Vísir - 07.06.1968, Blaðsíða 5
5
VtSIR . Föstudagur 7. júní 1968.
Fallegt og
vel snyrt hár
í sólskininu
'Y/'el snyrt og hreint hár er eitt
’ af undirstöðuatriðum snyrt
ingarinnar, en þegar fer að vora
og hlýna i veðri viíl oft verða
erfitt að halda hárinu glans-
andi og hreinu. Sólarhitinn hit-
ar hársvörðinn, og hár sem hef-
ur tilhneigingu til að verða feitt,
verður oft klesst 2-3 dögum eft-
ir\að þaö er þvegið. Þurrt hár
hins vegar verður gljálaust og
hart viðkomu og upplitast oft
mjög mikið.
^yk af götunum sezt i hárið
og þurrt loftslag gerir það að
verkum, að liðir haldast iíla í
hárinu. En þrátt fyrir allt þetta,
er hreint og fallegt hár aldrei
eins þýðingarmikið og einmitt
yfir sumarið, þar sem sól-
arljósiö kemur miskunnarlaust
upp um óhreinindi í hárinu.
Gljáandi og fallegt hár er mjög
mikil prýði og sólskinið end-
urspeglar gljáann í hárinu. Fall-
egt, vel hirt hár, er því án efa
ein mesta prýði konunnar, þeg-
ar hún fer að spóka sig í sól-
inni, og að sama skapi löstur
hennar, ef það er illa hirt og
óhreint.
Nóg um það, nú skulum við
snúa okkur að því nýjasta f
hársnyrtingu. Óhætt er að full-
yrða að dagar hárlakksins eru
taldir í bili, a.m.k. sem daglegt
snyrtiefni.
Raunar hefur hárlakkið alltaf
verið mest notað yfir veturinn,
enda síður en svo fallegt að
sjá stíft ,,lakkað“ hár í sólskini
og sunnanblæ. Vindurinn á að
fá að blása um hárið og sólin
að skína í gegnum það, og hár-
lakk á helzt ekki að koma nærri
hárinu yfir sumarið, nema við
sérstök tækifæri. Að vísu er eft
ir sem áður nauösynlegt að eiga
hárlakkshrúsa til kvöldnotkun-
ar, þar sem margar hárgreiðsl-
ur tolla ekki nema dálítið lakk
sé notað. Hárlakksframleiðend-
ur eru líka komnir býsna nærri
því að geta framleitt „ósýni-
Iegt“ hárlakk, og stífa, harða
hárlakkið, sem var algengast fyr
ir nokkrum árum, hefur nú vik-
ið fyrir mýkra og léttara hár-
lakki, sem hægt er að greiða úr
hárinu.
Þær sem hafa feitt hár, ættu
tvímælalaust að reyna að nota
krullujám til að liða hárið, eða
rúllur, sem eru hitaðar, en þær
eru komnar hingað til lands fyr-
ir nokkru. Sumar plastrúllur er
líka hægt að hita á ofni eða
jafnvel í heitu vatni, og flýta
þær þá nokkuð fyrir því að hár
ið þorni.
Ef hárið upplitast í sólinni er
sjálfsagt að skola það úr góðu
hárlitunarefni. Verið óhræddar
við að skola hárið eða jafnvel
lita, ef það er mjög illa farið,
en látið afgreiðslustúlkumar í
snyrtivöruverzlunum eða hár-
greiðslukonurnar hjálpa ykkur
til að velja réttan lit.
Góður hárlagningarvökvi er
að sjálfsögöu mjög nauðsynleg-
ur, jafnvel þó að hárið eigi
ekki að vera mikið liðað, því að
í flestum tilfellum verðtir það
miklu viðráðanlegra og virkar
þvkkra. Hárþvottaefni ættu lfka
að vera valin af kostgæfni, og
sjálfsagt er að skipta nógu oft
. um. Svo er raunar með allar
snyrtivörur. Það á ekki að nota
sömu snyrtiv. árið út og árið
inn, heldur skipta um snyrti-
vörumerki með dálitlu millibi'li.
