Vísir - 03.10.1968, Page 5
V f’S I R . Finuntudagur 3. október 1968.
Fjármál heimila og þjóð-
félagsfræði
fvær skemmtilegar nýjurtgar i Náms-
flokkum Reykjavikur i vetur
N* fara Námsflokkar Reykja-
■wfcir að hefja starfsemi
sioa og er ástæða til J>ess að
benda konum á ýmis efni, sem
þar verða á kennsluskrá — sum
í fyrsta sinn. Félagsfræði er eitt
þessara efna og fjármál heimila
annað. Auk þess verður haldið
áfram með flokkinn foreldra-
fræðsla, sem varð mjög vinsæll
í fyrra.
Þær konur, sem hafa áhuga á
að fræðast, komast út fyrir veggi
heimilisins og ræða ýmis hugðar
efni eða skapa sér ný, hafa góða
aðstöðu til þess f námsflokkun-
um. Kennsla er skipulögð á
þann veg að hún fer fram á
kvöldin, sem er til hagræðis fyr-
ir þá, sem bundnir eru viö vinnu
eða heimilisstörf, að degi til.
Kennslustundirnar eru einu
sinni til tvisvar í viku. Til þess
að gera nemandanum auðveld-
ara fyrir eru tveir kennslutfm-
ar oft hafðir saman á kvöldi og
t.d. leikhúskynning og kynning á
íslenzkum bókmenntum eru
hafðar sama kvöld, ef einhverjir
eru svo áhugasamir um listir, að
þeir vilji láta innrita sig i báð-
ar greinamar. Þetta fyrirkomu-
lag sparar sporin og tímann,
sem fer f það að komast á
kennslustað. Þaö mælir einnig
með námsflokkunum að kenn-
arar í erlendum tungumálum
eru yfirleitt af viðkomandi
þjóðernum og kennslan fer
fram á málinu sjálfu sér-
■staklega fyrir þá, sem lengra eru
komnir. Kennslan er einnig lff
ræn eins og í leikhúskynning-
unni, félagsfræðinni og f flokkn-
um um fjármál heimila, þar
sem umræður fara fram og
spurningar og svör milli kennara
og nemenda. Ekki sízt mælir það
með námsflokkunum, að þeir eru
ódýr tómstundaiðja þar sem
innritunin í hvem flokk fyrir
sig kostar ekki nema 250 kr. fyr-
ir allan veturinn.
Enginn er of gamall né ungur
til að leita fræðslu og í náms-
flokkunum blandast hinir ólík-
ustu aldursflokkar saman báðum
að gagni.
Þá er að ræða nánari tilhög-
un hinna ýmsu greina. Kennari
flokksins, Fjármál heimila, er
Eiríka Friðriksdóttir, hagfræðing
ur og kennsla í þessum flokki
fer fram á miðvikudagskvöldum.
Fyrir áramót verður hagnýt
heimilishagfræði kennd, hvem-
ig eigi að verja peningunum til
heimilishaldsins sem bezt. Eftir
áramót er hins vegar hugsað að
láta umræður fara fram. Efni
það sem verður til umræöu og
kennt í flokkunum er annars
þetta: Ráðstöfun þjóðartekna og
heimilin, hlutfallsleg skipting
neyzlu, fjárhagsáætlun heimil-
anna, einfalt heimilisbókhald, í-
búðarkaup, lestur hústeikninga
og samningsgerð, innréttingar,
kaup varanlegra húsmuna, athug
un verðs, gæöa og magns. Loka-
atriði — athugun athugasemda
nemenda og umræður. Ýmislegt
annað verður einnig tekið til um
ræðu í þessum skemmtilega og
nýstárlega flokki.
Fóstrur annast foreldrafræðsl-
una að einhverju leyti fram að
jólum. Meðal þess, sem veröur
kennt og fjallað um eru Ieik-
föng bama, föndur og söngleikir,
sem má koma upp t.d. i barna-
boðum öllum til ánægju. Eftir
jólin kennir Margrét Margeirs-
dóttir fræðilegt efni um upp-
eldismál og þá fara fram um-
ræður og spurningum svaraö.
Einnig verður eitthvað rætt um
barnasálfræði.
