Alþýðublaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 7
Þjóðleikhúsið, litla sviðið:
HRÓLFUR
eftir Sigurð Pétursson
Leikstjóri: Flosi Ólafsson
Leikmynd og búningateikn-
ingar: Lárus Ingólfsson
Tónlist: Leifur Þórarinsson
Á RÚMSJÓ
eftir Slawomir Mrozek
Þýðandi: Bjarni Benedikts-
son frá Hofteigi
Leikstjóri: Baldvin Hall-
dórsson
Leikmynd: Gunnar Bjarna-
son.
„Hvar er ósvikið frelsi að finna?
Við skulum hugsa rökvíslega. Ef
ósvikið frelsi er eitthvað annað en
venjulegt frelsi, hvar á maður þá
að leita þess? Það er mjög einfalt
mál. Ósvikið frelsi er að finna
þar sem venjulegt frelsi vantar.
Og einmitt þess vegna .... ” Þessl
orð, lögð í munn Árna Tryggva-
syni, eru niðurstaðan af einþátt-
ungi Slawmoir Mrozeks sem Þjóð-
leikhúsið leikur nú í Lindarbæ.
Hennar vegna tekur Árni, alias
litli maðurinn, sína miklu ákvörð-
un að fara nú til og fórna sér fyrir
aðra. Félagar hans slátra honum
og eta þó til sé á bátnum bæði
kálfasteik og baunir. Steikin og
baunirnar skipta hér miklu. Fórn
litla mannsins er sem sagt jafn-
þarl'laus og röksemdafærslan fyrir
henni er marklaus. En hún er hon-
um grimm alvara, hans eina hald-
reipi í skipsbrotinu. Hann endur-
tekur lokaorð sín látlaust meðan
leiknum lýkur, — „ekki án blæ-
brigða heldur eins og hann leiti
af örvæntingu þess sem hann vildi
segja,” segir höfundur. Þessari
leit, þessari örvænting lánaðist
Árna Tryggvasyni ekki að lýsa;
hann staðnæmdist við ytraborð
litla mannsins, og sama máli
gegndi um þá Valdimar Helgason
og Bessa Bjarnason í sínum hlut-
verkum og þáttinn í heild sinni.
Með þessu móti gaf á rúmsjó ekki
af sér nema örfáa heldur lítilfjör-
lega brandara. Ádeilumáttur verks
ins er fólginn í fullkomnum sam-
runa rökleysu hans og rökhyggju,
afskræmingar og alvöru, og sam-
svörum hans við þjóðfélagslegan
veruleik þar sem hann er leikinn.
Þá má ætla að leikurinn orki með
allt öðrum hætti þar sem spurs
mál hans um „frelsi" og „ósvikið
frelsi”, „réttlæti” og „sögulegt
réttlæti” eru raunverulega brenn-
andi spursmál; annarsstaðar verð-
ur hann frekar heimild um heima-
land sitt. Minnsta kosti lánaðist
ekki Baldvin Halldórssyni og leik-
Svipmynd úr Hrólfi Signrðar Péturssonar
Svipmynd úr pólska leikritinu Á rúmsjó
urum hans að blása lífi í þennan
leik á íslenzku; það kann nú líka
að vera að til þess dugi ekki minna
en fullkomin staðfærsla í þýðingar
stað.
Á undan þunnmetinu pólska
kom íslenzkt kjarnmeti. Slaður
og trúgirni Sigurðar Péturssonar,
öðru nafni Hrólfur, er fjarlægt
okkur í tíma eins og' Á rúmsjó er
í rúmi; en ólíkt voru leikendur
Þjóðleikhússins heimakomnari hin-
um gamla gleðileik skólapilta en
satírunni pólsku. Flosi Ólafsson
setur leikinn á svið með fjöri og
tilfyndni, smekkvíslega og fyrnsku
Iaust, en Leifur Þórarinsson hef-
ur samið við hana magnaða tón-
list, nýstárlega og í senn með
keim kvæðalags og sálma. Leikrit
Sigurðar Péturssonar eru merkis-
rit í íslenzkri bókmenntasögu og
menningarsöguleg heimild; þar er
áþreifanlegt upphaf íslenzkrar leik
ritagerðar hvað sem líður hug-
myndum manna um „leiklist” á
herranótt skólapilta í Skálholti
áður fyrr. Nú kom á daginn að þau
geta orðið til ósvikinnar skemmt-
unar. Væri gaman að fá þessu
næst að sjá Narfa uppfærðan í
heilu líki.
