Vísir - 26.04.1968, Page 3
3
V í S IR . Föstudagur 26. apríl 1968.
MYNDSJÁ
Wi’
Rækjan er „pilluð“ í höndunum
Vinna úr ,rauðagulli' hafsins
Karlinna Jóhannesdóttir vigtar réttan skammt fyrir hvern
pakka...
get meö engu móti skilið
hvers vegna rækjuveiðin er
skömmtuð, — rækjan er eins
og hver annar göngufiskur, og
engin hætta á að við skeröum
stofninn.
Sá sem þetta segir er Böðvar
Sveinbjarnarson, framkvæmda-
stjóri Niðursuðuverksmiöjunnar
h.f. á ísafirði, annarrar tveggja
rækjuvinnsla þar i höfuöborg
Vestfjarða. Og í ríki Böðvars
er sannarlega ekki deyfð eða
atvinnuleysi. 50 húsmæður og
þrír karlmenn gefa sér vart tíma
til þess aö líta upp frá starfa
sínum andartak, því nóg er aö
gera. Það eru sjö bátar sem
sækja á miðin fyrir verksmiðj
una, og um leið og rækjan er
komin inn í hús er hún ísuð —
þá er hæfilegt magn soðiö og
síðan fiutt inn á kvennapall til
skelflettingar, hreinsunar og
loks pökkunar í frystingu eða
til niðursuöu.
Þaö var "fyrir rúmum þrjátiu
árum að þessi verksmiðia hóf
starfsemi sfna, eða áriö 1936,
og þegar MYNDSJÁIN leit þar
inn á dögunum var hálft hundr-
að kvenna að búa þetta „rauöa-
gull“ hafsins undir frystingu.
Og þrátt fyrir alla tækniþróun
nútímans er rækian enn skel-
flett í höndunum einum í Niður
suðuverksmiðjunni h.f. — Ekki
vegna þess að hugvitsmenn hafi
ekki fundið upp sjálfvirk tæki
til þess ama, heldur er hand-
fletta rækjan betur unnin, og
þótt hún sé þar af leiðandi dýr-
ari, þá er hún um leið eftir-
sóttari til skreytinga, og síðast
en ekki sízt, — veitir fleirum
atvinnu. Ekki veitir af.
Rækjan flokkuð.
Dósirnar merktar og gengið frá þeim til flutnings.
#•••