Vísir - 14.11.1968, Blaðsíða 9
VÍSIR . Flmmtud&gur 14. nóvember 1968.
9
1
VELJUM fSLENZKT
Árni Jónsson í Belgjageröinni
sagði aö gengislækkunin myndi
tvímælalaust auðvelda allan út-
flutning. Þeir hefðu í 20 ár flutt
út kuldaúlpur og nokkuð af öðr
um fatnaöi til Danmerkur, Fær-
Hjalti Geir Kristjánsson hjá
Krlstjáni Siggeirssyni sagði að
nú ætti a.m.k. að vera tækifær-
ið til að hefja útflutning á ís-
v Ienzkum iðnvamingi. Við erum
að kanna möguleika á þvi aö
flytja út stóla á Bandaríkja-
markað. Gunnar H, Guðmunds-
Margir iðnrekendur hug-
leiða útflutnin
□ Allmargir íslenzkir iðnrekendur hafa nú áhuga
á að hefja útflutning á iðnvarningi, en þeir telja,
að með gengislækkuninni hafi opnazt möguleiki til
að koma varningi þeirra inn á markaði þar sem
samkeppnin er erfið eins og t. d. í V-Evrópu. Félag
ísl. iðnrekenda ætlar að halda fund á mánudaginn
með þeim aðiljum, sem hugleiða nú að hefja út-
flutning eða auka þann útflutning, sem þeir höfðu
áður með höndum. Vísir leitaði til nokkurra fram-
leiðenda til að heyra í þeim hljóðið varðandi þetta
mál, og hvort þeir teldu að gengislækkunin hefði
þar úrslitaáhrif.
eyja,. Skotlands og Grænlands.
Otflutningur til Skotlands hefði
verið orðinn erfiöur, vegna þess
að úlpurnar voru orönar of dýr
ar fyrir markaðinn þar. Gengis-
breytingin mýndi breyta útlit-
inu með útflutning þangað. —
Þá hefðu þeir mikinn áhuga á
að hefja útflutning til Þýzka-
lands og hefðu þegar undir-
búið hann.
Ðjarni Björnsson í Dúk hf.,
sagði. aö nú hefði skapazt
tækifæri, sem yrði að nýta til
hins ýtrasta á næsta ári. Þeir í
Dúk höfðu þegar hafið undir-
búning að útflutningi á líf-
stykkjavörum og koratron-vör-
um þ.e. fatnaðar, sem ekki þarf
að strauja-t.d. buxur. Þeir töldu
gengislækkunina ekki vera al-
gjörlega nauðsynlega forsendu
fyrir útflutningnum, þegar þeir
hófu undirbúning að honum, en
gengislækkunin muni hjálpa
mjög mikið upp á sakirnar. —
Bjarni taldi skort á auknu rekstr
arfé vera mesta va-ndamáliö nú.
Hannes Pálsson í Hampiðj-
unni sagði að þeir heföu ekki
verulegan áhuga ár þvi aö
hefja útflutning meðan 3var sinn
um meira magn af veiðarfærum
er flutt til landsins en Hamp-
iðjan framleiðir. Meiri áhugi
væri á því að ná stærri hluta af
innanlandsmarkaðinum. Þó væru
þeir að kanna möguleika á út-
flutningi veiðarfæra til Sovétríkj
anna. Sömuleiöis eru vonir um
útflutning til Grænlands og
Færeyja.
Guðmundur Guömundsson i
Víði sagði að þeir hefðu að sjálf
sögðu mikinn áhuga á útflutn-
ingi, en til þess að af honum
gæti orðið þyrfti hann að reisa
nýja, stóra og fullkomna verk
smiðju. Trésmiðjan eins og hún
er núna hefur meira en nóg
verkefni á innanlandsmarkaði
og þyr'tj frekar að bæta viö
mönnum en hitt á næstunni til
aö anna eftirspurn.
Spjallað við nokkra
framleiðendur um
ný viðhorf vegna
gengislækkunarinnar
Kristján Jóh. Kristjánsson í
Kassagerðinni sagði að þeir
væru með ýmislegt í farvatninu
varöandi útflutning á umbúðum.
Gengislækkunin myndi auðvelda
aukningu á útfiutningi. Fyrir-
tæki í Noregi og Englandi hafa
t.d. beöið um sýnishorn og hefðu
þau líkað mjög vel, talin betri
en umbúðir framleiddar í bess-
um löndum. Innflutningstollar á
umbúðum væru aftur á móti
töluverðir f þessum löndum,
sem hefði gert Kassagerðinni erf
itt fyrir. Eftir géngislækkunina
er auðveldara aö klífa yfir þessa
tollamúra, en útflutningur á um
búðum til V-Evrópulandanna
verður ekki verulega hagstæður
nema tollar á þeim verði felld-
ir niður t.d. í sambandi við
EFTA-aðiId.
son, húsgagnaarkitekt hefur
teiknað stólinn, sem er úr
reyktri eik með setu og bak úr
íslenzkum nautshúðum. Við er-
um núna að prófa okkur áfram
með gerð stólanna. Aðalatriðiö
er að framleiða gæðavöru, því
bað vérða gæðin frekar en lágt
verð, sem munu selja stólana.
Ef stólunum verður vel tekið
munum við finna leið til að fram
leiða þá í hagkvæmri fjöldafram
leiðsiu.
