Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 4
ED^ItO) Rltstjórar: Gylfl Gröndal (éb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjómarfull- trúl: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýslngasíml: 14908. AOsetur: Alþýöuliúsið vlð Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 elntaklð. Otgefandl: Aiþýðuflokkurinn. Lítið í eigin harim ÞJÓÐVILJINN fyllist gleði og tekur fram spari- letur, þegar hann kemst í tæri við útgerðarmenn, sem eru svo óánægðir með tilveruna, að þeir láta jafnvel kommúnistablaðið hafa eftir sér árásir á ríkisstjórnina. Nú síðast hefur Finnbogi Guðmunds- son í Gerðum tekið að sér þetta uppbyggilega hlut- verk. Finnbogi kvartar undan því, að fiskverð hafi aðeins hækkað um 15% í staðinn fyrir 50% sem þörf sé á. Hann vorkennir sjómönnum og telur þeim boðin slík kjör, að þeir fáist ekki til að róa. Rétt er að minna Finnboga á, að víðtækara sam- komulag náðist nú um fiskverð en mörg undanfarin ár, og þarf ríkisstjórnin að greiða tugi milljóna til að þessi hækkun náist, ekki meiri en hún er. Hvern- ig vill Finnbogi koma fram meiri hækkun? Telur hann, að fiskiðjuverin geti greitt hærra fiskverð? Eða vill hann, að ríkissjóður greiði nokkur hundr- uð milljónir með fiskverði? Og hvaðan ætti ríkis- sjóður að taka það fé? Ekki verður hjá því komizt að minna á, að flest- ir þeirra, sem ráða bátaflotanum og eiga frystihús- in um allt land eru sömu menn. Þeir eiga sölusam- tök og stjóma þeim. Utgerðin hefur á síðustu ár- um fengið stóraukið frelsi til framkvæmda og skipa- kaupa og tugum milljóna verið varið til hagræðing- ar af ríkisfé. Þess vegna verða þeir vísu menn, sem stjórna útgerð, fiskiðnaði og fisksölu Islend- inga.að svara þeirri spurningu sjálfir, hvers vegna þeir geti ekki greitt hærra verð fyrir fiskinn. Verð- lag erlendis hefur verið síhækkandi. Af hverj.u geta þessir menn ekki greitt sjómönnum hærra kaup? Það er furðuleg meinloka í huga manna eins og Finnboga í Gerðum að skamma ríkisstjórn fyrir alla skapaða hluti og kenna henni um, að hann og hans líkar tná ekki betri árangri en raun ber vitni. Ef til vill vilja þessir menn, að ríkisvaldið haldi öferum atvinnuvegum niðri til að ekki sé sam- 'keppni um vinnuaflið. En þjóðin ætlast til þess, að hinir gömlu og traustu atvinnuvegir sýni skilning því, að koma verður upp nýjum atvinnugreinum 1 að tryggja framtíð þjóðarinnar- Sem betur fer hugsar allur fjöldi útgerðar- njanna ekki eins og Finnbogi. Það má æsa menn JP> þegar á móti blæs, og neita staðreyndum eins þeim, sem Gylfi Þ. Gíslason hefur eftir örugg- uhi heimildum fræðimanna. En framtíð sjávarút- 'Vegsins á íslandi verður ekki tryggð á þann hátt. 4 3. febrúar 1966 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ Frá vinstri: Elín Jónsdóttir, Kristjana Steingrímsdóttir, Margrét■ Jensdóttir, Ósk Kristjánsdóttir og Rósa Þorsteinsdóttir. Landsliðskeppni í bridge lokið Lokið er nú landsliðskeppni Bridgesambands íslands og hafa nú valizt sex pör í opna flokkinn og 3 pör í kvennaflokkinn ó Nor ræna bridgemótið í vor. Keppnin var mjög jöfn allan tímann og fór svo að lokum að ekki skyldi að 6. og 7. par í karla flokknum nema eitt stig og í kvennaflokknum urðu 3. og 4. par jöfn að stigum, en hlutfallstala unninna og tapaðra EBL-stiga lát in ráða röð. Eftirgreind