í sýningu Þjóðleikhússins er
þriðji þáttur Hrólfs feldur niður,
og er það líklega rétt ráðið; þriðji
þátturinn er óneitanlega veiga-
minnstur í leiknum og þar er fitj-
að upp á nýju söguefni. Samt er
lýsing Möngu vinnukonu ekki lok-
ið fyrr en með því; þau Hrólfur
er mest fyrir sér í leiknum, ís-
lenzk gerð þeirra Hinriks og Pern-
illu Holbergs, hinna klassísku
prakkara gleðileikjanna. Þau fá
hé(r Bínj. makleg máliagjöld. —
enginn þarf að efast um hvert
Manga leiti útrekin frá Auðuni
lögréttumanni að leikslokum. „Eia,
værum vér har!” En svo langt
var sagan sögð að þessu sinni.
Hinsvegar nægja fyrri þættirnir
tveir til að koma fram þjóðlífslýs-
ingu leiksins, sem er þeim mun
skemmtilegri sem hún er náttúr
legri:og alveg óyfirlögð af Sigurði
Péturssyni. Óþörf áherzla á hana
mundi spilla sýningunni, en hér
var réttilega lagt með upp úr
græskulausri gamansemi leiksins,
skopi og ærslum, sem naut sín
líka til fullnustu. Það sópaði veru-
lega af Hrólfi Bessa Bjarnasonar,
mátulega grófum og ýktum, og
tröllslegur varð hann þegar hann
fór að kveða; en Þóra Friðriks-
dóttir gaf honum ekki mikið eftir
sem Manga þó leikur hennar væri
ekki jafn taminn. . Ég get aldrei
fellt mig við talanda Árna Tryggva
sonar og hann virðist hafa næsta
brigðult tímaskyn í leik; en hann
náði hárréttu uppliti Auðuns lög-
réttumanns og lýsti einfeldni hans,
sjálfsánægju bæði og sálarangist,
með farsælli kímni; hef ég ekki
séð Árna gera annað betur um
sinn. Sama gildir um Valdimar
Lárusson sem lék Gissur bænda-
öldung með hófsamlegri stillingu;
þess er einnig skylt að geta um
Valdimar að liann náði einna bezt-
um tökum á sínu hlutverki í Á
rúmsjó. Anna Guðmundsdóttir lék
Sigríði húsfreyju með hófstylltri
kímni sem naut sín mætavel í
sýningunni sem öll var í jafnvægi
hófs og öfga. Þetta jafnvægi lán-
aðist jafnvel í öfgafyllstu atriðum
sýningar, þeirra Jóns á Heiðar-
koti og Eiríks á Aumalæk, Sverr-
is Guðmundssonar og Jóns JúM-
ussonar; þar upphófst í leiknurn
heimagerður absúrdismi, yfirmáta
kátlegur, og miklu sannlegri á
sviðinu en hinn aðfengni í þætf-
inum sem á eftir kom.
Leikmyndir þeirra Lárusar Ing-
ólfssonar og Gunnars Bjarnasonaí'
voru einfaldar en viðfelldnar, hvor
með sínu lagi. Þó mætti baðstofu-
myndin í Hrólfi sem bezt vera enft
einfaldari, drög hennar mundu
nægja, og lýsing nákvæmari, eink-
um í upphafi leiksins. Eins oig
endranær í Lindarbæ gætti þe~s»
að leikendur eru enn ekki full vaii
ir hinu ofurlitla sviði; þá voru mis-
og bögumæli furðulega tíð í bá<>
um þáttunum; vonandi stendúr tíl
bóta. Húsið var varla hálfsetið ái
frumsýningu sem lýsti óþörfu tóni-
læti; hvað um Á rúmsjó líður er
Hrólfur með skemmtilegustu sýn-
ingum sem enn hafa sézt í Lindar-
bæ. — Ó.J.
Vandað og fróðlegt
landkynningarrit
Vér íslendingar ,sem búsettir
erum erl. og látum okkur skipta
íslenzk mál, fögnum hverri þeirri
viðleitni, er stefnir að því marki
að kynna land vort og þjóð ó sem
réttastan og árangursríkastan hátt
á erlendum vettvangi. Þess vegna
er sá, sem þetta ritar, innilega
þakklátur þeim framsýnu og áhuga
sömu mönnum, Haraldi J. Hamar
og Heimi Hannessyni, er hófust
handa um útgáfu hins tímabæra
og fjölþætta landkynningarrits
Iceland Review, og öðrum þeim,
er þar eiga hlut að máli. Hefi ég
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. janúar 1966 ^
lesið ritið með ánægju frá byrjyn
og tel það hafa náð tilgangi sínum.
í vaxandi mæli. Ég er nýbúinn ,yð
fá seinasta hefti þess fyrir árið,
sem leið, og tek nú tækifærið |i)
þess að votta hlutaðeigendum þökk
fyrir ritið í heild sinni, með þvi
að fara sérstaklega nokkrum oijð-
um um þetta nýjasta hefti þess.;
Það hefst að meginmáli á snjallri
lýsingu ó íslenzkum vetri („Wint-
er is Here”), í sínum miklu aifdl
stæðum, eftir Sigurð A. Magnð&’-:
PramHalfl á 10. -íAll