Alþýðublaðið - 09.01.1966, Blaðsíða 6
GLUGGINN
Gömul tízka endurvakin
HfN 21 ÁRA GAMLA brezka sjónvarpsstjarna Cathy Mc
Gnwan, hefur hér klætt sig í svipuð föt og hSn frægfa stjarna
högiu mytMlanna, Ciara Bow og í þessum fötum kemur hún
fram sjónvarpinu, stuttum kjól, breiðum skóm með bandi og
ennfremur ber hún festar úr svörtum perlum eins og sjá má á
inyndi ini. Ekki er óiíklegt að þessi jraniia tizka eigi eftir að
verða vinsæl núna, og- þá ekki sízt tvöfalda festin, sem virðist
i
fara vel við stuttu kjólana.
□ Winston Churchill, hinn 25
ára gamli sonarsonur hins látna
stjórnmálamanns, hefur undan-
farna mánuði verið á fyrirlestra-
ferðalagi í Bandaríkjunum — og
haldið um 50—60 fyrirlestra um
Afríku og stjórnmál í Evrópu.
Hann heldur þar við fjölskyldu-
venjunni. Um það bil á sama aldri
fór afi hans í fyrirlestraferð í
Bandaríkjunum og seinna einnig
faðir hans, aRndolph Churchill.
Ungi Churehill er nú á leið til
Austurlanda eftir að hafa dvalizt
í fríi með konu sinni á Jamaica.
Fyrir ári síðan skrifaði hann á-
gæta bók um Afríku.
□ Johnson forseti hefur á
síðustu tíu mánuðum fengið meira
en 10 þúsund bréf, sem eingöngu
fjölluðu um stríðið í Vietnam. —
Kókos-
kökur
KONA nojckur kom til sálfræð-
ings og bað' um vottorð þess, að
hún væri andlega heilbrigð. Lækn-
irinn rannsakaði hana og rétti
henni svo vottorðið, sem hún
hafði beðið um.
— Þér getið verið ánægðar, frú.
Þér eruð eins hraust og eðlileg og
nokkur getur verið. Hvers vegna
í ósköpunum eruð þér að biðja um
þetta vottorð?
— Ja, svaraði konan, — það
er eiginlega maðurinn minn, sem
heldur því fram, að ég sé eitthvað
skrýtin. Og vitið þér bara hvers
vegna? Það er af því, að mér
finnst svo góðar kókoskökur.
— Kókoskökur? En það er
ekkert skrýtið við það. Mér
finnst sjálfum þær vera mjög
góðar.
— Nei, er það virkilega, lækn-
ir. En skemmtilegt. Þér verðið þá
endilega að koma og heimsækja
mig. Ég hef allt loftið, allan kjall-
arann og allan bílskúrinn fullan af
kókoskökum.
Forsetinn les sjálfur daglega um
10—15 af þessum bréfum, fyrst
og fremst bréf, sem koma frá her-
mönnum, sem berjast í Vietnam.
Margir bréfritararnir fá svar frá
forsetanum sjálfum, en öðrum
bréfum er svarað á sérstakri skrif-
tofu í Hvíta húsinu.
□ JAMES BOND kvikmyndin
Oullíingur hefur verið bönnuð í
ísrael, ekki vegna hinna drama-
tísku ævintýra 007 eða James
Bond eða vegna fúlmennsku
herra Gullfingurs lieldur vegna
þess að eitt aðalhlutverkið í
myndinni leikur Gert Fröbe, sem
nýlega viðurkenndi það í viðtali,
að hann hafi verið meðlimur í
nazistaflokknum og hafi verið lið
þjálfi í varnarliðinu.
•oooooooooooooooooooooooooooooooo
Býður fram
konu sína
GEORGE WALLACE, fylkis-
stjóri í Alabama, sem er einn
mesti negrahatari allra fylkis-
stjóra í Bandaríkjunum, reyn-
ir nú sem ákafast að fá konu
sína kosna sem fylkisstjóra
næsta kjörtímabil, þar sem
komið hefur í ljós, að ómögu-
legt er fyrir hann hvaða
brögðum, sem hann beitir, að
tryggja sér endurkosningu. —
Embættistími Wallace rann út
um þessi áramót, og stjórnar-
skráin leyfir ekki beina end-
urkosningu. Wallace reyndi að
fá þessu breytt, þannig að
endurkosning yrði leyfð,. en
öldungadeildin, sem hann ekki
stýrir eins og fulltrúadeild-
inni, var á móti tillögunni. Þá
kom fram hugmyndin um að
láta frú Wallace bjóða sig
fram, en það er í rauninni ekk
ert annað en það, að Wallace
„eiginmaður fylkisstjórans”
getur haldið áfram að vera
raunverulegur fylkisstjóri í
Alabama. Þetta er ekki í fyrsta
skipti, sem slíkt gerist í
Bandaríkjunum. Árið 1924 var
valin sem fylkisstjóri í Texas
frú Ferguson, en allir vissu,
að hún var aðeins kosin til
þess að maður hennar,. James
Ferguson fengi völdin, en hann
hafði ekki náð kosningu árið
1918. Hann kom sér upp skrif-
stofu við hlið skrifstofu konu
sinnar, og eitthvað svipað ætl-
ar Wallace sér að gera. Eng-
inn efast um, að Wallace yrði
endurkjörinn, ef að stjórnar-
skráin leyfði það, ekki aðal-
lega vegna stefnu sinnar í
kynþáttamálum, heldur vegna
þess, að hann hefur reynzt vel
sem fylkisstjóri, hann hefur
gert áætlun um vegagerðir,
hefur hækkað kennaralaun,
séð um að námsbækur séu ó-
Framhald á 10. síðu.
Hormónalyf lækna dvergvöxt
VIÐ háskólasjúkrahúsið í Upp-
ölum í Svíþjóð hefur nú verið
iagt frá árangri af athyglisverð-
um tilraunum, en það er meðferð
með hormónalyfjum á dvergvexti,
sem stafar af truflunum í starf-
semi heiladingulsins. Hinn svo-
kallaði dvergvöxtur getur haft
margar orsakir og eru 5 þeirra
helztar. Það hefur þó aðeins ver-
ið dvergvöxtur vegna truflana í
heiladingli, sem hefur verið rann-
sakaður í Uppsölum, og í allri
Svíþjóð eru ekki nema um 30—40
manneskjur, sem þjást af sílkum
dvergvexti. En hann stafar af
því, að heiladingullinn, sem aðal-
lega framleiðir kynkirtlahormóna
og vaxtarhormóna framleiðir þá í
of litlum mæli eða að framleiðsla
þeirra hefur alveg stöðvast. Kyn-
þroski kemur seint hjá þessu
fólki og vöxturinn hættir allt of
snemma. Niðurstaða rannsókn-
anna í Uppsölum gefur góðar
vonir, en aðeins ef um dvergvöxt
af þessu tagi er að ræða. Fram-
leitt hefur verið sérstakt hormóna
lyf, unnið aðallega úr heiladingli
Frh. á 10. síðu.
SAMTÍNINGUR
9. janúar 1966 - ALþÝÐUBLAÐIÐ