Vísir - 04.04.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 04.04.1968, Blaðsíða 9
V í S IR . FimmtueSagur 4. apríl 1968. . .ræsœæiXttT&SmmXföBMm IÁÍ V ' - ■' -■■■■ ■■ -■ .-■/■■ ■■'**■ að það sé kaldara þarna norðan viö, en ég hef nú ekki gert neina landamerkjalínu þarna ennþá. Það getur verið að mað- ur geri það seinna. Við höfum aðeins þessi gulu merki þarna, eins og þú sérð,“ segir Alfreð og bendir. Við göngum nú inn í bæinn og þar stendur húsmóðirin me3 rjúkandi kaffi og bakkelsi og við spöllum við Alfreð yfir kaffibollanum. ,,Já, ég er nú búinn að vera hér vddviti í 11 ár, og kann al- veg prýðilega við mig.“ „Hvaða verðlaunapeningar eru þetta hérna uppi á vegg hjá þér, Alfreð?“ spyrjum við og bendum á flauelisspjald þakið peningum og orðum. „Ja, þetta er nú frá því að maður var í fþróttunum" segir Alíreö og þá munum við að einhver hafði sagt að Alfreð hafi verið kunnur skíðagarpur á sínum yngri árum, og einnig margverðlaunaður fyrir afrek á sviði frjálsiþrótta og knátt- spymu. „Já, maður fæst nú lítið við það nú orðið, enda orðinn of gamall fyrir slíkt.“ " " ■■"■ . . . -■■■"■■■;. ■ ■■■-...■ 7 -"■■■■ ■■.:■■■■ ■, ....................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... •••■•« •" ■■:■:•■■• , ••• •>•■■■ gf | - mS^mSSm Mynni Ólafsfjarðar, Eyjafjörður vinstra megin. Flogið er lágt yfir ísnum, sem þéttist eftir því sem fjær dregúr landi. (Ljósm. Vísis, Þórunn). yfir heimskautsbauginn „Hverrýg eru samgöngurnar hérna hjá ykkur eyjaskeggj- um?“ „Jú, þær eru allgóðar, einkum síðan Tryggvi fór að fljúga hingað reglulega. Nú, svo kemur Drangur /alltaf af og til. Líklega kemur hann ekki fyrr en í fyrsta lagi upp úr páskum núna, því nú er siglingaleiðin lokuð.“ „Nú hefur þú veriö hér 1963, þegar hafísinn var sem mestur hérna við landið. Sýnist þér að ástandið ætli að verða svipað núna?“ „Ja, þetta byrjar alveg eins. Það er ekki gott að segja um slíkt. Ég er nú bjartsýnn mað- ur, en gamla fólkið sem hefur búið hér í fleiri áratugi segir, að þetta sé versti vetur hvað veðurlag snertir slðan fyrir aldamót. Ég skal segja þér, það er straumurinn sem hefur mest áhrif á hafísinn, það er ekki svo mikið vindáttin. En auðvit- að er mest hreyfingin á ísn- um, þegar straumar og vindar. hjálpast að.“ „Hvernig hefur afkoma ykk- ar Grímseyinga verið í vetur?“ „Afkoman er bara góö. Hér framleiða allir kjöt fyrir sig, en kúnum fer fækkandi, guði sé lof. Þær eru nú heldur leið- inlegar, enda bara þrjár eftir í eyjunni. Sfðan við fórum að fá 10 lítra hymurnar frá Akureyri, er engin þörf fyrir /kýr. — Nú svo höfum við róið í vetur. Gæftir voru góðar í janúar og febrúar, en slæmar í marz, enda höfnin lögð.“ „Hvað eru íbúar eyjunnar margir?“ „Þeir munu víst vera rétt orðnir 90, já og tveir á leiðinni, — ja, sjáanlegir, maður veit svo .sem aldrei um hitt. Við ætlum okkur að vera orðnir eitt hundrað 1970, það er þegn- skylduvinna.“ „Hvernig lízt ykkur á að fá sjónvarp hingað á eyjuna?“ „Ó, bærilega. Mér fyfidist nú að það ætti að setja endurvarps- stöö fyrir sjónvarpiö hér á eyj- una, héðan er bein loftlína fyrir svo að segja allt Norðurlandið. En það verður líklega aldrei gert.“ „Þaö hefur mikið verið talað uip að sameina hreppana hér í sveitunum- í Eyjafirði, og jafn- framt að sameina hreppa Gríms- eyjar og Hriseyjar, viö hreppa í landi. Hvemig lízt þér á •það?" „Sameina hreppa Grímseyjar og Hn’seyjar? Það lízt mér ekki á. íetta er sjálfsagt ágætt’í landi, en ég held að það sé ill- framkvæmanlegt þegar um eyj- ur er að ræða.“ Um leið og við ljúkum við kaffisopann þökkum við Alfreð fyrir kaffið. x „Presturinn er víst búinn að spyrja bömin“, segir húsmóðir- in, og þá er ekkert til fyrir- stööu aö leggja af stað. Við göngum út á hlaöið og kveöjum heimafólkið. Alfreð kemur með okkur út að vélinni, en hann er umboðsmaður Tryggva í eyjunni. Vélinni er rennt út á brautar- endann, en þar bíður prestur- inn, ásamt nokkrum farþegum, sem ætla í land. Bílar em engir til í Grímsey, en nokkrár drátt- arvélar, upplýsir Herbert Guð- mundsson okkur, þegar vélin er rétt komin út á enda. Farþegamir stíga um borö, presturinn siöastur, og sezt hann í afstasta sætið f vélinni. „Það er bezt að ég sé hérna í „predikunarstólnum“,“ segir séra Pétur. „Maöur getur þá messaö ef á þarf að halda“, og með það rennur vélin af stað. Eftir augnablik sést eyjan úr lofti, höfnin, bæimir 17, og gulu stikurnar, sem marka heimskautsbauginn sjást eitt andartak, en hverfa síðan. Frá því að flogið hafði veriö yfir eyjuna nokkrum stundum áður hefur ísinn þétzt greini- lega og þegar við fljúgum fyrir mynni Eyjafjarðar, og sjáum inn í Ólafsfjörðinn, er hann nú orðinn fullur af ís, aö heita má. Þegar við komum yfir, Akur- eyri, sjáum við að Drangur hef- um komizt sína leið út um ísinn á Akureyrarpolli, og er hann líklega síðasta skipið sem siglir á þessum slóðum að svo stöddu. Við lendum heilu og höldnu á Akureyrarflugvelli eftir ævin- týralegt og skemmtilegt ferða- lag norður yfir heimskauts- bauginn, og kveðjum ferðafélag- ana og flugmanninn Tryggva Helgason. Drangur fastur í ísnum á Ák- ureyrarpolli, bærinn í baksýn. eöa hva6?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.