Vísir - 07.06.1968, Blaðsíða 8
3
V í SIR . Föstudagur 7. júní 1968,
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sfmi 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178, Sfmi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vfsis — Edda hf.
Allt hefur skuggahliðar
Eftir síðustu heimsstyrjöld náðu kommúnistar völd-
um í Austur-Evrópu. Þar sem kosningar höfðu farið
fram, hafði alls staðar komið í ljós, að þeir voru í
minnihluta. En byltingar þeirra voru framkvæmdar
í skjóli rússnesks hervalds.
Hætta var á, að Vestur-Evrópa færi sömu leið. Þess
vegna var Atlantshafsbandalagið stofnað. Bandalag-
inu tókst að stöðva þessa þróun og tryggja frið í Evr-
ópu. Þessi samtök vestrænna ríkja voru órjúfanlegur
veggur, sem Rússum fannst ekki árennilegur.
Styrkur NATO fólst meðal annars í því, að það var
svæðisbandalag. Strandríkin í Evrópu, bæði við At-
lantshafið og Miðjarðarhafið, tóku almennt þátt í því.
Vamarkeðjan náði óslitin yfir Evrópu frá norðri til
suðurs.
Þar sem NATO var svæðisbandalag, var ríki eins
og, Portúgal tekið með. Þar viku réttlætissjónarmið
fyrir hagkvæmnissjónarmiðum. Þessi ákvörðun var
vafasöm, en skiljanleg í ljósi þess, að stjórnarhættir
í Portúgal voru þrátt fyrir allt skárri en í Austur-Evr-
ópuríkjunum. En það er einnig skiljanlegt, að mörg-
um vesturlandabúum þyki lítill sómi að bandalagi við
Portúgal.
Vandi NATO hefur aukizt við byltinguna í Grikk-
landi. En til of mikils er ætlazt, er því er haldið fram,
að NATO hafi átt að beita valdi til að steypa herfor-
ingjastjóminni. Slíkt væri hættulegt fordæmi. En
NATO-menn hafa gert of lítið af því að beina hugs-
unarhætti valdhafa Grikklands inn á lýðræðislegri
brautir.
Ekki bætir úr skák, að NATO varð fyrst til að veita
herforingjastjórninni í Grikklandi þá viðurkenningu,
sem hana hefur lengi þyrst í, en engin ríkisstjóm
viljað veita. Við heræfingar á Krít í síðasta mánuði
voru teknar myndir af grískum ráðherrum í heiðurs-
sætum við hlið NATO-hershöfðingja. Þessar myndir
hafa Grikkirnir svo getað notað til að sýna, að þeir
séu húsum hæfir í vestrænu samstarfi. Þessi alvarlegi
atburður á sjálfsagt eftir að koma NATO í koll.
Þannig em ýmsar skuggahliðar á samstarfinu í
NATO, og það er mikilvægt að gera sér grein fyrir,
hverjar þær eru og hvað sé til úrbóta. íslendingar em
ömgglega í hópi þeirra, sem vilja, að NATO stefni
að því að verða aðeins bandalag lýðræðisríkja og
engra einræðisríkja.
En þetta má samt ekki villá menn. Björtu hliðamar
á NATO em yfirgnæfandi. Og enginn efi er á, að
NATO mun áfram gegna mikiívægu hlutverki, þótt
Rússar séu nú friðsamari en áður og kalda stríðið sé
að hverfa. Ef NATO nyti ekki við, væri hætta á, að
Sovétríkin reyndu á ný að þenja sig til vesturs. Ör-
yggið, sem NATO veitir, er ómetanlégt.
Getum við geymt fisk-
inn í 30 daga óf rystan
— og kartöflur i 2 ár? — Geislavirkasfa tæki sem hingað hefur kom-
ið. Hundrað þúsund sinnum geislavirkara en geislatæki Landspitalans
Cvo kynni aö fara, áö fólk gæti
geymt kartöflur sínar í tvö
án án þe^s að þær skemmdust
og fiskinn ferskan í þrjátíu daga
án þess aö frysta hann.
Hingað til lands er nú komið
tæki, sem reyna á í Rannsókna-
stofnun sjávarútvegsins og er
það notað til þess að geisla mat-
væli og auka þannig geymslu-
þol þeirra verulega.
Verið er að setja tæki þetta upp
að Skúlagötu 4. Verða hér gerö-
ar tilraunir meö geislun á fiski,
en ekki mun þó loku fyrir það
skotið, að reynt verði að geisla
aðrar fæðutegundir, svo sem
kartöflumar, sem gjama vilja
skemmast hér seinnipart vetrar
og á sumrum.
