Alþýðublaðið - 09.01.1966, Side 5

Alþýðublaðið - 09.01.1966, Side 5
Benedikt Sröndal: tJM iffELGlNA Þyrlur flytja farþega milli Manhattan og flugvallar Hinn 22. des. sl. hófust áætlun arferðir með þyrlum milli Pan Am byggingarinnar í miðri New York borg og J.F. Kennedy flug vallarins. Ferðin tekur aðeins 7. xnínútur en eins og þeir vita sem reynt hafa, getur þessi ferð í bíl tekið 1—2 tíma og stundum leng. ur ef umferðin er mikil, Það er flugfélagið „New York Airwais“ sem annast þetta flug á vegum Pan American. Farnar eru 17 ferðir á dag — í sambandi við ferðir Pan American frá J. F. Kennedy flugvelli. Þessi flugferð kostar kr. 300.00 fyrir aðra leiðina — en kr. 430.00 báðar leiðir, en það er minna en kostar að aka í leigubíl þessa sömu leið. Farþegar sem fara frá New York aka að sér.,talcri afgreiðslu í Pan i Am byggingunni. Hraðfara lyftur flytja fa'rþegana upp á 58 hæð i Pan Am byggingunni, en þaðan eru nokkur skref út á þak þygg ingarinnar þar sem þyrlan stend Ur tilbúin til flugs. Þegar þyrlan lendir við byggingu Pan Am á flug vellinum ganga farþegar beint uiji borð í þotuna sem flytur þá frá New York. Þegar farþegar Pan Am koma til New York og hafa lokið toll skoðun er þeim ekið beint að þyrl unni sem flytur þá á 7 mínútum til miðborgai-innar og lendir með þá á þaki Pan Am byggingárinnar á miðri Manhattan. Þessi þyrlu-flugvöllur — þakið á Pan Am byggingunni — er rúm lega 23 þúsund ,,Square“ fet á stærð og er í 800 feta hæð frá götu. Þess má að lokum geta að ís- lenzkir farþegar Pan Am geta að sjálfsögðu keypfc s|ína þyrlu-far Framhaid á 10. síðu. KYNNING A FRAMLEIÐNI- AUKANDILAUNAKERFUM í nútima atvinnurekstri gegna iaunagreiðslukerfi mikilvægu hlut verki. Reynsla síðustu ára hér- lendY hefur sýnt að tilhögun á launagreiðslukerfum getur ráðið miklu um samkeppnishæfni ein stakra fyrirtækja. í því efni getur verið 'um ýmsar leiðir að ræða, eftir aðstæðum, og verður að telj ast mikilvægt, að forstöðumenn fyrirtækja 'hafi öðlazt svn yfir það, lrvaða leiðir eru færar í •þessum efnum. Það htfur orðið að ráði, að Iðn aðarmálastofnun íslands í sam- vinnu við Industrikonsulent A/S boði til kynningar á framleiðniauk 'andi launakdrfum dagafca 3—5 febr. n.k. Á dagski-á fundar verða m. a. tekin fyrir eftirfarandi at-. riði: Helztu leiðir til aukningar fram leiðni í atvinnurekstri, Kynning vinnurannsókna, Algengustu launakerfi, Uppbygging ákvæðis kerfa, Ákvörðun launahlutfalla, Launakerfi fyrir störf í hjálpar deildum, Launakerfi fyrir verk- stjóra, Viðiiald launakerfa, Dæmi um launakerfi í notkun liérlendis. Fyrirle'arar verða sérfræðing ar frá IndUsfcrikonsulent A/S og Iðnaðarmálastofnun íslancls. Þessi kynning er ætluð fyrir forstöðu menn fyrirtækja og nánustu sam starfsmenn þeirra. Allar nána~i upplýsingar og um sóknareyðublöð er að fá í Iðnað armálastpfnun íslgnds, Skipholti 37..Umsóknarfrestur er til. 24. jan úar n,k. (Fréttatilkynning frá IMSÍ.) Hvað verður um íslenzku blöðin? RÉTT FYRIR JÓL fór fram í sænska þinginu í Stokkhólmi um- læða um frumvarp stjórnarinnar um opinberan styrk til stjórn- málaflokka. Var tillagan samþykkt með 240 atkvæðum gegn 76 og munu því 23 milljónir sænskra króna renna til flokhanna á ári, en mesb af því fé fer til flokksblaða. Svíar eru önnur þjóðin í Vestur-Evrópu, sem tekur upp slikt kerfi, en fyrstir voru Vestur-Þjóðverjar undir stjórn kristiiegra demókrata. Áratuginn 1954—64 hættu 54 blöð útkómu I Svíþjóð, þar af aðeins 10 blöð jafn- aðarmanna. Þeir hafa þó misst stærstu blöð síri, nú síðast Stockholms-Tidningen, stórblað með 140.000 eintaka útbreiðslu. í