Vísir - 03.10.1968, Qupperneq 7
7
. ESmmtudagHr 3. október 1568.
*gun-
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd
Götubardagar í Mexíkóborg
9 Mexikó-borg logaöi í óeirð-
um í gærkvöldi. Stúdentar voru
á ferli, kveiktu í húsum og vörp
nön grjóti að Iögreglunni. Óeirö-
irnar brntust út eftir að her-
menn höfðu skotið á mann-
fjöfda, sem safnazt hafði saman
tíl fundar á torgi einu í norður-
hteta borgarinnar.
• Opinberar heimildir hafa
skýrt frá því, að minnsta kosti
einn maður hafi fallið, þegar
hermenn með byssustingi á
byssum sínum ásamt skriðdrek-
um og þyrilvængjum gerðu á-
rás á hina 15.000 þátttakendur
í mótmælafundinum.
• Margir særðust eða slösuð-
ust á einn eða annan hátt í ó-
eirðunum, þegar hermenn og
leyniskyttur skintust á skotum.
Meðal hinna særðu er Jose
Hernandez Toledo, hershöfðing-
inn yfir hinum 1300 hermönn-
um, sem lögðu undir sig há-
skólasvæöið ekki alis fyrir
löngu.
Verður hershöfðingi varafor-
setaefni Wallace?
% Bandaríska útvarps-
stöðin Columbia hefur til-
kynnt, að George Wallace
frambjóðandi til forseta-
kjörs hafi nú loksins valið
sér varaforsetaefni. Út-
varpsstöðin segir, að fyrir
valinu hafi orðið 62 ára
gamall hershöfðingi, Lem-
ay að nafni.
• Lemay var iierráðsforingi í
flughernum 1961—65. Hann er sagð
ur vera yfirlýstur stuðningsmaður
þess, að haldið verði áfram stöð-
ugum loftárásum á Norður-Víet-
nam, og sömuleiðis er hann ein-
lægur fylgismaður beitingar kjarn-
orkuvopna.
9 Ekki hafa ennþá borizt fréttir
af því, hvort þetta hefur verið staö
fest af viðkomandi aðilum, en fram
til þessa hafa veriö ýmsar flugu-
SexhurafæSing
/ Bretlandi
□
Brezk kona, sem í tíu ár
hefur langað til að geta eign
azt bam, hefur alið sexbura.
Sexburarnir, fjðrar stúlkur og
tveir drengir, voru allir á Iífi,
er þeir fæddust, en stúlkan, sem
fæddist síðust, dó klukkustundu
seinna.
Móðirin, frú Sheila Ann
Thorns, gekk undir hormóna-
lækningar í tvö ár, þegar hún
hafði leitað læknis, vegna þess,
að hún gat ekki eignazt barn.
Sexburamir, sem vega frá 0,91
kg til 1,36 kg, fæddust tveimur
mánuðum fyrir tímann og voru tekn
ir með keisaraskurði. Sjálf fæðing-
in stóð aðeins í þrjár mínútur.
Fæðingarlæknirinn Margaret
Shotton var yfirlæknir sérfræðing-
anna, sem aðstoðuðu við fæðinguna,
og hún sagði, að of snemmt væri
enn að segja fyrir um, hvort nokk-
urt þeirra fimm barna, sem enn eru
á lífi, mundi komast á legg. I fyrsta
lagi eftir hálfan mánuð getum við
eitthvað um það sagt, sagði hún.
í ágúst var tekið eftir því, að
frú Shotton mundi að líkindum ala
fimm eða sex börn, og þess vegna
var fæöingin vandlega undirhúin
og sérfræðingar fengnir til aðstoð-
ar.
Við fæöinguna var einnig dr. Art-
hur Crook, einn helzti sérfræðing-
ur Breta í hormónalækningum.
Sexburafæðing er að sjálfsögðu
afar sjaldgæft fyrirbæri, og talið er
að líkur á slíkri fæðingu séu einn
á móti þremur milljörðum, en á síö-
ustu tímum hafa hormónalækning-
ar þó heldur aukið líkurnar.
fréttir á kreiki um hugsanleg vara-
forsetaefni Wallace. Síðast barst
út sú frétt, að kvikmyndaleikarinn
frægi John Wayne mundi verða fyr-
ir valinu, en hann hefur hershöfð-
ingjatign í varaliði bandaríska hers-
ins. Sá orðrómur var þó borinn
harðlega til baka, og skýrt frá því,
að Jolin Wayne væri ákafur stuðn-
ingsmaður Nixons.
