Alþýðublaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 16
 : Kallinn spældi kellinguna 1 alveg í gær, þegar hann las ‘ uni nýju tízkuna. Hann spurði hana hvernig liún ætl aði að hafa kjólinn 15 sentí - metrum fyrir ofan hné, þeg ar liún væri með Iærin í skónum. . . t Þegar hitaveitan bregzt verður maður að reyna að hita sér í hamsi og það getur maður gert með því að lesa síðustu Bláu bókina .... Reglur um tollfrjálsan inn flutning ferðamanna. Fyrirsögn í Þjóðviljanum „. . . . Á undanförnum árum hafa kjólar sífellt verið að stytt ast, og er nú svo komið að tízku frömuðirnir í París róa að því öllum árum, að konan afhjúpi fótleggi sína svo mikið sem auð ið er og láti kjólana ekki ná nið ur fyrir mið læri.“ Framanskráð innan gæsalappa er orðrétt tilvitnun í Tímann í fyrradag. Einhverntíma hefði það kostað löðrung að draga faldinn á lausa konu 15 sentimetra upp fyrir hné en þetta gera tízkfrömuðimir nú í París, ekki bara við lausakon ur heldur við sem allra fiestar konur fá ekkert nema hrós og peninga fyrir. Annars vaknar önnur spurning í þessu sambandi. Til þessa hef ur það verið mikið vandamál kvenna í þröngum og stuttum kjól um, að sitja kurteislega í sam kvæmum, einkum ef karlmaður isitur á móti þeim og hefur þetta vandamál kostað augnagotur og vandræðalegheit á báða bóga. Nú er spurningin.: Þegar kjóllinn. er 15. sentímetra fyrir ofan hné á dömu þegar hún stendur upprétt, hvar verður hann þá þegar hún er sezt? Allir vita að kjólar hafa tilhneigingu til að styttast um leið og sezt er niður. Og hvaða samræmi er í því, hjá þessum kóngum í París, að stytta ekki kjólana jafnt í báða enda? Er endilega nauðsynlegt að stytta þá bara í óæðri endann? Og enn er hægt að spyrja um samræmi hlutanna: Hvernig stend ur á því, að í stríðslok, þegar hvorki tízkufrömuðir í París eða allur almenningur í Evrópu, átti bót fyrir boruna á sér, voru allir kjólar öklasíðir, en nú þegar all ir eru ríkir og allar þjóðir geta sýnt fram á árlega famleiðsluaukn ingu í klæðaiðnaðinum, eru kjól arnir komnir upp á mið læri? Má maður kannski búast við svip aðri þróun í framtíðinni, að klæða notkun verði í öfugu hlutfalli við framleiðsluaukninguna í klæðaiðn aðinum? En það er ekki hægt að ætl ast til að nokkur maður botni í dyntum Parísarkónganna og kven fólksins og er málið hér með tek að út af dagskrá. í blöðum segir frá því að mink ur komst : liænsnahús og drap 25 liænur, allar sem viðstaddar voru. Nú er líklega ekki viðeigandi að gera grín að óförum manna í öðru k.iördæmi en auðvitað undir strikar betta ennbá einu sinni hví líkt skaðræðisdýr minkurinn er. En frá bvf segir líka í fréttinni að hænsnahú'ið standi fvrir sunnan og ofan bæinn, bannig að bærinn hlv+ur óhjákvæmileea að standa norðan os neðan við hænsnalnbið. Þet.ta bvkir mér ekki hepnileg st.aðsetning á hænsnahúsi, eink- um með tilliti til bess. rem hæn urnar hlióta að óska húsbændun um beear þeir eru að ræna bær ecrgiunum. Off einniff með tiliiti tii bess. að beffar minkur kemst. i bænsnabúsið. ffetnr fólkið ekki óskað bonum norður off niður án be's að kalla óvættina yfir sig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.