Vísir - 14.11.1968, Blaðsíða 10
10
VlSIR . Fimmtudagur 14. nóvember 1968.
Sameinaö þing:
Fyrirspurnir:
1. Áburðarverksmiðjan — Karl
Guðjónsson (Ab).
2. Aðstoð við fátækar þjóðir —
Magnús Kjartansson (Ab).
3. öryggisráðstafanir vegna haf-
íshættu - Gísli Guðmunds-
son (F) o. fl.
édýrir
slirifborðssfólfflr
Fallegir, þægilegir og vandaðir.
Verð aðeins kr. 2500.
G. SKÚLASON & HLÍÐBERG
HF. — Þóroddsstöðum —
Sími 19597.
Húsbyggjendur
Reynslan hefur þegar sannað,
að meö því að bjóða út smíði
mnréttinga, hafa húsbyggjend-
ar oft sparað mikið fé og fyrir-
höfn.
Nú er víöa skortur á verk-
afnum og því hagstætt að leita
tilboða.
H.F. ÚTBOÐ OG SAMNINGAR
Sóleyjargötu 17.
Simi 1.35.83.
ísrÖBidin —
9-> 1. síöu.
ísinn fari að nálgast. Að lokum
skýrði Gunnar frá því að Land-
helgisgæzlan hefði nýlega feng-
ið mælitæki, sem teiknar niður
ískort, sem send eru út frá Lon-
don um allan heim eftir gervi-
hnetti. Hins vegar sjást mæling-
ar gervihnattarins ógreinilega
þegar veður er slæmt og þá eru
flugvélar sendar á vettvang til
að kanna íssvæöið.
Fólksfapið —
m-> i. síðu.
Atvinnulífið hefur verið fábreytt
nema helzt á Akureyri og árstíða
bundið atvinnuleysi landlægt, hélt
hann áfram. — í því tilefni varð
mikil breyting á, þegar reglubund-
in vetrarútgerð hófst frá höfnum
norðanlands og hafa gerðir At-
vinnumálanefndar Norðurlands tví
mælalaust haft mikil áhrif til örv-
unar þeirri útgerð nú upp á síðkast
ið.
Hann ræddi um lífsskilvrði í
landsfjórðungnum, sem hann taldi
góð, en mikið átak þyrfti að gera.
Það þarf ekki aðeins að leysa nú-
verandi atvinnuerfiöleika í lands-
fjórðungnum, heldur þarf að skapa
mikla vinnu á næstu árum. Ef gert
er ráð fyrir, að sama hlutfall íbúa
og áður flytjist til Suðvesturlands
á næstu 17 árum þarf að skapa
atvinnu fyrir 2500. En ef landsfjórð
ungurinn ætlar að halda sínu hlut-
falli í fólksfjölgun í landinu, þarf
að skapa 4900 störf á sama tíma-
bili.
Mexíkani —
-> 16. siðu.
xm
Eiginmaður minn
ÁRMANN SVEINSSON stud, iur.
verðúr jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 15.
nóvember kl. 1.30. ,
Jarðsett verður í kirkjugarðinurr. við Suðurgötu.
Helga Kjaran.
7 æknifræðingur
Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða
tæknifræðing í vélfræði til starfa við rekst-
ur hitaveitukerfis og á teiknistofu. Laun sam-
kvæmt kjarasamningi. Umsóknir með upplýs-
ingum um nám og fyrri störf sendist til hita-
veitustjóra, Drápuhlíð 14, fyrir 1. desember
næstkomandi.
Hitaveita Reykjavíkur.
stóru verki eftir Max Reger og
verkum eftir Bach.
Hann kennir 30 nemendum í
Tónlistarskóla Árnessýslu, nem-
endum á Selfossi og Eyrarbakka en
sjálfur er hann að byrja að læra
orð og orö í íslenzku, því að móður-
málið, spænskan, leikur ekki á
hvers manns vörum hér, á norður
hjara veraldar.
Minningarsjóður -
i6. sMu.
efnilega menn eða konur til rann-
sóknarstarfa og ritgerðarskrifa um
einstök þjóðmálaviðfangsefni,
hvort heldur er lýtur að stiórnmál-
um. íslenzku atvinnulífi eða öðru
en snertir heill íslenzku þjóðar-
innar. Þá mun sjóðurinn hlutast til
um að ýmiss skrif og verk Ármanns
Sveinssonar verði gefin út.
Tekið verður á móti stofnfram-
lögum í dag og næstu daga í Bóka-
verzlun ísafoldar, Austurstræti,
Bókaverzlun Lárusar Blöndal
Vesturveri og Bókaverzlun Sigfús-
ar Eymundssonar, Austurstr. Und-
irbúningsnefnd mun einnig taka á
móti stofnframlögum. Nefndina
skipa: Hilmar Knudsen, Ólafur
B. Thors, Pétur Sveinbjarnarson,
Guðmundur Þorgeirsson og Ragnar
Kjartansson.
Auk þess gefst mönnum kostur á
að gerast styrktarmenn sjóðsins,
en styrktarmönnum er ætlaö að
greiða árlegt framlag til sjóðsins
og kjósa sjóðnum stjórn. Væntan-
legir styrktarmenn eru beðnir að
hafa samband viö undirbúnings-
nefnd.