Robert F.
Kennedy —
-> 3. siðu. *
meina Kina aðgöngu að Sam-
einuðu þjóðunum.
1 forsetatið Johns F. Kenned-
ys var Robert Kennedy talinn
forsetanum næstur að áhrifum í
landinu og vissulega var hann
hans hægri hönd. Hann lagði
sig fram viö úrlausn allra vanda-
mála, sem stjórnin varð að leysa
og ber þar framar öðrum að
nefna mannréttindamáiin, sem
voru hans sérlega veri'efn' sem
dómsmálaráðherra. Þegar hætt-
an mikla kom til sögunnar út
af Kúbu var Robert Kennedy
meðal fárra valinna manna, sem
forsetinn leitaði ráða hjá áður
en hann tók ákvarðanir.
Robert Kennedy var ágætur
iþróttamaður f mörgum grein-
um. Hann gekk að eiga Ethel
Skakel 1950. Þau áttu 7 sonu
og 3 dætur og Ethel gengur nú
með ellefta barn þeirra.
Sú spurning mun ofarlega í
margra hugum, ekki aðeins i
ættlandi hans, landi forustu-
þjöðar í heimmum, heldur um
heim allan, þar sem hann er
sárt syrgður, hvað taki við,
eftir dauða Roberts Kennedys,
sem svo miklar vonir voru
bundnar við. En um það verður
engu spáð, hvort maður komi
i manns stað, þar sem hann
var, til þess að vera forustu-
maður í baráttunni fyrir betri
heimi; heldur skal í allri hóg-
værð minnt á orö þeirra leið-
toga heims, sem látið hafa i
ljós þá von, að það sem gerzt
hefur, verði umhugsunarefni öll
um, og að úr því mvrkri harms,
sem þjakar hjörtu manna finn-
ist leiðir til ljóss og betra lffs.
Fyrir aðeins kr. 68.500.oo getið þér fengið staðlaða
eldhúsinnréttingu i 2 — 4 herbergja ibúðir, meö öllu tll-
heyrandi — passa I flestar blokkaribýðir,
Innifalið i verðinu er:
0 eldhúsinnrétting, klædd vönduöu plasti, efri
pg neðri skápar, ásamt kústaskáp (vínnupláss tæpir 4 m).
^ ÍSSkápUr, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I
kaupstaö.
^uppþvottavél, (Sink-a-matic) ásamt eldhúsvaski.
Uppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manns og aö auki má nota
hana tíl minniháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi).
0 eldarvélasamstæða með 3 hellum, tveim
ofnum, grillofni og steikar- og bökunarofni. Timer og önnur
nýtízkú hjálpartæki.
0 Iofthreinsari, sem með nýrri aðferð heldur eid-
húsinu lausu við reyk Og lykt. Enginn kanaii — Vinnuljós.
Allt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söluskattur
innifalinn) Éf stöðluð innrétting hentar yður ékki gerum viö
yður fast verðtilboð á hlutfallslegu verði. Gerum ókeypis
Verðtilboð f éldhúsinnréttingar f ný og gömul hús.
Höfum efnnig fataskápa, sfaðlaða.
— HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR -
K I R KJ UHVOLI
REYKJAVfK
S f M I 2 17 16
HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS
Á mánudag verður dregið 16. flokki.
2.200 vinningar að fjárhæð 6.200.000 krðnur
í dag er seinasti heili endumýjunardagurinn.
Happdrætti Háskóia íslands
6. flokkur.
2 á 500.000 kr.
2 á 100.000 -
74 á 10.000 -
298 á 5.000 -
1.820 á 1.500 -
Aukavir.ningar:
4 á 10.000 kr.
2.200
1.000.000 kr.
200.000 -
740.000 -
1.490.000 -
2.730.000 -
40.000 kr,
6.200.000 kr
Sch warz ■ Weiss — Úrval
Á Laugardalsvellinum í kvöld kl. 20.30. Síðasti leikur Þjóðverjanna hér á landi.
Tekst úrvalinu að sigra Atvinnumennina?
Í.B.K.