Vísir - 04.04.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 04.04.1968, Blaðsíða 7
VlSIR . Fimmtudagur 4. apríl 1968. 7 m morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd í raorgun ’útlönd- Norður-Vietnam féllst í gær á undir I HANOI hefur verið birt yfirlýsing í útvarpi, sem sainkvæmt heimild- um þeirra manna í Washington, er gerst fylgjast með málum, er þar talin felai í mikilvægar játningar, er bendi til að stjóm Norður-Ví- etnams sé tilleiðanleg að setjast að samningaborði, á „grundvelli hjnn- ar takmörkuðu stöðvunar á sprengjuárásum (á N.-V.), sem haf- in er.“ Ekkert bendir til, segir í NTB- frétt, hvenær eða hvar „undirbún- ingur að samkomulagsumleitunum fari fram,“ en stungið' hafi veriö upp á undirbúningsviðræðum. — Minnt er á, að Johnson forseti hafi fyrr útnefnt hinn reynda stjóm- málamann Averill Harriman, sem sérlegan sendimann sinn viö vænt- anlegar samningaviðræður við Norður-Víetnam. Ennfremur var sagt í NTB-frétt, að tilboð Norður-Víetnams um við- ræður hafi verið samvafið venju- legum ásökunum í garö Bandaríkj- anna um ofbeldi, og endurtekið, að ekkert geti forðað hinum „banda- rísku árásarmöinmun frá algerum ósigri“, ef „áframhald verði á styrj- öldinni" og ennfremur var þar sagt, að „yíetnamska þjóðin myndi berj- ast undir forystu Ho Chi Minh þar \ til lokasigur væri unninn. Þá var fjölyrt um, að Johnson hafi verið tiineyddur versnandi stjómmálalegr ar aðstöðu sinnar vegna til þess aö takmarka sprengjuárásimar, og var drepið á innanlandsvandamálin í því sambandi og almenningsálitið í Bandaríkjunum. Innan í öllum þess- um umbúöum fólst fyrsta vitneskja um afstöðu stjórnar N.-V. eftir að Johnson flutti ræðu sína áðfara- nótt föstudags. Stjórnmálasérfræðingar, sem Reuter-fréttastofan ræddi við, telja aö tilboðið um undirbúningsviðræð- ur geti orðið til þess að rutt veröi af vegi erfiöleikunum, sem verið hafa Þrándur í Götu allrar viðleitni til þess að hefja samkomulagsum- leitanir um frið, en þeir benda á, áð mikiö sé komið undir túlkun bandarískra leiðtoga á tilboöinu, er þeir hafa athugað það í einstökum atriöum. I tilkynningu frá Hvíta húsinu var sagt, að forsetinn hefði rætt við Robert Kennedy og Humphrey varaforseta. Vilji N.-V. til við- ræðna, segir í NTB-frétt, er talinn mikill álitssigur fyrir Johnson for- seta og er mikið um annir í Hvíta húsinu. Gleöi er sögð rikja meðal áhrifamikiMa ieiötoga í öldunga- deildinni yfir þessu seinasta við- horfi Hanoistjórnar, þótt sumir hafi iagt áherzlu á, aö „styrjöld- inni sé ekki enn lokið“, eins og það er'orðað. U Thant framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna fagnaði £ gær fréttinni, um aö stjórn Norður-Viet nam væri reiðubúin til samkomu- lagsumleitana um frið, segir í fram- haldsfregn frá NTB í gær, „og ilýsti þaö von sína, „að sú yrði reyndin aö stigiö hefði verið ákveö- ið skref í áttina fil loka hins mikía harmleiks í; Vietnam.