umræðum sænska þingsins sagði Tage Erlander forsætisráðherra meðal annars, að hlutverk stjórnmálaflokka sé að leiða umræður landsfólksins á þann hátt, að allir fái sem skýrasta hugmynd um stefnu hyers flokks og viðhorf til þeirrar framvindu þjóðmála, sem er á næsta leyti. Þess vegna hafi flokkarnir og málgögn þeirra meginþýðingu fyrir lýðræði i landinu. Vandamál blaða eru alvarlegust, þar sem ; þau hafa verið flokkspólitísk í marga manns- aldra, eins og á Norðurlöndum. í Bretlandi, Bandaríkjunum og jafn-r vel Vestur-Þýzkalandi eru blöð þjónustufyi’irtæki, þar sem heiðar- legar frásagnir eru birtar af ræðum og gerðum manna úr öllum flokkum eftir fréttagildi, og greinar birtast hlið við hlið eftir menn úr mismunandi flokkum. Þar sem slík blaðamennska er ekki, til, verður að telja hættulega þróun, er blöð deyja unnvörpum, og flokkur situr uppi með blaðaeinokun. Hér á landi er þetta mál aðkallandi og hefur verið rætt alvar- lega af ráðamönnum sumra flokkanna um hátíðirnar. Síðustu miss- eri hafa bæði verðbólga, tækni og aðrir þættir blaðarekstrar þróazt svo, að kostnaður við útgáfu dagblaða hefur aukizt mun meira en bægt er að auka tekjur blaðanna. Þjóðviljinn er verst staddur og sagði upp öllu starfsfólki sínu um áramótin. Vísir, Alþýðublaðið og Thninn eru ekki langt á eftir. Getur svo farið, að öll þessi blöð verði að draga seg'in saman, en veldi Morgunblaðsins nálgist æ meir einokun. íslenzka þjóðin verður að gera upp við sig, livort hún telur á- stæðu til að gefa út dagblað fyrir hvern flokk. Fjárhagslega ,er þetta ekki mikið mál á alþjóðarmælikvarða, — minna en velta eins skemmtistaðar í Reykjavík. Mundi það efla lýðræði og skoðapa- myndun í stjórnmálum, listum, kjarabaráttu og á öðrum sviðum, et- Morgunblaðið væri eina dagblað landsins, með Vísir sem síðdegisút- gáfu? Eða skapar fjölbreytnin okkur þá útrás og fullnægingu, sem veitir íslenzku iýöræði þrótt og líf? ISTálið er komið á það stig, að foringjar flokkanna geta ekkl longur haldið blöðunum úti með liappdrættum og einkastyrkjumt-4~. því, foisfc stórhætta á óeðlilegum áhrifum peningamanna eða jafnvel erlendra aðila. Þessa fjötra verður að leysa af íslenzkri pólitík, ef hún á að heita frjáls og eðlileg. Undanfarnar vikur hefur verið rætt um ýmsar leiðir til að leysa þetta mál. Ein er hið sænska kerfi, ríkisstyrkur til þeirra' flokka, sem eiga fulltrúa á Alþingi, mismunandi eftir þingmanna- fjölda. Þá mundu þeir fá mestan styrk, sem minnsta þörf hafa fyrir liann. Önnur hugmynd er um að leggja skatt á auglýsingar, láta hann reima í sjóð, sem styrkti þau blöð, er eiga í erfiðleikum. Þetta þýðir, að briðjungur af auglýsingatekjum Morgunblaðsins væri tekinn fcil að greiða hallann af Þjóðviljanum, Timanum, Alþýðublaðinu og Vísi. i Þriðja hugmyndin er að leggja 25% gjald á allt innflutt, prentsð mál: Það gjald mundi vega á móti tolli á bókapappír og bókbands- efni og jafna aðstöðu erlendra og innlendra bóka og blaða á mark- laðii Gjaldið ætti ásamt tolltekjum af blaðapappír að leggja í dag- blaðasjóð. Sá sjóður gæti aðstoðað þau dagblöð, sem sanna með umsókn og reikningum, að þau eigi við fjárhagsörðugleika að sti'iða. Aðalatriðið- er, að þetta vandamál er komið á svo alvarlegt stig, að bað krefst lausnar áður en langt líður. Umræður um þær ráð- . , st.af.anir, sem að cfan getur, Iiafa farið fram í fyllstu alvöru. Þettti er að sumu leyti hvimleitt mál, en lengur verður ekki unnt Í9 stinga hausnum í sandinn. -, ,ct ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 9. janúar 1966

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.