Vísir - 14.11.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 14.11.1968, Blaðsíða 8
8 VISIR . '•'immtudagur 14. nóvember 1968. VISIR Otgefandi Reykjaprent öd. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Byjólfsson Ritstióri: Jónas Kristjánsson Aðstoóarritstjóri: Axel Tborsteinson Fréttastjóri lón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðaistræti 8. Simar 156X0 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Slmi 11660 Ritstjórn: I augavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) Áskrittargjald kr. 125.00 ð mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Fjárlaga-prentvilla ? „JJyort á að leggja grundvöllinn að framtíðarhag- vexti landsins og nýta orkulindirnar, áður en þær verða verðlausar, eða byggja þá vegi og auka þær niðurgreiðslur, sem þarfir dagsins krefjast?" Þannig spyr dr. Vilhjálmur Lúðvíksson efnaverkfræðingur í grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Tilefni greinarinnar er, að í fjárlagafrumvarpinu, sem nú er til umræðu á Alþingi, er ekki gert ráð fyrir fjárveitingum til nauðsynlegra undirstöðurannsókna vegna fyrirhugaðrar sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Segir Vilhjálmur, að horfur séu á; að jarðhitaboranir á Reykjanesi stöðvist og gufubornum verði lagt, þótt meiri upplýsingar um jarðhita og saltan jarðsjó séu alger forsenda ákvörðunar um vinnslu. Almenningur hefur til þessa talið, að fullur kraftur væri í undirbúningi sjóefnavinnslunnar. Þjóðin í heild veit, að þess háttar stóriðja hlýtur að verða ein af meginstoðum hagkerfisins, ef unnt á að vera að halda bærilegum lífskjörum hér á landi Tími styrjaldarinn- ar um álbræðsluna er liðinn og stónðja er komin í eitt efsta sæti óskalista þjóðarinnar. Þess vegna koma á óvart þær upplýsingar, að f jármagnsskortur tef ji nú nauðsynlegan framgang rannsókna á sjóefnavinnsl- unni. Þetta mál er alvarlegra fyrir þá sök, að tíminn vinn- ur gegn okkur í stóriðjumálunum. Forskot okkar í ódýrri vatnsorku og jarðhitaorku er smám saman að minnka. Er nú jafnvel talið, að um 1980 verði kjarn- orka orðin svo ódýr, að orkulindir okkar verði ekki lengur samkeppnishæfar. Þess vegna ríður okkur á að koma í framkvæmd hugmyndum okkar um stór- iðju, áður en við missum af lestinni. Við þurfum líka að byggja upp fleira en sjóefnavinnslu á þessum tíma, svo setn olíuhreinsun og framleiðslu á klór, vítisssóta, plasti, síli (silisium), þungavatni o. s. frv. Við verð- um að hafa hraðan á, Okkur nægir ekki heldur að gera virkjunarrann- sóknir á Þjórsársvæðinu einu. Strax þarf að byrja á ýtarlegum rannsóknum á öðrum vatnsaflssvæðum og á jarðhitasvæðunum, svo að áætlanir um virkjanir séu tilbúnar, þegar stóriðjuákvarðanir eru teknar, Svo . irðist sem of mikið hafi verið slakað á þessum tíma- freku rannsóknum eftir undirbúning Búrfellsvirkjun- ar. Úr því verður að bæta. Þessar rannsóknir á auðlindunum og undirbúning- ur sjóefnavinnslunnar eru svo veigamikil atriði, að margir liðir fjárlagafrumvarpsins eru beinlínis hlægi- legir í samanburði við þau. Flest annað en þessar rannsóknir má vanta í fjárlögin. Hér hljóta að vera á ferðinni mistök, nánast prentvilla. Þá villu getur fjárveitinganefnd Alþingis leiðrétt með ýmsum hætti, t. d. með því að lækka styrki til landbúnaðarins úr 521 milljón í 500 milljónir sléttar. Minnzt byltingarafmælis á Rauða torginu 7. nóv. s.l. Sovézkir sjóliðar heilsa forsprökkunum. Wj 1« 1 Vm, w i ' m % Er viðhorf sovétleiðtoga v, „ . n V' ^ . Hershöfðingjar telja hlutföll- in hafa raskazt, einkum á Mið- jarðarhafi, en þðtt styrkleika- munur Varsjárbandalagsins og Norður-Atlantshafsbandalags- ]y|ikið er nú