“ Og U Thant kvað það sér hið mesta ánægjuefni, að þessi hefði verið árangurinn af frumkvæði Johnsons forseta, að draga úr hern aðaraðgerðum. Hann kvaðst þeirrar trúar, að friö arumleitanir gætu byrjað eftir nokkra daga, ef öllum sprengjuárás um og öllum öðrum hernaðaraðgerö um yröi hætt. I London var og af opinberri hálfu fagnaö tilboði stjórnarinnar í Hanoi um undirbúningsviðræður. „Þetta eykur trú vora á því, sagði opinber talsmaður, „að £ áttina stefni til réttlátrar og varanlegrar lausnar". Fregnin barst til London meðan Harold Wilson enn beið eftir opin- beru svari við málaleitan Stewarts utanríkisráðherra um, að Bretland og Sovétríkin beiti sér fyrir friðar- ráðstefnu. v.... • ■ ......... .............................. Myndin er frá Prag, tekin er þúsundir borgara höfðu safnazt saman fyrir utan forseta- höllina, til þess að hylla hinn nýkjörna forseta, Ludvig Soboda, sem þjóðþingiö kaus forseta með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. / Æ (leiri fara ianda milli í sínum eigin bílum B'ilaferjur — b'ilaferjuhafnir Á þessu ári munu irskar bíla- i Mikil aukning þessarar starfsemi ferjur flytja 300.000 farþega. • er ráðgerð og aö komið veröi upp Siobhán McKenna % %. \ Sile ni Chonaill. Fjörutíu ára afmæli merks leikhúss Fjörutiu ára afmæli á þessu ári Taibheardina Gaillenhe leikhúsið í Dyflinni sem flytur leikrit á irsku (gelisku). Þetta er 200 sæta leikhús, sem fær 12.000 stpd. rikisstyrk á-ári. Alls hafa verið sýpd í þessu-lejk- húsi 400 leikrit. Meðal kunnustu , i leikara, sem þar hafa komið fram, eru leikkonan Siobhán McKenna og Walter Macken. Leikkonan Sile ni Chonaill vakti nýlega mikla athygli fyrir leik sinn i leikritinu „An Triail", eftir Mái- réad Ni Gráda. Johnson flýgur til Honululu í dag Johnson Bandaríkjaforseti til- kynnti í gærkvöldi að hann mundi leita sambands við stjórnina í Hanoi til þess að finna grundvöll til samningsumleitana um frið í Vietnam. Hann flutti þjóð sinni þennan boðskap í útvarpi og sjónvarpi að- eins 5 klukkustundum eftir að til- kynnt hafði verið í Hanoi, aö stjóm Norður-Vietnams féllist á undir- búningsviðræður að samkomulags- umleitunum. Johnson forseti flutti ræðu sína eftir að hann hafði ráðgazt við helztu ráðunauVa sína. Hann kvaðst mundu leggja af stað til Hawai £ dag 'til að ráðgast þar við fulltrúa Bandaríkjanna i Saigon. Forsetinn m-> 10. síða. i fleiri bílaferju-höfnum (ferryports). i Samstarf er viö hliöstæöa starfsemi á meginlandinu og Bretlandi og er m. a. búizt viö mikilli aukningu ferðafólks frá meginlandinu, sem feröast i sínum eigin bílum. — Fyrir 1975 munu bílaferjufarþegar verða orðnir hálf milljón á ári og 200.000 bílar fluttir á bílaferjum. Verið er aö byggja bílaferjuhöfn í Dyflinni, sem veröu;- hin fullkomn- asta í Evrópu. Ný bílaferjustarfsemi hefst í maí milli Dyflinnar og Liv- erpool og nýjar bílaferjuhafnir verða teknar í notkun fyrir bílaferj urnar milli Cork og Swansea i Wal- es. Þar verður ný ferja í notkun. sem nær 24 hnúta hraöa, en hrað- skreiðasta ferjan á írlandshafi nú er „Munster", smíöuð í Þýzkalandi, hún nær 22. hnúta hraða. í smíð- um í Cork Verolme skipasmíðastöð inni er bílaferjan Leinster, sem yeröur hleypt af stokkunum á hausti komanda, en hún á að geta flutt 220 bíla og 1200 fárþega. Hún er 4500 lesta skip og áætlaður kostnaður 2,3 milljónir punda. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.