Þessar rannsóknir eru gerðar
á vegum ríkissjóðs íslands og
Bandaríkjanna, Matvælastofnun
ar Sameinuðu þjóðanna og Al-
þjóðakjamorkumálastofnunar-
innar.
Þetta er langsamlega geisla-
virkasta tæki sem komið hefur
hingað til lands.Geislamagn þess
er hundrað þúsund sinnum
meira en radíummælingatækis
geislavamastofnunarinnar í
Landspítalanum. Geislamagn
jæss er 35.000 curie. '
Hins vegar er fyllsta öryggis
gætt í sambandi við þetta geisla-
virka tæki. Það smitar ekki
geislun þótt það lendi í eldi, né
þótt það falli 12 metra. Taekið
er slegið utan 17 tonnum af blýi
og allt hið rammgerasta og •
fyllsta öryggis gætt við notkun
þess
Geislun hefur verið viður-
kennd aðferð til þess að auka
geymsluþol ýmissa matvæla, svo
sem kartaflna, kommats, svína-
kjöts o. fl. — Hins vegar hefur
þessi aðferð ekki verið viður-
kennd í sambandi við fiskinn þar
eð óttazt er að í honum kunni
að myndast eiturefni, sem ekki
myndast við geislun á öðrum
matvælum. Ætlunin mun meö
þessum tilraunum hér að sann-
reyna aðferðina við fiskinn.
Stórauknir síldarflutningar
og söltun um borð í skipum
á sildarvertiðinni i sumar — Bætt hiónusta við sildveiðiflotann
J^íkur eru til að flutningaskip-
in á síldarmiðunum í sum-
ar verði helmingi fleiri en i
fyrra, að þvi er segir í áliti
nefndar þeirrar, sem skipuð var
til þess að gera tillögur um ráð-
stafanir vegna síldarvertíðarinn-
ar i sumar. Gert er ráð fyrir
aS þessi skip annist olkiflutn-
inga og aðra birgðaflutnínga til
flotans.
Nefnd þessi hefur nýlega skil-
að áliti og fela tillögur hennar
í sér bætta þjónustu við síld-
veiðiflotann og aukna síldar-
flutninga af miðunum.
Segir í áliti nefndarinnar, að
líklegt sé, að læknir verði fáan-
legur til þess að veita sjómönn-
um læknaþjónustu á sumri kom-
anda. fái hann til þess aðstöðu
óg þau kjör, sem hann krefst,
en um þau er ekki samið enn-
þá. Læknirinn yrði væntanlega
um borð, í varðskipi, en tvö
stærstu varðskipin eru sem
(junnugt er búin aðstöðu til
lækninga. Varðskipin verða sam
kvæmt tillögum nefndarinnar að
taka að sér ýmsa aðra þjónustu
við flotann, svo sem loftskeyta-
þjónustu á fiskileitartækjum
in telur nauðsynlegt að um borð
í varðskipunum veröi aðstaða
fyrir viðgerða- og varahluta-
þjónustu á fiskileitartækjum,
sem myndu spara skipunum
mikla snúninga, en þau verða
tíðum að hverfa af miðunum
vegna bilaðra tækja og sigla
langa leið til lands til viðgerða.
LÍÚ hefur tekið að sér að ann-
ast ráðningu viðgerðamanna um
borð í varöskip. Björgunar- og
köfunarþjónustu við sildarflot-
ann mun m.s. Goðinn hins veg-
ar annast eins og í fyrra.
Mikið saltað um borð.
Búizt er við að miklh meira
magn verði saltað á miöunum
í sumar en í fyrra, bæði um
borð I veiðiskipunum og í móð-
urskipum. Telur nefndin nauð-'
synlegt að greiðsla til einstakra
útgeröarmanna, sem kunna að
flytja sjósaltaða síld til hér-
lendra hafna verði ákveöin fyrir
fram.
Þá hefur nefndin gert athug-
anir varðandi hausunar- og slóg-
' dráttarvélar fyrir síldveiðiflot-
ann sem og um hentugar um-
búöir fyrir saltsíld um borð í
skipunum en trétunnumar
þykja miður heppilegar til sölt-
unar um borð í skipum.
Þá telur nefndin nauðsynlegt
að auka ísframleiðslu sem Rost-
ur er á stöðum, sem næst eru
sfldarmiðunum.