Þjóðfélagsfræðina kennir
Björn Stefánsson, sem er nýkom
inn frá námi í Svfþjóð. Ungt fólk
hefur sýnt þessum málum mik-
inn áhuga að undanfömu, en
ekki veitir þeim eldri af að fylgj
ast meö þeim ekki sízt til þess
að verða ekki algjörlega utan-
gátta þegar þessi áhugamál ung-
dómsins ber á góma.
Leikhúskynninguna, sem ver-
ið hefur vinsæl undanfarin ár
annast Vigdís Finnbogadóttir
kennari að þessu sinni og er
hún á mánudögum. Þá verður
enn einu sinni tekin upp kennsla
í sænsku og hinir málaflokkarn-
ir halda áfram. Til gamans má
geta þess að í spænsku eru nem
endur komnir á fimmta ár og
ættu nú að vera tunguliprir á
þetta suðræna mál. Einnig eru
framhaldsnemendur f þýzku,
sem ræða þýzkar bókmenntir
fullum fetum.
Of langt yrði að rekja öll
námsefni námsflokkana en um
1 hjá skólastjóranum Ágústi Sig- l / urðssyni. Kennslan fer fram í ] Mliðbæjarskólanum. '
Meira en fjórði Ifí hyer miði vinnurHi
i Dregið 5. október Dragið ekki oð endurnýja
Vöruhappdrætti SÍBS
HannyrBanámskeici
er haldið á vegum Hannyrðabúðarinnar á Lauga-
vegi 63. hófst 1. október. Myndflos, glitsaumsteppí,
svo sem „Sofðu rótt“ „Vetrarfer<*“, landslagsmyndir,
Krýningin o.m.fl. Ryateppi, smymateppi ásamt fleiri
handavinnu, sem fæst í búðinni. Innritun í verzluninni
daglega.
SÓLBRÁ
Laugavegi 83.
Kuldaúlpur á skólabörn. — Unglingafatnaður — Leik-
föng í úrvali.
Aðvörun til húseigenda
Vegna síendurtekinna kvartana viljum við
hér með ítreka aðvörun okkar til húseigenda
við auglýsingum ýmissa réttindalausra aðila
um húsaviðgerðir, og benda húsbyggjendum á
að leita upplýsinga hjá samtökum byggingar-
iðnaðarmanna.
Meistarafélag húsasmiða,
Trésmiðafélag Reykjavíkur.
FRAMLEIÐENDUR:
TIELSA, VESTUR-ÞÝZK
GÆÐAVARA OG
JÓN PÉTURSSON
HÚSGAGNA'
FRAMLEIÐANDI
[□lalglálalslalálÉilEÍIalaEIsÍEÍIalálliIálála
ál
ál
m
E1
ei
B1
B1
B1
BLDHUS-
Bllálálálálálálálálálálálálálá
% KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI
% STAÐLAÐAR
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI
OG ÖLL TÆKI FYLGJA
% HAGKVÆMIR
GREIÐSLUSKILMÁLAR
ODDUR HF
UMBOÐS-
OG HEILDVERZLUN
KIRKJUHVOLI
SÍMI 21718 og 42137
FULLKOM1Ð SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI
TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNlNGAR
FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA
ÚRVAL AF ÁKLÆBUM
LAUGAVEO 62 - SlM110625 HEIMASlMI 63634
BÖLSTRUIM
Svefnbekkir í úrvali á verkstæðisverði
TÆKIFÆRISKAUP
Höfum nýtengið ROTHO hjólbörur, kr
1185—1929, v-þýzk úrvalsvara, eirmig úr-
val af CAR-FA toppgrindum, þ. á m. tvö
földu burðarbogana vinsælu á alla bíla
Mikið úrvai nýkomiö af HEYCO og DURO
bíla- og vélaverkfærum, stökum og I sett
um, einriig ódýr blöndunarfæki, botnventlar og vatnslásar. Strokjárn kr
405. — Málningarvörur. — Allar vörur á gamla veröinu. — Póstsendum
INGÞÓR HARALDSSON H/F, Grensásvegi 5, simi 84845.
-.Í3B
• .F-Mar