Vísir - 14.11.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 14.11.1968, Blaðsíða 7
V í SIR . Fimmtudagur 14. nóvember 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun dtlönd í morgun dtlönd Harðasti and- stæðingur Ayub Khons handtekinn Karachi: Zulficar Ali Bhutto, íyrrv. utanríkisráðherra Pakistans var handtekinn í s.æt fyrir starf- semi hættulega öryggi ríkisins. Hann hefur síðan honum var vik- ið frá verið harðasti andstæðingur 4yub Khans forseta, sem fyrir skömmu var sýnt banatilræði, sem misheppnaðist. Miklar óeirðir hafa verið í Vest- ur-Pakistan a<5 undanfönws. • Fegurðardrottning Spánar, ,,Miss Spain", þátttakandi í fegurð arsamkeppninni um titilinn „TJng- frú Alheimur", hætti í gær við þátttöku, af því „Miss Gibraltar" fékk að vera með. Hin síðamefnda, 18 ára gömul skrifstofustúlka, Sandra Sanguinetti vildi ekkert láta eftir sér hafa um á'kvörðun hinnar spönsku. Ný tillaga í Rhódesíumálinu Deilan verði útkljáð með samningi Bretlands og Rhódesiu sem sjálfstæðra rikja • Búizt er við að viðræðum brezka ráðherrans Thomsons og Ian Smiths forsætisráðherra Rhódesíu verði haldið áfram, en Thomson hefur undangengna daga heimsótt öll ná- grannalönd Rhódesíu. Sir Alec-Douglas-Home, fyrrver- andi forsætisráðherra, talsmaður íhaldsflokksins um utanríkismál, sagði f gær á fundi Brezk-Rhódesíu- félaginu, að óhyggilegt væri af Smith að láta málin enn dragast á langinn. Tækifæri, sem væri fyrir hendi nú, kæmi ekki aftur. Hann stakk upp á, aö Bretland og Rhódesía sem tvö sjálfstæð lönd gerðu með sér sáttmála til þess að tryggja réttindi blakkra manna í Rhódesíu. Johnson ól áhyggjur vegna frétta um árásir frá afvopnuðu spildunni Bandríkjastjórn hefur varað stjórnina f Norður-Víetnam við af- leiðingum þess, ef áframhald verð- ur á árásum frá afvopnuðu spild-1 unni. Slíkar árásir hafa verið gerðar undangengna daga, en þegar John son forseti tilkynnti ákvörðun sína Ríkisstjórn Suður- Víetnam æf út í Bandartkjastjérn — Bfaðin segja bilið breikkandi og bandalagið i hættu ■ Saígon í gær: Taugastríöiö milli stjómanna í Saígon og Washington fór enn harðnandi í gær, er nýtt eiðikast Saigonstjórnar brauzt út á fundi upplýsingamálaráðherrans með fréttamönnum. Þetta var annar slíkuf fundur, sem hann boðaði til á tveimur dög- um. Ráðherrann Ton Than Own ræddi ummæli Clarks Cliffords land vamaráðherra Bandaríkjanna á fundi með fréttamönnum í Was- Rafvirki Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa við rafbúnað dælustöðva og aðrar raflagnir veitunnar. Þekking á sjálf- virkum tækjum og enskukunnátta nauðsyn- leg. Laun samkvæmt kjarasamningi. Um- sóknir með upplýsingum um réttindi og.fyrri störf sendist til hitaveitustjóra, Drápuhlíð 14, fyrir 1. desember næstkomandi. Hitaveita Reykjavíkur. m.s. Skógafoss fer frá Reykjavík mánudaginn 18. nóvember til: ísafjarðar og Akureyrar. Vörumóttaka verður í A-skála á föstudag og til hádegis á laugárdag. H.f. Eimskipafélag íslands. hington, en þar gaf Clifford í skyn að stjórn Suður-Víetnam hefði ekki staðið við skuldbindingar sínar. — Þessu neitaði ráðherrann afdráttar- laust. Bui Demi ambassador Suður-Ví- etnam í Washington er í Saígon og mun verða þar í nokkra daga. Hann hefur ekki viljað láta hafa neitt eftir sér, nema að hann sé kom- inn til þess að gefa stjórninni skýrslu. Það hefur komið greinilega í ljós, að mikil vonbrigði eru ríkjandi í Saígon yfir því, að Richard Nixon hefur boðað, að hann muni fylgja óbreyttri stefnu Johnsons forseta. Þetta kemur m. a. fram í blöðun- um, en blaðið Saígon Post varar við afleiðingum þess, að „styrjöld orðanna" skuli komin á það stig, að hún stefni bandalagi Bandaríkj- anna og Suður-Víetnam í hættu, og það hefði aukið vandann og þensl- una, að Nixon hefur aðhyllzt stefnu Jomsons, og Víetnam Guardían kvartar yfir því að Nixon og John- son komi fram eins og þeir hafi unnið forsetakosningarnar í