Vísir - 23.10.1968, Qupperneq 9
V í SIR . Miðvikudagur 23. október 1968.
HVERGI FINNST GRIÐASTAÐUR
Veröldin er klofin vegna baráttu tveggja
stjórnmálakerfa, og enginn skyldi halda,
að hann geti verið yfir jbó baráttu hafinn
Það eitt er víst í þess-
arí sundurklofnu
veröld, að útilokað er að
ætla sér að leiða allt hjá
sér, hvað annað sem svo'
má til bragðs taka. Eftir
tuttugu ára kalt stríð
ætti ekki að vera þörf á
að taka það fram, að
mikilvægasta málið á
síðari hluta tuttugustu
aldar er skipting heims-
ins milli kommúnista
og and-kommúnista, og
að afleiðingar þessarar
skiptingar snerta okkur
öll. Eigi að síður er nauð
synlegt að taka þetta
fram, því að þeir sem
vilja yfirgefa skipið hafa
aftur látið til skarar
skríða.
Vegna þess að bæði Banda-
ríkjamenn og Rússar hafa bak-
að sér óvinsældir vegna Víet-
nam og Tékkóslóvakíu, hefur
talsveröur fjöldi fólks ákveðið
aö segja enga afstööu taka til
hins mikla áreksturs stjórnmála-
kerfanna, sem olli vandræða-
ástandinu í Víetnam og Tékkó-
slóvakíu.
Sams konar hlutur geröist á
sjötta tugi þessarar aldar, þeg-
ar hópur stjórnmálamanna frá
Asíú og Afríku reyndi að halda
því til streitu, að til væri nokk-
uð, sem kalla mætti ..þriðja
heimsveldið“ sem mundi halda
sig utan við hinar miklu deil-
ur milli austurs og vesturs. —
Þetta var ekki til, og mögu-
leikinn þess vegna ekki fyrir
hendi. Svipað geröist aftur um
1965, þegar Charles de Gaulle
varð næstur til að leita að griða
staðnum, sem hvergi finnst. Nú
er þetta að gerast í þriöja sinn.
Það er ungt fólk úr vinstra armi
stjórnmálanna, sem leitar að
þeim pólitíska griðastaö. sem
þeim Nehru og de Gaulle tókst
ekkj að finna.
Það var útilokað þá, og það
er útilokað nú. því að engin
þriðja valdamiðjan er til, sem
haldið gæti uppi leitinni að út-
gönguleið milli kommúnism-
ans og vestrænna stefna. Auð-
vitað er það mögulegt fyrir ein
stök ríki að vera hernaðarlega
hlutlaus. Það er mögulegt fyrir
þau að eiga viðskipti við báða
aðila. Og jafnvel er það mögu-
legt — þótt það verði sífellt
erfiðara — að þiggja peninga
matvæli og stálver af báðum að-
ilum.
Jgn það er útilokað að vera
hlutlaus stjórnmálalega.
Þegar öllu er á botninn hvolft,
eru tvær leiðir, og aðeins tvær
sem nútímaríki geta skipulagt
stjórnmála- og efnahagslíf sitt
eftir.
Önnur þessara er leið Leníns,
eins og hún hefur verið tekin
upp af hinum 14 kommúnista-
stjórnum í heiminum. Sam-
kvæmt henni eru allar meirihátt
ar ákvarðanir á öllum sviðum
fólgnar í hendur öguðum komm
únistaflokki, sem lýtur miö-
stjórn sinni. Hin leiðin felst i
valddreifingarkerfi Vestur-
landa, sem byggist á samkeppni
milli nokkurra óháðra fjármála
og/eða stjórnmálamiðstöðva.
Ekkert land er til, sem ekki
er tiltölulega auðvelt að skipa
niður i annan hvorn þessara
hópa. Stigmunur þekkist í hvor-
um hópnum um sig, en slíkur
munur er minni heldur en hið
breiða bil, sem er millj hópanna
tveggja. Þrátt fyrir allan ágrein-
ing eiga Albanía og Júgóslav-
ía meira sameiginlegt, hvað
grundvallarskipulag snertir —
heldur en þessi lönd eiga skylt
er jafnstór og nokkru sinni fyrr.
Fram að 21. ágúst var hægt
að ímynda sér aö ný tegund
kommúnisma væri að myndast í
Austur-Evrópu, með hliðsjón af
því, sem hafði verið að gerast,
fyrst í Júgóslavíu og síðan í
Tékkóslóvakíu, ný tegund
kommúnisma, se mundi sam-
eina grundvallarsetninguna um
eignarrétt hins opinbera og hæg
fara en stöðuga þróun í átt
til valddreifingarkerfis i efna-
hagsmálum og jafnvel, að lok-
um, á stjórnmálasviðinu.