Blaðamenn hraktir
frá Tékkóslóvakíu
Nokkrum erlendum
blaðamönnum í Prag hef-
ur verið neitað um land-
vistarleyfi. Þetta er al-
mennt túlkað sem bein að-
gerð gegn fréttamönnum
vestrænna landa í Tékkó-
slóvakíu.
Einn fréttamaður hefur þegar yfir
gefið landið, og aðrir hafa á prjón-
unum ráöagerðir um aö fara að
dæmi hans. Brezkur biaðamaður,
sem dvalizt hefur í Tékkóslóvakíu
og skrifað um atburðina þar frá
fyrstu dögum innrásarinnar, kveðst
hafa fengið það svar, er hann fór
fram á að fá dvalarleyfi sitt fram-
lengt, aö hann yrði að fá meðmæla-
bréf frá tékkneska utanríkisráðu-
neytinu.
Þessar takmarkanir virðast að-
eins eiga við um fréttamenn frá að-
ildarríkjum Atlantshafsbandalags-
ins.
Upp á síökastið hafa ýmsir aðilar
í Tékkóslóvakíu látiö í ljósi óánægju
yfir greinum, sem birzt hafa í vest
rænum blöðum. Þetta hlýtur að
stafa af auknu eftirliti Sovétmanna,
því að frá innrásinni til þessa hafa
fiestir erlendir fréttamenn getað
skrifað alveg eftir eigin höfði.
Fundur með Rusk og
Grómíkó í stöðvum S.Þ.
• Bandaríski utanrikisráðherrann,
Dean Rusk, og hinn sovézki starfs
bróöir hans, Andrej Grómíkó, hitt-
ust til viðræðna í stöðvum sovézku
sendinefndarinnar í byggingu Sam
einuðu þjóðanna.
• Samtal þeirra stóð yfir í um
það bil eina klukkustund, og fjall-
aði, að því sagt er, aðallega um á-
standið í löndunum fyrir botni Mið
jaröarhafs, Þetta er fyrsti fundur-
inn með svo háttsettum mönnum
frá stórveldunum, síöan innrásin
var gerð í Tékkóslóvakíu fyrir sex
vikum síðan.
• Þessi fundur er talinn gefa til
kynna, að áhugi sé ríkjandi hjá
báðum aöií’um í þá átt, að komizt
veröi hjá fullum vinslitum, þrátt
fyrir innrásina í Tékkóslóvakíu.
Nixon segir banda-
ríska flotann úreifan
Richard Nixon, forsetaefni
repúblikana, segir Bandaríkin
dragast aftur úr í siglingum..
9 í ræðu hefur Nixon for-
setaframbjóðandi repúblikana
í Bandaríkjunum borið fram
ásakanir gegn Johnson for-
seta og Stjórn hans fyrir að
hafa vanrækt verzlunarflota
landsins og þannig lagt
grundvöllinn að því, að árið
1970 verði Sovétríkin mesta
siglingaþjóð heims. Þetta
kom fram í ræðu, sem Nixon
hélt í Norfolk, en þar er
helzta flotahöfnin á norður-
strönd Bandaríkjanna.
e Nixon benti á, að fiskveiði-
floti Sovétríkjanna er þegar sá
stærsti í heimi, og Rússar hafa
nú tekið forustuna á sviði haf-
rannsókna. Hann sagði ennfrem-
ur, að yrði hann kjörinn forseti
mundi hann sjá til þess, að
Bandaríkjamenn næðu aftur for-
ustu á þessum sviðum.
9 Það er vitaö mál, að banda-
ríski verzlunarflotinn hefur nú
um iengri tíma átt í erfiðleik-
um, og hefur að miklu leyti ver-
ið háður ríkisaðstoö í einni eða
annarri mynd.
1938 BERKLA VARNADAGURINN
30 VINNINGAR
S.Í.B.S. 30 ÁRA
Berklavarnadagurinn er á sunnudaginn.
30 glæsilegir vinningar í merkjahappdrættinu.
Blað og merki dagsins seld um land allt.
30 VINNINGM
20 Blaupunkt ferðaútvarpstæki
10 Blaupunkt sjónvarpstæki