aö þama væri ekki um gjaldþrot aö ræða, heldur nauöungaruppboö, sem margir aöilar hefðu fariö fram á. Hann kvaðst ekki geta sagt ná- kvæmlega til um, hversu skuld- irnar væru miklar, en skuldir viö »)»-■> 10. síöu. Reykvískt æskufólk fjöl- mennti í Austurbæjarbíó á mið- næturskemmtun þá, er Karna- bær og Vikan standa fyrir og er rétt nefnd „Vettvangur unga fólksins,* Er Óðmenn höfðu leikið eitt lag, tilkynnti kynnir kvöldsins Svavar Gests, að nú kæmu fram þær sex stúlkur, sem valdar höfðu verið í táningafegurðar- samkeppnina. Stúlkurnar gengu um salinn, að sjálfsögðu upp- gallaðar frá Kamabæ. Um lelð las Svavar upp svöi þeirra vió nokkrum spumingum, er fyrir þær höfðu verið lagðar, m.a. var spurt að því hvers vegna ungir menn neyttu áfengis. Þær voru yfirleitt sammála, að þeir gerðu þetta til að losna við feimnina »-!>■ 10. síða. Brú á Þjórsá ofan Tröilkonuhlaups Eins og áöur hefur verið sagt frá í Vísi, hafa að undanförnu staðið yfir framkvæmdir við Iagningu brúar yfir Þjórsá, ofan Tröllkonuhlaups. Brú þessi, sem er 120 metrar á lengd, mun gerð til bráðabirða vegna flutninga á efni til stíflugarðagerðar austan árinnar, en gífurlegir garðar verða reistir yfir Þjórsá á þessu svæði. Samkvæmt upplýsingum Árna Snævarr, hjá Almenna byggingafé- laginu voru nokkri öröugleikar við byrjunarframkvæmdir aö byggingu brúarinnar, en erfiðlegast gekk að „komast af stað út í straumvatnið.“ Jakaburöur og ísmyndarnir hafa ekki haft áhrif á framkvæmdimar. Árni sagöi, að brúargerðarflokkur, frá Vegagerð ríkisins. hefði verið ráðinn til að vinna verkið og væri því nú lokið með góðum árangri. Ekki sagöist Árni vita hvort brúin mundi standa áfram, eftir að fram kvæmdum við Búrfell væri lokið, brúin væri reist til bráðabirgða og því væri það óráðiö. Eins og fyrr segir er brúin 120 metra löng, reist á stöplum, sem hvíla á hraunbotni árinnar. Cv'vx'y- millj. á sl. ári — Frá aðalfundi Iðnaðarbankans Á aðalfundi Iðnaðarbanka ls- lands hf., sem haldinn var s.l. laugardag, kom fram að innláns aukning hafði verið 99.9 millj. kr. í sparisjóði eða 21,52%, en heildarinnlánsaukning var 96,4 milij. eða 18%. Útlánaaukning i bankans var 19,75%. Formaður bankaráðs, Sveinn B. Valfells flutti skýrslu um starf- semi bankans á síðasta ári, og Pét- ur Sæmundsen bankastjóri las upp j og skýröi reikninga bankans. Bragi ] Hannesson bankastjóri ,skýrði frá 1 starfsemi IðnlánasjóÖs. 1 Heildarútlán Iðnlánasjóös voru í árslok 294,5 millj. kr. Eigiö fé sjóðsins óx á árinu um 36,7 millj. kr. og er þá eigið fé sjóðsins 139,4 millj. kr. Kosning bankaráðs fór fram og voru endurko6nir þeir Sveinn B. í Valfells, Sveinn Guðmundsson og ] Vigfús Sigurðsson. Iönaðarmálaráð | herra skipaöi þá Guðmund R. Odds • son og Eyþór Tómasson í bankaráð ; ið. Endurskoöendur voru kosnir ; Þorvarður Alfonsson og Otto Sch- i opka. Komiö með, konuna á slysavarðstofuna. Hjónaslagur endaði á Slysavarðstofunni í ónefndu húsi í Árbæjar- hverfi átti sér stað allhörö rimma milli hjóna, laust eftir há degi í fyrradag. Bóndinn var að koma heim og mun frúin ékki hafa viljaö hann inn til sín, nema hvað karl lét þá hendur skipta, ruddist inn í íbúðina meö fyrirgangi. Kom þar til átaka m'ílli þeirra hjóna. Hár- reitti Húsbóndinn konu sina og veitti henni aðra áverka, svo að flytja varð hana á slysavarð stofuna á eftir. í þessum látum brotnuðu hús gögn i íbúöinni, enda mun að- gangurinn hafa verið allharður og var kallað á lögregluna úr nærliggjandi ibúðum. Kom hún fljótt á vettvang og flutti hús- bóndann niður í grjót til yfir- heyrslu. Sjónarvottar segja að konan hafi verið með ljóta áverka eftir þessa atgöngu og hafi misst blóð á leiðinni á slysavarðstof- una. Frá aðalfundi Iðnaðarbankans. Fé Iðnlánasjóðs óx um 36.7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.