Vísir - 04.04.1968, Side 4

Vísir - 04.04.1968, Side 4
-X Universal Studios — kvik- myndatökufélagið í Hollywood — hefur látið það berast, að þeir vonist til þess að geta fengið franska ólympfukappann, Jean- Claude Killy, til þess að skrifa undir samning við þá um kvik- myndaleik. Segjast þeir hafa á- kveðið hlutverk í huga fyrir hann í myndinni „Winning", þar sem aðalhlutverkin verða í höndum Paul Newman, Robert Wagners og Joanne Woodward. Killy er ætlað að leika kappaksturshetju franska. * Liv Ullmann, sem ávann sér al- þjóðlega frægð fyrir leik sinn „Persona" eftir Ingmar Bergman hefur nú fengið stórtilboð um hlutverk í kvikmynd, sem bráð- Iega verður hafizt handa við Svfþjóð eftir hinni frægu skáld- sögu Wilhelms Mobergs, „Vest- urfararnir. Einn helzti mótleikar Liv Ullmann. verður Max von Sydow, sem nú mun vera einn þekktasti leikari Norðurlanda. Myndin mun verða tveir hlut- ar og verður byrjað að taka hana í litum og fvrir breiðtjald í janú- ar 1969 og miðað við, að frum- sýning verði um jólaleytið 1970. -X Elvis Presley lætur engan bil- bug á sér finna. Um árabil hefur hann verið einn hæstlaunað skemmtikraftur f heimi, og um daginn tók hann á móti 42. gull plötu sinni. en það eru verðlaun sem hver dægurlagasöngvari fær ef plata með honum selst f mill' ón eintökum. Ákveðinn hundraðs hluti af w« hvprrar nlötn rerm ur f vasa Presleys, svo að hann er ekki. á flæðiskeri staddur. Hann hefur skotið meira en hundrað menn til bana Með riffli sínum hefur hann skotið meira en hundrað menn til bana. Arthur Hare heitir hann, en nú er langt um liöið, síöan hann hefur snert á riffli. Núna fæst hann við blómarækt, þar sem hann er garðyrkjumaður á óðali einu í Sussex-fylki í Englandi. En í síðasta stríði var hann leyniskytta, ein sú bezta í brezka hernum, og nú er nýlega komin út bók um ævi hans, sem auðvit- að heitir „Leyniskyttan." Hann var fæddur og uppaljnn i sveit og þar lærði hann tvær meginreglur sem áttu eftir að koma honum að góðu haldi síðar: Þögn og þolinmæði. En einmitt þessa hæfileika þarf leyniskvtta í stríði að hafa. Frá Þýzkalandi árið 1943 skrif aði Arthur konu sinni: „1 dag sá ég nokkrar engjarósir ... Þeg- ar öllu þessu er lokið, hugsa ég að mig langi til að verða garð- yrkjumaður. Það væri dásamlegt að hjálpa einhverju að vaxa og gróa eftir allt það sem við höfum lagt í auðn. Sophia Loren reynir að tolla tízkunni i Margir verða víst að fara á út- sölu, þegar þeir vilja fata sig upp, en Sophiu Loren finnst það bezta ekki of gott. Eins' og marg- ar aðrar frægar konur dvelst hún í Parísarborg þéssa dagana, til að kaupa þar klæðnað, sé'm saum- aður er samkvæmt nýjustu kenj- um tízkukónganna. Myndin er tekin af Sophiu, þar sem hún er á leiðinni út úr tízku stofnun Christians Diors. For- stjórinn, Marc Bohan, fylgir henni til dyra og kyssir riddaralega á hönd hennar. — Eftir öllu að dæma hefur hún keýpt eitthvað. ■í* <S>- Verður Haraldur síðasti konungur Norðmanna? 81 af 150 stórþingsmönnum Noregs eru hlynntir konungdómi 81 af 150 stórþingsmönnum í Noregi telja ekki, að trúlofun Sonju Haraldsen og Haralds krón prins muni leiða til þess aö kon- ungsveldiö verði af lagt í Nor- egi, er niðurstaða skoðanakönnun ar, sem skýrt var frá í norska blaðinu „Aktuell.“- 31 stórþingsmannanna voru þeirrar skoöunar að trúlofunin mundi hafsi í för með sér upp- lausn konungsveldisins, en 8 gáfu mismunandi svör eins og: „það er of snemmt að spá um slíkt“, „við skulum bíða og sjá hvað setur“ og „ég vil ekki svara þessu eins og stendur." Meðlimir stóru flokkanna gáfu yfirleitt ekki afdráttarlaus svör, en flestir íhaidsmannanna bjugg- ust ekki við neinum vandamál- um. Meðal þeirra sem svöruðu ját- andi voru flestir þeirrar skoðun- ar, að Haraldur mundi verða síð- asti konungur Noregs. Aðsent bréf. „Bið þig, góði Þrándur, að taka litla fyrirspum í þátt þinn. Á ekki framleiðsla á Coca-Cola drykknum að vera eins, hvar sem hann er framleiddur og þar af leiðandi, ef svo er, — sama bragð og keimur af honum, hvort sem hann er búinn til á íslandi eða t.d. i Bandarikjum Norður-Ameríku? Mér kemur það nefnilega spánskt fyrir sjón ir, að íslenzk framleiðsla á nefndum drykk er svipur hjá sjón á móti bandarískri fram- leiðslu á sama drykk. Bragðið af bandariskum Coca-Cola-drvkk er sterkara og með sérstökum fínum, bragðgóðum keim, en virðist alls ekki sams konar drykkur, þó að hann eigi kannski að vera það. Hvað vantar í tslenzku fram- leiðsluna á Coca-Cola-drykkn- um? Gleymist eitthvað hér á fslandi af efnum, sem eiga að leiðslu ar“. þessa vinsæla drykkj- S.P.Á. Þessum málum er ég allsendis iiða, sem háðu kappieik á dög- unum. Þó liðin bæru ekki sigur- orð af ölium, þá standa íslenzku liðin í miðjum hópi og niarka- fara i drykkinn eða hvað vel ur þessum gífurlega mismun á gæðum íslenzkrar framleiðslu á þessum bó eftirsótta drykk, og bandariskri? Væri vel begiö að fá skýringu á þessum fyrirbrigðum í fram ókunnugur, en varpa fyrirspurn- inni hér með fram, viökomandi til athugunar. íþróttasigrar. fþróttaunnendur fagna frammi stöðu íslenzkra unglingalands- í tapleikjum ber þess vott, að ekki er um algjöran æf- ingaskort að ræða njá islenzku liðunum, þó bau töpuöu. Jafn- vel í tanleikjum eru íslenzku liðin talin hafa sýnt góðan og þjálfaðan leik. Bréf um bílrúður. Þættinum hefur borizt bréf frá ferðaiangi, sem oft þarf að ferðast með langferðabílum, og vill hann koma á framfæri beiðni um það, að gluggar lang ferðabifreiða séu betur þrifnir. Hann sepist oft hafa rætt þetta við bílstjórana, en þeir virðast ekki taka tillit til slíkra um- kvartana, né koma þeim á- ieiðis. Oft eru rúðurnar óhrein- ar og stundum svo hrfmaðar, að maður veit ekki hvað ferð- inni miðar fyrr en komið er á leiðarenda. Farþegar í langferðabifreiöum vilja gjarnan geta horft út um gluggana meðan á ferð stendur, enda margir möguieikar til að fjarlægja hrím og frostrósir. Þrándur í Götu. ) /

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.