Vísir - 11.09.1968, Page 3
VíSIR . Miðvikudagur 11. september 1968. ' 3
»V>AAAAA/V>AA/WWWWWWWW^/WW\^VW\AAA/WVWWVW\AAAAAAAAAA/WWV^AAA<WAAAAAAA/\AA/VW\/W\AAAAAAA/\AAA/*
rjýrasta kvikmynd, sem gerö
héfur verið, ér kvikmyndin
um Kleópötru, drottningu Egifta
lands, en sii mvnd kostaði um
tvo og hálfan milljarð islenzkra
króna, nánar til tekið krónur
2.394.000.000.00. Á næstunni
verður varla gerð svo dýr mynd
á Islandi, svo að hér verða
menn að sníða sér stakk eftir
vexti, og notast við það sem
til fellur.
Tveir ungir áhugamenn um
kvikmyndagerð hafa nú hle.ypt
Mjófilmuklúbburinn Smári
2.394.000.000.00 kr. eða 2.394.00 kr.
YNDS
af stokkunum kvikmyndaklúbbi,
þar sem þeir hafa undirbúið að-
stöðu fyrir aðra með sama á-
hugamál með það fyrir augum,
að þeir geti komið saman og
unnið að eða rætt hugðarefni
sitt.
Myndsjáin fór og heimsótti
þessa tvo menn, sem heita Jón
Axel Egilsson og Skúli Ámason,
þar sem þeir voru að leggja slð-
ustu hönd á fráganginn í húsa-
kynnum klúbbsins að Langholts
vegi 27. Húsakynnin eru I bíl-
skúr, sem þeir félagar hafa end-
urbætt, svo að þar inni er orðið
vistlegt. Þeir hafa komið fyrir
sýningarklefa og tjaldi, borðum,
þar sem aðstaða er til að klippa
myndir og vinna að þeim, og
þar að auki borðum og stólum,
þar sem menn geta setið og
spjallað saman eða lesið í kvik
myndaritum.
„Þetta hefur lengi verið mín
tómstundaiðja", sagði Jón Axel,
„og klúbbnum höfum við Skúli
komiö upp til að aðrir geti tek-
ið þátt 1 þessu áhugamáli okkar.
Til þess að menn fái inntöku
þurfa þeir ekkert að hafa nema
áhugann. Hér fá þeir aðstöð-
una.“
Skúli tekur undir þetta. Viö
spyrjum, hvort ekki sé dýrt
að setja upp heilt kvikmynda-
ver. „Þetta kemur smám sám-
an. Við leggjum núna fram þau
tæki, sem okkur hefur tekizt
að eignast, en ætlunin er, að
klúbburinn eigi í framtíðinni
sín tæki.“
Fyrirtækið heitir „Mjófilmu-
klúbburinn Smári", og orðið mjó
filma gefur til kynna, að félags
menn fást einkum við að gera
mynd á 8 mm filmu eða 8 mm
Super.
Báðir eru þeir Jön Axel og
Skúli aö gera leiknar myndir.
Þeir fá kunningjana til að leika
og nota aðeins það sögusvið,
sem engu þarf að kosta upp á.
„Það eru fjölmargir", segja
þeir, „sem eiga 8 mm kvik-
myndatökuvélar, en fæstum dett
ur í hug að dytfa eitthvað að
myndum sínum og klippa þær
— þessir menn fá ekki nema
hálfa ánægju út úr kvikmynda
gerðinni. Hér gerum viö hlut-
ina á annan hátt.“
vv5bUI1Il vu kjxvuxi iiivuuai iiiui 11111a
Skúli Árnason í kvikmyndasýningarklefanum, sem er búinn
sýningarvél af fullkomnustu gerö.
Jón Axel við klippiborðið að dytta að myndinni, sem hann er að gera. Sjálfur leikur hann a
hlutverkið í henni, og til að falla betur inn í það hefur hann látið sér vaxa skegg.
V
/
/
i