Gylfi Einarsson hjá Húsgagna
vinnustofu Ingvars og Gylfa,
sagði að einasta leiðin til að
halda áfram húsgagnafram-
leiðslu í landinu í sama mæli
og undanfarin ár eða í auknum
mæli, væri að framleiða fyrir út-
flutning-. Til þess að það væri
framkvæmanlegt aftur á móti,
yrði að stækka einingamar í
þessari framleiðslugrein. Hús-
gögn, sem hingað hefðu verið
flutt að undanförnu væru fram-
leidd i geysistórum einingum,
sem gerir kleift að halda verð-
inu niðri. — Það er við þennan
iðnað að keppa og það er hörð
samkeppni, sagði Gylfi.
Það eru mörg önnur iönfyrir-
tæki, sem hugleiða nú að hefja
útflutning á varningi sínum eða
auka þann útflutning sem fyrir
er. Ekki reynist unnt að tala
við alla þá, heldur verður þetta
sýnishom að duga. Það er t.d.
vitaö að mörg fyrirtæki í ullar-
iðnaðinum hyggja á aukinn út-
flutning, sem og sútunarverk-
smiðjur, málningarverksmiöjur
og jafnvel vélsmiðjur, þó aö sam
keppnisaðstaða þeirra megi telj
ast mjög erfið við háþróaða
tækni í nágrannalöndunum.
Engu veröur spáð um, hvem
árangur þessi aukni áhugi á út-
. flutningi muni bera, en það má
benda á, að Norðmenn juku út-
flutning sinn um rúm 8% á síð-
astliðnu ári, þó að sjávarútvegur
Norðmanna hafi lent í sömu erf
iðleikum og íslenzkur. Útflutn-
ingsaukning þeirra á iðnaðar-
vörum gerði því meir en að vega
á móti samdrætti í sjávarútvegi.
Þessi staðreynd er fróðlegt íhug
unarefni fyrir okkur Islendinga
ib
IESEMI1
9IAFA SRllff:
Efnahagsvandinn er ofarlega á
baugi, fólk ræöir sín á milli
og sýnist sitt hverjum, hv'ernig
ráða beri fram úr vandanum.
Tryggvi Helgason flugmaður
skrifar okkur alllangt bréf og
hefur sínar tillögur og birtum
við hér kafla úr bréfinu, því
bréf lesenda þurfa að vera
STUTT, en gagnorð:
■ Á síðasta ári var tap Þjóð-
leikhússins á briðia tug milljóna
300 manns eru sagöir vinna við
fyrirtækið. Þetta fyrirtæki er
þjóðinni með öllu óþarft og
skyldi leggia bað niður. nú þegar
Skemmtanaskatt skyldi afnema.
Sjónvarpið var þióðinni einnig
óbarft. Því skyldi lokað um
sinn, og frekari fjárfestingum
hætt. Ýmsum öðrum ámóta. lítt
þörfum stofnunum skyldi lokað,
eða kostnaður við bær minnk-
aður. Sendiráðum öllum skyldi
lokað. Laun verði lækkuð um
10% hiá öllum sem laun þiggja
einnig þingmönnum og ráðherr
um. Söluskattur verði afnuminn
og varan lækkuö að sama skapi.
Hámarksálagning verði sett á
allar vörur, þarfar sem óþarfar.
Barnastyrkir verði afnumdir
með fjórum börnum og færri.
Allir styrkir til atvinnuvega,
verði afnumdir. Vextir verði
lækkaðir í 4%. Verð á ýmissi
þjónustu, vfni og tóbaki, lækki
um, ekki minna en 10%. Toll-
ar af hráefni til iðnaöar verði
felldir niður, næstu 3 ár, en
ýmsar fullunnar vörur tolllagðar
meir. Skipin sem ríkisábyrgða-
sjóöur hefir þurft að greiða,
verði seld úr landi, svo og þotan.
1^1
^ Skurðgoðin og
æskan.
Góöir Vísismenn!
Skurðgoðin glæstu, sem æsk-
an hefur hyllt á undanfömum
árum, eru óðum að falla af stalli.
Þau reyndust ekki jafnekta og
af var látið. Bítil-æðið og popp-
dellan eru smátt og smátt að.
koma upp um sitt rétta eðli. Þaö
vildi svo til að smáklausur um
þetta efai birtust í tveimur dag
blöðum borgarinnar í síöustu
viku. í lesendadálkinum hér i
Vísi 6. nóv. er rætt um einn ■
höfuöbítilinn sem lætur taka
nektarmynd af sér og frillu sinni
og senda út um allar jarðir. Og
Tíminn 3 nóv. hefur eftir ísl.
hljómsveitarmanni um kollega
hans í London: „Þaö má segja
að það hafi verið undantekning
ef einhver f hljómsveitunum
var ekki undir áhrifum eitur-
lyfja“. Þetta kemur manni ekki
á óvart. „Menningin" hefur bor-
izt til okkar. Skoðum skemmti-
auglýsingar blaðanna og spyrj-
um foreldra unglinjganna sem
hafa oröið þessu að bráð. — Það
er þakkarvert þegar blekkingin
afhjúpar sig sjáld Mætti íslenzk
æska bera gæfú til að hafna
hjóminu, en snúa sér að jákvæö
um verkefnum sem gefa lífinu
gildi og veita því fyllingu. Þá
verður hún sterk æska og glöð,
— sterk þjóð og gæfusöm. —
Beztu kveðjur,
Gussi.