sam- einingu. FRIÐARNEFND Það varð kunnugt í gær, að Buddh istar, kaþólikkar og verkalýðsleið- togar komu saman á fund í gær, en þessir aöilar vilja friðsamlega lausn styrjaldarinnar. Ákveðiö var að stofna friðarnefnd. Tran Nguyen Lien, sem var vara- forsetaefni van Minhs hershöfðingja í forsetakosningunum, tók þátt i fundinum. Vínarborg í gær: Tékknesk stjórnarvöld hafa nú til athugunar enn frekari takmarkanir á ferða- frelsi, oe virðist svo horfa, aö Tékk ar, sem æskja ferðaleyfis bil þess að starfa í vestrænum löndum, fái ekki vegabréf. Ennfremur veröur þeim neitað um vegabréf sem ætla til langdval- ar í heimsóknum vestan tjalds. Á þetta er litið sem nýja til- raun tll þess að stöðva straum menntaðra og sérþjálfaðra Tékka, sem vilja ekki vera í Tékkóslóvak- íu vegna breytts viðhorfs þeirra eftir innrásina. um að stöðva sprengjuárásirnar, tók hann fram að stjórnin í Hanoi vissi vel til hvers af henni væri ætlazt, vegna stöðvunarinnar, og fréttamenn minna á þessi ummæli nú og segja, að eitt af þessu hefði veriö, að liðssafnaður yrði ekki á spildunni eða árásir gerðar þaðan. SAIGON: Bandaríska herstjórnin í Saigon skýrir frá því, að það hafi byggzt á skökkum athugunum, að norðnr-víetnamskar hersveitir á af- vopnuðu spíldunni hafi gert sprengjuárásir þaðan á bandarískt lið. Sprengjuvörpurnar voru stað- settar sunnan spildunnar en ekki á hennisjálfri. Samtímis hafa borizt fréttir frá Washington um, að Johnson for- seti hafi haft miklar áhvggjur af fyrrnefndúm fréttum um sprengju- árásir frá afvopnuðu spildunni, en hann sé staðráðinn í að fara gæti- lega og hvik? ekki frá því marki, að fá stjórn Suður-Víetnam til þess að setjast að samningaboröi í París. Blökkumenn drepnir í Boston í Bandaríkjunum Boston: Þrír blökkumenn voru drepnir í gær í Boston og tveir særðust, er hónur blökkumanna réðst á þá í blökkumannahverfi borgarinnar. Hvítir menn eru ekki flæktir í málið. Þeir, sem urðu fyrir árásinni eru allir í samtökum, sem nefnast „Negro Grass Roots Organization", en markmið þeirra samtaka er að vinna hófsamlega að réttindum blökkufólks. NEW YORK: Bandaríkin hafa enn lagzt gegn því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að Kína fái aðild að samtökunum. MEMPHIS: Frestað hefur verið fcíl 3. marz að ári aö taka fyrir mál James Earl Ray, sem sakaður pr um að hafa myrt dr. Martin Luther King. Tekin var til greina krafa hans um að fá annan verj- anda. BRUSSEL: Landvarnaráðherrar Norður-Atlantshafsbandalagsríkj- anna koma saman í dag til fundar og ræða varnimar. Fundinn átti upphaflega að halda i desember. PRAG: Miðstjórn Kommúnista- flokks TÚkkóslóvakíu hefir enn varað við afleiðingum mótmælaað- gerða og andúðar gegn Rússum. LONDON: Otflutningsmálaráðiö brezka býzt viö mjög auknum brezkum útflutningi á næsta ári. i , V DUBLIN: Irska stjómin veitti ný- lega 25.000 pund til þess að senda hjúkrunarfólk og lyf til Aba og ‘Oswerri í Biafra. — Áður var stjóm in búin að veita 105.000 pund til hjálparstarfsemi í Biafra. DUBLIN: Fyrir nokkru er látin ekkja írska skáldsins George B. Yeats. Þau voru gefin saman 1917. DUBLIN: Fornfræðingar hafa fundið ný grafhýsi í Knowth-sýslu á I’rlandi Er það annað af tveim- ur stórum grafhýsum sem þarna hafa fundizt, en einnig hafa fund- izt mörg minni. Grafhýsi þessi eru talin vera frá 2500—2000 fyrir Krists burð. DUBLIN: Fuglar, sem verpa á Nýja Sjálandi og Falklandseyjum undan suðurodda Suöur-Ameríku hafa fundizt á Skellig og Blasket- eyjum undan suðvesturströnd ír- lands. DUBLIN: írska skipafélagið B&I Line hefir stofnaö dótturfélag — Irish Sea Hovercraft Limited. — Áformað er, að svifnökkvar verði í förum á írlandshafi. SÖLUBÖRN ÓSKAST Dngblaðið VÍSIR Nemendahefti R.K.Í. fyrir fræðsluþætti Sjón- varpsins í skyndihjálp fæst í bókaverzlunum og á skrifstofu Rauða kross íslands, Öldugötu 4, sími 14658.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.