Innrásin f Tékkóslóvakiu hef
ur gert þessa von að engu. Að-
eins í Júgóslaviu er enn verið
að gera raunverulega tilraun til
að gera kom. lúnismann frjáls
lyndari og jafnvel þar á enn éft-
ir að koma á daginn, hvort Rúss
ar muni láta þessa tilraun af-
skiptalausa, og hvort tilraunin
heppnast virkilega, þótt svo
fari, að Rússar haldi að sér
höndunum. Unz frjálslyndari
menn taka við völdum í Moskvu
eða unz hið ólíklega gerist og
Júgóslövum heppnast tilraun
sín án þess að þeir taki tillit til
Moskvuvaldsins, þá er sú stað-
reynd fyrir hendi, að öll hin
raunverulegu iýöræðisríki ver-
innrásin í Tékkóslóvakíu hefur
gert. Hún hefur einnig komið
fólki til að minnast þess hvar
þungamiðja valdsins liggur í
hvoru hinna miklu valdakerfa.
Hún liggur í Amerfku og Rúss-
landi, og þar mun hún verða
svo lengi sem þessi tvö lönd
viðhalda núverandj yfirburðum
sínum á sviði efnahags- og
hernaðarstyrks.
Ekkert land er algerlega óháð
öðru hvoru þessara ríkja. Annað
hýert land byggir að töluverðu
leyti á öðrum hvorum þessara
DUBCEK
hlýðni.
— kúgaður til
KOSYGIN — sendi skrið-
dreka til að stöðva þróun mála
f Tékkóslóvakfu.
við nokkurt hinna and-kommún
istisku ríkja.
Dagsatt er, að mörg ríki í
hinum and-kommúnistíska hluta
heimsins byggja efnahagskerfi
sín á valddreifingu, án þess
að um slíkt sé að ræða í stjórn
málum þeirra, það er að segja:
þau eru kapftalísk ríki en ekki
lýðræðisríki. Þetta^ er svolítið,
sem róttækir menn á Vestur-
löndum ættu að kitla samvizku
sína meö eins og tvisvar daglega
fyrir morgunverð. En þetta koll
varpar ekki grundvallarmunin-
um milli hinna tveggja hc' .s-
hluta Það sem Rússar hafa gert
við Tékkóslóvak'u gerir bað
deginum Ijósara, að munurinn
DE GAULLE — fremur sam-
starf við kommúnistríkin held-
ur en Ameríku.
aldar eru hin and-marxistísku
riki handan við hina miklu
markalínu.
JJeyndin sannai það, að vald-
dreifing í stjórnmálum en
hún er það sem gerir Iýðræði
mögulegt, vex bezt úr jarðvegi
efnahagskerfis, þar sem vald-
dreifing ríkir. Þetta eru ef til
vill chki fullgildar sannanir, en
þetta er það, sem við verðum
að láta okkur nægja að hafa í
höndunum.
Það sem innrásin í Tékkó-
slóvakíu minnir fólk á er að
svona er grundvallarskipting
heimsins í dag. Hún hefur gert
að engu þá skoðun de Gaulles
hershöfðingja, að munurinn
milli kommúnista og and-komm
únista í Evrópu sé ekki eins
mikilvægur eins og niismunur-
inn milli Evrópumanna og
Ameríkana.
Aðalmálið á næstu tuttugu
árum er ekki frá hvaöa meg-
inlandi maöur kerhur eða hvern
hörundslit maður hefur Aðal-
málið er þaö hvort hinna
tveggja kerfa, miðstjórnarkerfi
Leníns eða vestræn valddreif-
ing. f'est fólk mun búa við eft-
ir eina kynslóð frá þvi I dag.
Aftur erum við komin að kjarna
málsins.
Þetta er ekki það eina sem
JOHNSON — Bandarikin
sýna á sér tvö andlit.
risa iðnað sinn, fjárhagslega að-
stoð, tækniráðgjöf, og sem síð-
asta skjól, hernaðarvernd. Lín-
umar liggja annaðhvort til
Moskvu eða Washington. Þetta
er ekki heimurinn eins og viö
gætum hugsað okkur hann bezt
an, en þetta er heimurinn okk-
r Hann mun ekki breytast fyrr
en einhyer ný valdamiðstöð er
orðin að veruleika í Evrópu
Japan eða Kína, sem getur leyst'
af hendi sama verkefni. Þetta
hefur ekki gerzt ennþá. Og þang
að til það gerist, er þaö tilgangs
laust að fyrirlíta gang mála í
veröldinni, eins og þaö mundi
vera að líta hornauga þá stað
reynd, að jörðin gengur i kring
um sólu.