rætt um þaö hver áhrif það kunni að hafa á afstöðu Sovétríkjanna til Bandaríkjanna, aö Richard Nixon varð sigurvegari í for- setakosningunum. Þess verður vart i vaxandi mæli í ræðum sovétleiðtoga, að þeir vilji draga 'íir kvíða og þenslu, og kemur þar einnig til greina, að innrás- in i Tékkóslóvakíu hefir að •mörgu leyti haft óþægileg áhrif fyrir Sovétríkin, að ekki sé meira sagt. Þessa þykir jafnvel hafa orö- iö vart í ræðu Breshnevs á iandsfundi pólska kommúnista- flokksins, og þaö er ekki langt síðan Kiril Mazurov flutti langa ræðu í Kreml, og sagði m. a., að Sovétríkin hafi alltaf lagt á það megináherzlu, að koma sambúð Sovétríkjanna og Banda ríkjanna i eðliiegt horf. Hann kvað góða sambúð mik- ilvæga, ekki aðeins fyrir Sovét- ríkin og Bandaríkin, heldur „fyrir allan heimsfriðinn", en svo sem vænta mátti hafði hann þó sitthvað að athuga við utanrík- isstefnu Bandaríkjanna, og kvað hann „andrúmsloftiö á alþjóðavettvangi stööugt eitr- að vegna áframhalds á íhlutun Bandarikjanna í Suður-VIetnam og nágrannalöndum þess“. En vitanlega hét Mazurov áfram stuðningi við hina „víetnömsku þjóð“. Meðal þess sem talið er sýna, að afstaöa Rússa sé að breytast og að þeir hafi allt aö vinna, við aö fara nú gætilega og reyna að bæta um fyrir mistökin í Tékkóslóvakíu, er þetta: 1. Spvétleiötogar hafa nú enn boöað, að hinn kommúnist- iski toppfundur verði haldinn og að starfað sé að undirbún- ingi hans (sbr. Vísi í gær), en klofningurinn í kommúnista- flokkum Vestur-Evrópu er mik- ill út af þessum málum, og því enn óvíst að ráðstefnan verði haldin. Óánægja er með innrás- ina í Tékkóslóvakiu meðal alls almennings í Vestur-Evrópu, og það er mikið mál , fyrir Rússa að lægja þar öldur óánægjunnar, en raunar er ekki annað sýnna, en að frelsisöflln muni brjótast út aftur og er ekki gott að vita hvað af því leiöir. Tékkneskir leiðtogar verða æ ofan i æ, að vara menn við af- leiðingunum, en svo sterk kann frelsisþráin að vera, að hún brjótist út, með einhverjum válegum afleiöingum. Ef til hörkulegra mótaðgerða skyldi koma af Rússa hálfu, kann það að skaða álit ráðandi manna hpima fyrir mjög mikið. 2. Sovétríkin hafa lagt og leggja mikið kapp á, að auka flugflota sinn og herskipaflota á Miðjarðarhafi og áforma enda að fá afnot hinnar miklu fyrr- verandi flotastöðvar í Alsír, sem Frakkar byggðu. Veldur það Frakklandi miklum á- hyggjum ef Sovétríkin teygðu armana allt vestur þangað. Nýlega var sagt, að Rússar hefðu yfir 40 herskip, þeirra á meðal flugvélaskip, á Mið- jarðarhafi o.s.frv. 3, Þessi íhlutun og innrásin í Tékkóslóvakíu mun að líkind- um Ieiða til þeirra viðbragða vestrænna þjóða að þær efli enn vamir sínar, að Norður-Atlants- hafsbandalagið verður eflt á landi, lofti og sjó OÆ.ffv. HBl . __ ins hafi ekki raskazt verulega, hafa Rússar aðstöðu til að senda ógrynni liðs á vettvang á ein- um eða tveimur dögum. Allt þetta, segja vestrænir fréttamenn, er til nokkurrar •• skýringar á breyttri afstöðu, Rússa. Eða eróskhyggjaaö verki, hjá fréttaritunum, er þeir ræða um hina sovézku leiðtoga og • velta fyrir sér hvort þeir hafi breytt um stefnu? Andrej Gretsjko Auk þess, sem ofan getur má nefna, að 7. nóvember, á 51. af- mæli nóvemberbyltingarinnar forðaöist Andrej Gretsjko land- varnaráðherra, sem flutti aðal- ræðuna, að segja neitt sem tal- izt gæti árás á Bandaríkin, né heldur fylgdi hann þeirri „hefð- bundnu venju“, eins og það er orðað í frétt norræns fréttarit- ara, að ráðast á Vestur-Þýzka- land, og kenna stefnu Bonn- stjómarinnar um að ekki sé hægt að koma á öryggi f álf- Sfetí. iii»iiiii_ippjMimMi—nm—_ ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.