í Mexíkóborg, en þar nam hann
viö aðaltónlistarskóla landsins.
Hann æfir sig í Selfosskirkju á
orgelið allar stundir sem hann
hefur lausar frá kennslunnj og
ætlar að halda orgeltónleika með
Breyting á landsliðinu:
Örn verður ekki með
— Jón Karlsson kemur i staðinn
Á landsliðsæfingu í gær
meiddist Öm Hallsteinsson úr
FH svo , hann verður ekki
með. Lenti hann í árekstri við
Jón Karlsson úr Val með þeim
afleiðingum að hann meiddist.
Jón meiddist hins vegar ekki,
og eftir æfinguna valdi lands-
liðsnefnd einmitt hann í liðið
gegn V.-Þjóðverjum. Var þessi
árekstur því all kaldhæðinn, en
Jón er mjög góður leikmaður
og ekkj vafi á að hann mun
sóma sér vel i liðnu.
Valsmenn unnu æfingaleikinn
' gær gegn landsliðinu með
17:16. Var það ekki hvað sízt
að þakka frábæra markvörzlu
Jóns Breiðfjörðs, — sem vel að
merkja, hefur ekki hlotið náð (
hjá landsliðsnefnd. — jbp —
REGLUGERÐ
um endurgreiðslur innflutningsgjalds samkv.
4. gr. laga nr. 68/1968 um innflutningsgjald
o.fl.
1. gr.
Innflytjendur vöru, sem innflutningsgjald
skv. 1 gr. laga nr. 68/1968 hefur verið greitt
af og flutt hefur verið inn með erlendum
greiðslufresti með leyfi réttra stjórnvalda eiga
rétt á endurgreiðslu gjaldsins að því marki
sem eftirtöldum skilyrðum er fullnægt:
1. Að kaupverð vara, sem um ræðir hafi verið
greitt í íslenzkum banka hinn 12. nóv. 1968 eða
síðar. Eigi 1. málshður þessa töluliðs einungis
við hluta sendingar, endurgreiðist innflutn-
ingsgjaldið hlutfallslega að því leyti sem varan
greiddist með nýjr. gengi.
2. Að innflytjandi leggi fram:
2.1 Frumrit aðflutningsskýrslu (bleikt ein-
tak) með kvittun tollstjóra um greiðslu
innflutningsgjaldsins.
2. 2 Innkaupsreikning með áritun gjaldeyris-
banka.
2. 3 Afreikning banka á andvirði gjaldeyris
(ásamt víxli).
2. gr.
Nú hefur innflytjandi fengið innflutningsgjald
ið endurgr. af öðrum orsökum en greinir í 1. tl.
1. gr. svo sem vegna útflutrtings vörunnar eða
þess háttar og kemur þá ekki til endurgr.
samkvæmt reglúgerð þessari.
' V I
3. gr.
Endurgreiðslan fer fram hjá ríkisféhírði, Am-
arhvoli, Reykjavík, enda sé umsókn skrifleg
og studd fullnægiandi söhnunargögnum.
4. gr.
Krafa urn endurgteiðslu innflutningsgjalds
skv. þessari regiujgerð verður því aðeins
tekin til greina, að henni sé lýst innan tveggja
mánaða frá dags. á aíreikningi banka sbr. 1.
gr., lið 2. 3.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í
4. gr. laga nr. 68/1968 og öðlast þegar gildi.
Magnús Jónsson
Jón Sigurðsson.
— Hvaö helduröu aö ég þurfi
margar flöskur til þess aö gera
tvo karlmenn skemmtilega hífaöa
án þess að þeir verði óskemmti-
Iegir?
VEÐRIÐ
I DAG
Sunnan kaldi og
smáskúrir.
Hiti 7—9 stig.
HIMSMET
Frú Sarah Crawshaw, sem lézt
árið 1844, lét eftir sig flesta af-
komendur allra kvenna, sem vitað
er um. Alls voru þeir 397 eða svo
er letrað á legsteini hennar.
TILKYNNINGAR
Kvenfélag Laugamessóknar,
heldur sinn árlega basar laugar-
daginn 16. nóv. kl. 3 í Laugar-
nesskóla. Félagskonur og aðrir
velunnarar félagsins, sem vildu
gefa muni, hafi samband við
Nikólínu, sími 33730, Leifu 32472
eða Guörúnu sími 32777.
Kvenfélag Fríkirkjusafnaöarins
í Reykjavík. — Fundur verður
fimmtudaginn 14. þ.m. kl. 8.30
síðdegis í Alþýðuhúsinu, gengið
irin frá Ingólfsstræti
Kvenfélag Bústaðasóknar hefur
haíið fótaaðgerðir fyrir aldraða,
i Safnaðarheimili Langholtssókn-
ar, alla fimmtudaga frá kl. 8.30
til 11.30 f.h. Pantanir teknar í
síma 12924.
t
BJÓÐUM í DAG
KÓRÓNU MYNT.
HEIL SETT
(40 peningar + 2 af-
nrigði)
STAKIR PENINGAR
(Flest ártöl til)
ÝMIS ERLEND MYNT
8ÆKUR og FRÍMERKI
Traðarkotssundi 3
Gegnt Þjóðleikhúsinu.
jMÉááÉúMmmMMs,
V