T íkur benda til þess, að tvær
ríkjandi valdamiöstöðvar
muni halda áfram að ráða í ver-
öldinni í langan tíma. Þess
vegna skiptir r rlega miklu
máli fyrir þá, sem hugsa um
stjórnmálafrelsi sitt, hvernig
stórveldin tvö munu haga við-
skiptum sínum við smærri ríki,
hvort á sínu áhrifasvæði.
Þetta felur í sér tvær aðskildar
spurningar. Hin fyrri er sú, við
hvaða skilyrði Bandaríkin og
Rússland muni láta land
fara yfir markalínuna, sem skil-
ur að kerfin án þess að reyna
að koma í veg fyrir það Síðari
spurningin er um það. hversu
vítt stjórnmálalegt valfrelsi
land getur vonazt eftir að búa
við innan þeirra takmarka, sem
fólgin eru f þeirri staöreynd
að viðko.nandi Iand tilheýrir
öðru valdakerfinu en ekki hinu.
„Pravda" svaraði spumineunni
af hálfu Rússa 26. september
stutt og laggott og tók af öll
tvímæli. Kommúnistaríki hefur
frelsi til að aöhafast vissa hluti,
sagði < greininni í .Pravda“ én
bað hefur ekki frelsi til áð að-
skilja sig frá kommúnismanum.
Þetta má gera ráð fyrir, að
þýði, að jafnvel þótt kommún-
NEHRU — hélt sig geta farið
milllveginn.
istískir kjósendur höfnuðu hin-
um eina lista frambjóðenda,
sem flokkurinn leggur ram fyr-
ir kosningar. sem í alla staði er
óliklegt, mundi flokkurinn beita
því valdi, sem nauösynlegt væri
til að halda áhrifum sínum.
Þetta er framúrskarandi hroka
full hótun, og ákaflega ólík af-
stöðu Ameríkana. Þeir segja, að
þeir muni ekkert gera í því að
hindra kommúnista í að taka
viö völdum í and-kommúnist-
ísku landi ef sú breyting á sér
stað samkvæmt lýðræöislegum
stjórnarháttum. íhlutunin í
Dómínikanska lýðveldinu og
Víetnam er ekki ósamræmanleg
þessari staðhæfingu: Banda-
ríkjamenn sendu herlið inn í
þessi Iönd, vegna þess áð þeir
héldu því fram, að kommúnistar
væru að reyna að ná þar völd-
um með herafla og án samþykk-
is meirihluta ibúanna. Auðvitað
leyfist manni að velta því fyrir
sér. til hvers Bandaríkjamenn
mundu í rauninni grípa ef meiri-
hluti ítala eða Frakka kysi
kommúnistastjórn til að taka
við völdum. Það gæti svo farið
að þeir stæðu ekki viö loforð
sitt um að halda að sér höndum.
En a.m.k. er fyrirheitið svona í
höfuðdráttum, það er hið rússn-
eska ekki.
Hvort sem er eru ekki mörg
lönd líkleg til að taka þá áhættu,
sem er samfara því að hverfa
frá einu kerfinu til annars.
Mikilvægasta prófið er, hversu
vítt stjórnmálavalsvið meðlimir
hvors kerfis hafa. fyrir utan
að segja algerlega skilið viö
kerfið. Svarið er fremur einfalt,
hvað flest and-kommúnistísk
lönd viðvíkur. Þau geta haft
stjórnir allt frá því lengst til
hægri til töluvert yfir til vinstri
og eins og dæmi er til í Frakk-
landi geta kommúnistar tekið
þátt í samsteypustjórn. — án
js að Bandaríkin hreyfi nein-
um mótmælum.
Tjetta gildir ekki alls staðar.
Það er fullkomlega sann-
gjörn gagnrýni á hendur Banda-
ríkjamönnum, að i hlutum Asíu
og S.-Ameríku hafi þeir verið
fúsir til að ljá siðferðilegan
(eða fremur siðlausan) stuðning
einræðisherrum. sem aðhyllast
hægri-öfgastefnur, og veita
þjóðum sínum alls ekkert
stjórnmálafrelsi. En þessi ó-
hreina stjórnmálastefna er á-
kaflega ólík því að senda skrið-
drekaheri yfir landamæri. Með
því að gera innrás í Tékkó-
slóvakíu hafa Rússar gert það
ljóst, að þeir muni ekki láta
neitt ríki í bandalagi kommún-
ista víkja á neinn mikilvægan
hátt frá hugmyndum Rússa
um. hvernig stjórna á komm-
ínistarlki. Dubcek var sannar-
lega ekki að brevta grundvallar-
atriðum hins kommúnistíska
kerfis í Tékkóslóvakíu. Hann
13. sfða.