Vísir - 14.11.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 14.11.1968, Blaðsíða 2
nmmtudagur 14. november IHb'S. Ólafur H. Sónsson — nýlióinn i landsliÓinu: 18 ÁRA KÓPÁVOGSBÚI I LANDSLIÐ ■ Fáir leikmenn í hand- knattleik hafa vakið eins mikla athygli að undan- fömr og hinn 18 ára gamli leikmaður Vals- manna, Ólafur Jónsson. Ólafur ey verzlunarskóla nemi í 3. bekk, býr í Kópavogi hjá foreldrum sínum, Jóni Andréssyni tollverði og konu hans, Vilborgu Ólafsdóttur. Kraftur og styrkleikur Ólafs er mikill og einkum hefur hann þótt frábær vamarmaður. Því þótti hann sjálfsagöur í lands- liðiö gegn V.-Þjóöverjum, og á laugardaginn leikur hann sinn fyrsta landsleik. Ólafur er annars að heita má nýliði í handknattleik, byrjaði að æfa eitthvað að ráði fyrir rúmum 2 árum með Val, — og nú má segja að hann sé orð- inn burðarásinn í liðinu, og ekkj hvaö sízt var honum aö þakka að veldi Fram á hand- knattleikssviðinu var hnekkt, — a.m.k. í Reykjavikurmótinu, hvað sem kann að verða í ís- landsmótin” í f yrra var Ólafur valinn i unglingalandslið og þjálfaði hann þá undir handíeiðslu Hilmars Björnssonar, landsliðs- þjálfara. Mar»iiiniL Fræg hjón á fjórum Ólympíuleikum i röð ■ Fyrir nokkrum árum var Harold Conolly á hátindi frægðar sinnar. Þá kom hann m. a. til ísiands og kenndi íþróttamönnum hér í nokkra daga, - eftir Óiympíuleikana 1956, þar se«n hann vann sleggjukastið, vakti ástaræv- intýri hans og Olgu Fikotovu frá Tékkósióvakíu geysilega athygli, en hún var sigurveg- ari í kringlukasti á þessum leikum. Þau giftust eins og kunnugt er og búa í Kaliforníu, og skammt frá býr einnig fjöl- skylda Olgu, sem kom til Banda ríkjanna 1964. Það vakti ekki síður athygli að þau hjónin voru bæði meðal þátttakenda í Mexíkó i ár, 12 árum síðar, en Olga er nú 4ra barna móðir. Stóð hún sig með prýði og komst í úrslit keppn- innar, þó aö hún kæmist aö vísu ekki á verðlaunapall. Maöur hennar komst hins veg- ar ekki í úrslitin, en þetta voru fjóröu Ólympíuleikarnir þeirra beggja. Nú ætla þau að leggja kringlu og sleggju á hilluna. Á leikunum starfaði Olga sem fréttaritari fyrir finnska blaðið Aamulehti í Tampere, en þau hjónin dvöldu í 2 ár, frá 1962 til 1964, í Finnlandi, en þar var Conolly kennari í ensku á Fulbrightstyrk. Harold Conolly virðir konu sína fyrir sér, þar sem hún varpar kringlunni. Ólafur - vömin er sterkasta hiiðin. Landskeppni 5 liða fjögurra Norðurlanda Hinn árlegi fundur frjáls- íþróttasambanda Norðurlanda var haldinn um s.l. helgi, 9. og 10. nóvember í Kaupmanna- höfn. Fulltrúar FRl voru Björn Vilmundarson, formaður FRÍ, og Sigurður Björnsson, formað- ur laganefndar FRÍ. Fundur þessi var hinn 25. í röðinni og sátu hann fulltrúar frá öllum Norðurlöndum. Mörg mál voru til umræðu á fundinum og samið var um ýmiss íþróttaleg samskipti á næsta ári. Efnt verður til landskeppni í Kaup- SCsiupið giúnu Nordás svefnherbergishúsgögn / ' Eik og tekk og hvítmöluð iopqno Ulli^ Cj ÓT~ Simi-22900 Laugaveg 26 íí mannahöfn milli fimm liða frá fjórum Norðurlöndunum, þ.e. A- og B-Iið Danmerkur, A- og B-lið Is- lands, B-lið Noregs og BC-lið Svíþjóðar, Samið var um, að Danska frjálsíþróttasambandið greiddi verulegan hluta af ferða- kostnaöi íslenzka liðsins. I hverju, liði verður einn keppandi í hverri íþróttagrein. Þá kom fram áhugi frá Norður-Noregi um landskeppni víð íslendinga, jafnvel hér heima næsta sumar, og verður því máli haldiö áfram bréflega í vetur. Allmörg Norðurlandamet voru , ’ staðfest á þinginu og farið yfir þær lagabreytingar, sem sam- þykktar voru á þingi IAAF í Mexico City nýlega. Sænsku full- . trúarnir gerðu grein fyrir breyt- ingu á Stadion í Stokkhólmi, en - þar verða úrslit i Bikarkeppni Evrópu haldin 1970 og Finnar skýrðu frá undirbúningi Evrópu- meistaramóts — 1971 í Helsingfors. Lítilsháttar var rætt um þátttöku Norðurlanda i Evrópumeistaramóti í Aþenu í september 1969 og sam- eiginlega ferð þangað. Noröur- landameistaramót i tugþrauí. maraþonhlaupi og fimmtarþraut kvenna verður haldið í Noregi næsta ár. Landskeppni Norður- landa og V.-Þjóðverja í kvenna- greinum verður sennilega haldin næsta sumar í Svíþjóð. Rætt w um meiri samvinnu um stórmót á Norðurlöndum, sérstaklega ef um erlenda þátttöku værí að ræða. Næsti fundur verður haldinn í Helsingfors í nóvember 1969.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.