Alþýðublaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 4
{MMM&
Bitstjórai: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Rltstjórnarfull-
trúl: Elður Guðnason. — Símar: 14900 - 14903 — Augltfsingasiml: 14908.
AOsetur: AiJ)ýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavlk, — Prentsmiðja Alþýðu-
blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 elntakið.
tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Hitaveitan svíkur
NÁTTÚRUÖFLIN hafa undanfarið minnt ís-
lendinga á, að þeir búa í barðbýlu landi, þar sem
allra veðra er von. Gömlu fólki fkemur þetta ekki
á óvart, en yngri kynslóðin er alin upp á góðviðris-
skeiði, sem raunar er ekki á enda, þótt næði <um
landið á vetrardögum.
En þeir, sem mikið eiga, hafa mikið að missa.
Nútímalíf byggist á margvíslegri þjónustu, svo sem
rafmagni og hita. Bregðist þessi þjónusta, er fólk
illa búið undir kulda og myrkur og daglegt líf fer
úr skorðum.
Undanfarnar vikur hefur Hitaveita Reykjavík-
ur til dæmis brugðizt á mörgum stöðum í borginni.
I»egar kaldast hefur verið, hefur hiti farið af hús-
um. Nauðsynleg þjónusta, sem borgarbúum hefur
\erið lofað, bregzt, þegar mest á reynir.
Þegar hitaveita er lögð í hús gegn greiðslu af
hálfu húseiganda, tekur Hitaveita Reykjavíkur að
sér upphitun þess húss. Þess vegna finnst borgarbú
um það svik við sig, ef hitinn bregzt einmitt þá,
er hans er mest þörf.
Fólk sættir sig við óviðráðanlegar bilanir. En
það spyr, hvort hitaveitaai hafi ekki færzt of mikið
í fang, tekið að sér hitun of margra húsa, ef hún
'getur ekki séð fyrir nægu vatni í mestu frostum.
Verður ekki að miða slíka þjónustu við þá daga, er
notkun er mest? Verður ékki rafmagnsframleiðsla
öð miðast tvið mestu notkun? . .
Sá grunur læðist að borgarbúum, að forráða-
menn hitaveitunnar hafi ánnað hvort reiknað skakkt
ttDODIESEL 260
Auglýsing frá AB Jönköpings
Motorfabrik. (June Muríktell)
J.M. Diesel 260 er áranffuriim af 50 ára reynslu verksmiðjanna í smíði mótora.
J.M. Diesel 260 er sérstaklega byggður fyrir fiskiskip í stærðum frá 400 til 2608
hestöfl. —■’ Hér er sænsk véltækni — og verkfræðikimnátta á hæsta stigi. — Sér-
hver mótor þolir fullt álag dag eftir dag, mánuð eftir mánuð. — ár eftir ár. —
SÆNSK GÆÐAVARA. — Reynslan sýnir að liinn nýi J.M. Diesel 260 stendur öll-
um öðrum dieselmótorum á sporði — J. M. DIESEL-MÓTORAR MUNU FRAM-
VEGIS SEM HINGAÐ TIL VERÐA HELZTI MÓTOR FISKIFLOTANS. —
TRAUSTUR — GANGVISS — ENDINGA RGÓÐUR — SPARNEYTINN.
ÚTBÚINN ÖLLUM I»EIM FYRSTA FLOKKS NÝJUNGUM, SEM BEZTAR HAFA
REYNZT.
Kynnið yður hina vinsælu J.M. Diesei- mótora hjá umboöinu og þér munuð sann-
færast um kosti þeirra og yfirburði.
Einkaumboð á íslandi:
Transif Trading Company
GEIR STEÁN9SON
Suðurlandsbraut 6. — Sími 30780.
eða vísvitandi tekið mikla áhættu, er þeir útbreiddu
kerfið svo mjög, sem gert hefur verið, án þess að
samsvarandi aukning yrði á vatnsmagni. Þessi freist
ing er án efa mikil — en nú er komið að skuldadög
um. Svona er ekki hægt að reka þjónustufyrirtæki
almennings. Þau verða að 'gegna hlutverki sínu, þeg
ar þörfin er mest. Geti þau það ekki, bregðast þau
hlutverki sínu.
ÚTGERÐARMENN - SKIPSTJÓRAR
Til sölu er samningur um stálfiskiskip, ca. 300 tonna brutto stærð, eitt af þrem, sem
verið er að hefja smíði á hjá þekktri sænskri skipasmíðastöð. Skipið verður tilbúið
til afhendingar 12 mánuðum eftir undirskrift samnings. Lánamöguleikar fyrir hendl.
— Allar upplýsingar fást hjá undirrituð um:
Sú hefur iverið venjan undanfarin ár, þegar
hitaveitan bregzt í vetrarkuldum, að forráðamenn
fyrirtækisins og borgarinnar gefa margvíslegar skýr
ingar. En það er lítil hitaorka í þeim afsö'kxmum.
Á sumrin <er keppzt við að teygja úr kerfinu, þótt
sambærileg aukning vatns verði ekki. Þá eru afsak
anir frá vetrínum gleymdar.
Reykvíkingar hita ekki upp hús sín þessa daga
með framkvæmdum, sem lofað er einhvern tíma
næsta sumar. Þeir telja, að Hitaveita Reykjavíkur
liafi brugðizt enn einu sinni því hlutverki, sem hún
hefur tekið að sér. Og fólk spyr: Hvers vegna gerist
/þtkta ár eftir ár? Hvenær verður þessum málum
'komið í það horf, að hitaveitan geti ráðið við mesta
álág vetrarkuldanna? *
JUNE MUNKTELL UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI.
Transit Trading Company
GEIR STEFÁNSSON.
Suðurlands braut 6. — Símar 30780 og 19797.
Misþyrming barna
Nú er mikið rætt um það í Sví-
þjóð, hvað sé hægt að gera til að
hindra misþyrmingar á börnum,
sem hafa aukizt þar. Síðustu vik-
ur hefur komizt upp um nokkur
tilfelli, þar sem börnum hefur ver-
ið misþyrmt hroðalega. Nýlega var
22 ára gömul móðir sett í fang-
elsi í Gautaborg eftir að upp komst
að hún drekkti barni sínu. Barnið
var tveggja og hálfs árs, og hafði
konan kastað því í gólfið fyrst, og
síðan sett það ofan í þvottabala
fullan af vatni með þeim afleið-
ingum, að barnið drukknaði.
Gefin hafa verið út tilmæli til
fólks, að tílkynna til lögreglunnar,
ef það veit um foreldrá eða forsjár-
menn barna, sem misþyrma þeim
á einhvern hátt.
Sifreiðaeigendur
sprautum og réttuxu
Fljót afgreiðsla
Sifreiðaverkstæðið
Vesturás hf.
Síðumúla 15B. Síml S574I.
4.30. janúar 1966 - ALþÝÖUBLAÐIÐ