Vísir - 14.11.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 14.11.1968, Blaðsíða 4
Onassis gefur til almannaframfærslu Yoko Ono barnshafandi j Áreiðanlegar fregnir frá Bret- ö j' * landi herma, að „vinkona" bítils-J j ins John Lennons, Yoko Ono eigi« i nú von á barni. Kemur þetta ekki * á óvart. / Þau skötuhiúin hafa staðið í ströngu undanfarið, en nú eiga J f þau von á erfingja. Hér sjást þau í réttarsalinn, er þau lentu í kióm laganna varða fyrir skemmstu. Er olíukóngurinn Onassis að snúa við blaðinu? Nú ætlar hann að verja 25 af hundraði tekna sinna af væntanlegum iöjuverum til framfærslu fátækra í Grikk- landi og tryggingamála. Á blaðamannafundi nýlega færöist hann undan öllum spurn- ingum um einkamál sin. Onassis boðaöi til fundarins til þess að kunngera áætlanir um 35 millj- arða fjárfestingu í ýmsum iðjuver um, sem hann hyggst reisa. Nota skal féö til að byggja olíu hreinsunarstöð, sem framleiða á um 7 milljón tonn árlega og á að vera fullgert árið 1972. Þá ætlar hann einnig að reisa álverk- smiðju, og eitthvað af þessu fé á að fara í þægindaauka fyrir ferða menn. i Tveir vinir í einum barnavagni Tracy Jane Clews er níu mán- aða, og er frá Werweckhire í Englandi. Fjölskyldan býr í dýra- garði og í bókstaflegri merkingu eru dýrin hoppandi inn og út úr barnavagninum. Ekki eru allir gestirnir jafn hjartagóöir og Judy, tveggja ára gamall simpansi, sem gefur Tracy að drekka úr pela. Ekkert dýranna hefur enn gert Tracy hið minnsta mein, jafnvel ekki ellefu vikna hlébarðaungar, sem hafa sérstakt dálæti á að fá sér blund til fóta í barnavagnin- um. Mamma Tracy telur, að þeir muni aldrei skaða barnið, en fylg ist þó náið með þvi sem gerist. Sofandi flotið að feigðarósi Það vekur óhugnanlega at- hygli nú, þegar skólar starfa af fullum krafti, hve algengar eru reykingar skólaæskunnar. Ungl- ingarnir hnappast saman við „sjoppurnar“ og jafnvel á skóla 'óðunum og reykia. Þetta sting ur óneitanlega mjög í stúf við allt hjal um heilbrigða æsku og heilsurækt. Það alvarlega við reykingar unglinga er, að með þeim er verið að brióta niður um leið og verið er að byggja upp. Æ oftar heyrir maður um úr- skurði lækna og vísindamanna um skaðsemi reykinga, sérstak- Iega á ungt fólk. Fleiri og fleiri merkjr forustumenn gera sér einnig grein fyrir þeirri hættu, sem almcnnar reykingar eru fyr ir þjóðimar. Má í því sambandi vitna til bókar bandaríska öld- ungadeildarþingmannsins Ró- berts Kennedys: „I leit að betri heimi.“ En f þeirri bók ræðir hann meðal annars um æskuna elsi fyrir að eiga mariiuana á sama tima og við neitum að takmarka sölu og auglýsingar á vindlingum, sem drepa þúsundir Ameríkumanna á hverju ári.“ Ofnautn tóbaks hjá barnungu fólki, sem enn sinnir skóla- skyldu, er orðin iskyggilega al- gengur siður eða tízka, kannski vegna þess, að unga fólkinu J&Ítull&iGotlt og þá siðfræði sem hún elst upp viö. Þar segir meðal annars: „Jafnvel fyrirlitlegri fyrir ungmennin er sú siðfræði, sem dæmir alla hluti eftir hagnaöi þeirra, eins og það hefur verið siðfræðingum árþúsundum sam- an ... Þau hafa fylgzt með því, að fólk hefur verið sett í fang- Skoðun Róberts Kennedys er afdráttarlaus. Hann leggur hætt una af tóbakinu til jafns við hættuna af eiturlyfinu mariju- ana, sem varðar fangelsun að eiga i fórum sínum. Það er sú siðfræði og það almenhingsálit, sem hann mótmælir með orðum sfnum. liggur æ meira á að verða full- orðið eða að minnsta kosti sýn- ast það. Þarna eiga hinir eldri mikla sök, bar sem hinar hrylli legu staðreyndir um skaösemi reykinga hafa ekki verið dregn- ar nægilega skýrt fram í dags- ljósið. Auðvitað ættu skólarnir að vera hinn áhrifaríkasti vett- vangur til að draga þessi sann indi bézt fram í dagsljósið, en árangurs verður vafalaust ekki að vænta, á meöan kennurum og nemendum liggur jafnmikið á að komast í frímínútur til að geta reykt þar til næsta kennslu stund hefst. Þó þessi vandamál hafi ekki enn verið krufin til mergjar sem skyldi, þá hefur þó svo margt verið um þau skrifað, að öllum ætti að vera ljós hættan. Það er helzt hægt að álíta, að vanda málið sé svo nærtækt, að það hafi svæft skilning okkar fyrir hversu alvarlegt það er. Einmitt þessi mál ætti að taka föstum tökum, en ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Þrándur í Götu. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.