sex pör öðluðust rétt til að keppa í opna flokknum.: 1. Ásmundur Pálsson, Hjalti E1 ía-son 74 stig. 2. Benedikt Jóhannsson, Jóhann Jóhannsson 72 stig. Símon Símonarson, Þorgeir Sig urðsson 71 stig. 4. Agnar Jörgenson, Ingólfur Ise barn 70 stig. 5. Einar Þorfinnsson, Gunnar Guðmundsson 68 stig. 6. Jón Arason, Sigurður Helga son. 66 stig. Hjá konunum unnu eftirgreind þrjú pör '•ér rétt til að keppa í kvennaflokknum: 1. Kristiana Steingrímsdóttir, Margrét Jensdóttir, 86 stig. 2. Ósk Kristjánsdóttir, Magnea Kjart.ansdóttir. 74 stig. 3. Elín Jón=dóttir, Ró=a Þorsteins dóttir 68, stig. Allt eru betta þekktir ispilarar og Iiafa sumir þeirra keppt oft fyHr íslahds ‘hönd í milliríkja leik.ium. Að öðru leyti urðu úrslit þessi: Karlar.: 7. Steinþór, Þorsteinn 65 stig. 8. Eggert Vilhjálmur 63 stig. 9. Hilmar Jakob 61 stig 10. Stefán Þórir 58 stig 11. Jón Gunnar 56 stig. 12. Júlíus Tryggvi 53 stig Landsliðsflokkur karla í bridge. Framhald a 15. síðu. m FTTTI IkIk ooooooooooooooooooooooo<xxx>oooo<> ir Skriffinnskan færist í vöxt. ic Kolkrabbinn teygir úr örmunum. ic Fimmtán sinnum brotlegur. ic Furðuleg ummæli í útvarpinu. oooooooooooooooooooooooooooooooo JÓH. KR. SKRIFAR: „Ég fæ ekki betur séð en aff skriffinnskan fari sífellt í vöxt og ef þessu heldur svona áfram, þá munum viff kafna í skjölum. Fyrir nokkru þurfti ég aff hafa nokkur viffskipti viff hiff opinbera og voru þau sann arlega ekki stór, en þar fór held ur ekki neitt á milli mála. Eftir aff hafa fariff staff úr staff, og orffiff aff bíffa á hverjum og einum komst ég loks þangaff sem átti aff afgrreiffa máliff aff fullu. Þar varff ég aff skrifa undir sex samhljóffa skjöl. ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI, að ekki sé hægt að gera þessi mál einfald ari, og mörg óþarfari nefndin lief ur verið skipuð en sú, ef skipuð væri, sem fengi það hlutverk að finna einfaldari lausn á bóklialdi og skjalagerð hjá ríki og bæ. Ég fór að hugsa um alla þá Klepps vinnu, sem þessu fylgir — og á sama tlma vantar starfskrafta í nær öllum framleiðsluatvinnuveg um þjóðarinnar. Kolkrabbinn teyg ir arma sína um allt. Nýjasta nýtt er það, að nú skulu atvinnurek endur neita að greiða kaup nemá fyrir liggi númer þe?s sem tekur á móti. Þannig á að gera okkur öll að númerum. Nafnið skal leggja niður.“ ÞORSTEINN JÓNSSON skrifar: „Fyrir nokkrum dögum hlustaði ég á útvarpsþátt, þar sem rætt var um slysfarir, helzt umferðarslys. Sá er talaði, en ég man ekki nafn hans, sagði meðal annars, að sagt væri, að hér í Reykjavík hefði sami maðurinn verið kærður 15 (fimmtán) sinnum fyrir brot á umferðarreglunum áður en yfir- völdin hér fengust til að taka mál hans fyrir. Mér þykir það furðu sæta, að lögreglustjórinn hér í Reykjavík skuli láta hafa slík um mæli um sig og undirmenn sina án þess að rikisútvarpið og sá er þar talaði til alþjóðar sé látinn gera grein fyrir þessum ummæl um. VERÐUR AÐ ÁLÍTA að hér hafi’ verið farið með rétt mál ef ekki verður opinberlega mótmælt í rík isútvarpinu og blöðum, og að meira en lítið slæleg sé frammi staða eftirlit6manna og yfirvalda gagnvart lögbrjótum í liöfuðbörg inni. Ég á bágt með að trúa því, að þessi útvarpsmaður hafi farið með rétt mál og tel að almenning ur verði að fá að vita hið sanna.**

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.