Alþýðublaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 8
 ANTOINE LOPEZ, .starfsmaður . flugfélagsins Air France á Orly- flugvelli í París og njósnari í -þjónustu Frakka og Marokkó- manna, pantaði símanúmer mar okkanska innanríkisráðerrans, Rab at 20301. Hann sagði aðeins þrjú jorð: „Sendingin er komin.” j Sendingin var marokkanski j»tjórnarandstöðuleiðtO{»inn og út ’laginn El Mehdi Ben Barka. „E1 Mehdi“ þýðir hinn heppni. En Ben Barka var myrtur. Sennileg ur morðingi: Innanrikisráðherra Marokkó, Mohammed Oufkir hers 'höfðingi. Sennilega í vitorði með honum: Háttsettir starfsmenn lög. reglunnar og stjórnarinnar í París og ef til vill ráðherrar. Það er engin furða þótt frönsk blöð tali um hneyksli. Hneykslið hófst í apríl í fyrra. Á herbergi nr. 55 á Elysseehóteli í París komu þrír úr hópi helztu manna undirheima Parísar til fundar: ★Anloine Lopez, njósnarinn sem lék tveim skjöldum. ★ Georges Figon, fyrrverandi atvinnuglæpamaður, síðar starfs- maður ,,Corps Special 1800,“ sem er deild í frönsku leyniþjónust- unni. ★ Georges Bouchesseiche, hóru húsaeigandi. Þeir. voru saman komnir til að ræða jnöguleika á því að ræna Ben Barka. Hann hafði snúið baki við Has an Marokkókonungi, sem hann yar áður í vinfengi við, og krafizt jarðaskiptingar og þjóðnýt ingar í Marokkó. Fyrir rúmu ári var hann rekinn í útlegð og upp frá því flakkaði hann um heiminn. 29. október í fyrra kom Ben Barka til Parísar til að ræða á- form um töku áróðurskvikmyndar. Georges Figon hafði heitið Ben Barka 100.000 frönkum til þess að standa straum af kostnaði við töku þessarar kvikmyndar, sem fjalla átti um baráttuna gegn ný lendustefnu í Norður-Afríku. Við ræður þeirra áttu að fara fram á veitingahúsinu „Brasserie Lipp“ á Boulevard Saint Germain. En þetta var gildra. Á leiðinni til veitinga hú sins var Ben Barka handtek inn af yfirmanni, siðgæðis- og eit urlyfjalögreglunnar, Louis Souch- on. Marokkanski útlaginn var færð ur inn í svarta bifreið af gerðinni Peugeot 403. Ben Barka sem örfá um klukkustundum áður hafði fengið áheyrn hjá de Gaulle for seta uggði ekki að sér. Figon lýsti því sem gerðist í við talinu við vikuritið ,,L‘Ex- press". Ekið var með Ben Barka til þorpsins Fontanay-le-Vicomte, þar sem hóruluraeigandinn Bouch eseiche á villu. Þar beið Oufkir hershöfðingi. Figon segir: Oufkir tók að skera í háls og brjóst hans með rýtingi". Síðan var farið með fórnarlambið til heimilis Lopez ar í nágrenni Parí'ar. Þar var Ben Barka bundinn við miðstöðvar ketil og gat hann ekki andað. Fullyrt er, að hvorki Figon né lögreglan viti um það, sem gerð Oufkir utmríkisráðherra er sá ,sem stóð fyrir morðinu. Farið var með Ben Barka í bíl til húss Georges Boucehseiches í þorpinu Fontenay le-Vicomte. Eng 8 30. janúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.