Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 6
GLUGGINN Ný tegund af malaríu herjar HEPMENNIRNIR í Vietnam sem berjast á bana:pjótum eiga sér sameiginlegan óvin sem beggur stærri skörö í herdeild- ir beggja aðila með bverjum mánuði' sem líður. Er það ný téguhd rhalaríu sem læknar augtur þar fá ekkert við ráðið enn rem komið er. Malaríu var að mestu útrv’mt á þessu svæði en henar nú í æ ríkari mæli í frumskógum Vietnam. Þessi nýja tegund. Plasmodium faleiparum, virðist ónæm fyrir þeim lyfjum, sem áður voru notuð gegn mala rru, en svkillinn berst enn sem áður með moskitóflugunni Þeir sem smitasit af maiarfunni veikj ast með sömti sjúkdómseinkennr um sem vel eru þekkt en engin lyf koma að gagnt sem neinu nem ur Tíu handarískir hermenn lót ust árið 1964 af völdum malarí- unnar, en undanfarið hafa um 500 hermenn verið lagðir inn á sjúkrahús á mánuði hverjum, af þessum sökum og eykst faraldur inn hröðum skrefum. Vitað er að malarían herjar j ekki sáður á Vietcong herinn og i heggur í hann stór skörð á j mánuði hverjum. Þeir sem fá malaríu verða að liggja á sjúkra húsi í fimm tii áitta vikur áður en þeir ná bata. Kínínlyf virð- ast slá nokkuð á veikina en þau eru talira of sterk til að gefa sjúklingum reglulega : lengri tíma án þess að þeir bíði enn verra tjón á heilsu sinni I Bandaríkjunum vinna vísinda Framhald á 10. síðu. « í París sjást þegar föt svipuð. þeim sem Jeanne Moreau og Brig itte Bardot er í í kvikmyndinni Viva Maria, og líklegt er, að Viva Maria tízkan verið vinsæl. Viva Maria-tízkan er eiginlega tízka, • sem var fyrir löngu síðan, en hef ur nú verið samræmd nýjustu tízku jafnframt. Þær :em klæðast Viva Maria tízkunni, eru í blúss upi og pilsi. Blússurnar eru háar ; í hál-inn með löngum stórum slaufum og ermum, efnið í þeim er baðmullarefni. Belti með kringl óttum spennum, ,,púff“ermar, slaufur, há reimuð stígvél, allt tilheyrir þetta Viva Maria tízk- unni. Pilsin eru annaðhvort mjög stutt, 5—10 cm. fyrir ofan hné eða síð, eins og pilsið sem Brig itte er : á stóru myndinni, þó er núækki líklegt að ríðu pilsin njóti sömu vinsælda og þau stuttu, þar eð tízkufrömuðir Parísarborgar vinna stöðugt að því að stytta pils in. Pierre Cardin saumaði fötin fyr ir kvikmyndina, og nú er beðið eft koma fram með Viva Maria tízk una? '.mpi iSj sBtAví' i’ifAjfi : /,,y',y u '] y : : : ‘ !- - Líii- ■■ mm ■:r:y mÉiiiSMk flHHR FRÍMERKI AFB.ÍKA, sem stundum hefur verið nefnd „Svarta álfan”, kem- ur mjög við sögu nú hin síðari ár. Ástandið í Rhodesíu mun t. d. hafa verið eitt af tíðustu um- ræðutfnuin heimsblaðanna á síð- astiiðmi ári og raunar ekki nærri séð fyrir endann á því enn. Ian Smítli, sem nú teiur sig stjórn- anda Rhodesíu, hefur nýlega látið póststjórn landsins gefa út frí- merki, scm ber yfirskriftina: — Sjálfstæði 11. nóv. 1965. — Þá er og á fr.inerki þessu mynd af skjaldarmerki landsins — og þótt merkilegt megi teljast, mynd af Englandsdrottningu. Nágrannaland og fyrrverandi sambandrriki Rhodesíu er Mal- awi, sem áður hét Nyasaland. — Stærð þess er 127368 ferkm. og íbúar tæpar 3 milljónir. Landið liggur í hitabeltinu og kemst hit- inn stundum upp í tæpl. 50 gr. á Celsíus. — íbúarnir eru að lang mestu leyti Bantunegrar, aðeins j sjö þúsund hvítra manna býr þar. Höfuðborgin er Zomba. Á síðast- liðnu ári gaf Malawi-ríki út þetta frímerki, sem við sjáum hér á myndinni. Það er gefið út til að minnast fyrstu uppreisnar svartra manna gegn hvítum. Sumir telja, að rekja megi orsakirnar að þess- um óeirðum aftur til ársins 1910, en þá kom út bók eftir rithöf- undinn John Bucham sem hét „Séra Jón.” í henni segir frá á- rekstrum hvítra og svartra manna í Suður-Afríku. Söguhetjan ér svartur prestur, sem stundaði nám í Evrópu, en er heim kom, gerð- ist hann leiðtogi hinna innfæddu landa sinna. — Það var árið 1915, sem atburðir þeir gerðust, er sýnd- ir eru á þessu frímerki. Heims- styrjöldin fyrri geisaði þá, sem kunnugt er, og áhrifa hennar gætti jafnvel þarna suður frá í frumskógum Afríku. — Nyasaland var þá undir brezkum yfirráðum og nú þurftu liðssveitir þær, er Bretar höfðu þarna, að snúast gegn Þjóðverjum, sem þá höfðu sig eitthvað í frammi við norður- strönd Tanganyika-vatns. Þegar lið Breta var farið úr landinu til að berja á Þjóðverjum, gripu inn fæddir tækifærið og gerðu upp- reisn. Leiðtogi þeirra var svartur trúboði, John Chilembwe, að nafni. Hann hafði reist kirkju og trúboðsstöð í Mbomwe árið 1900 og tíðum hafði hann í predikun- um sínum haldið fram þeirri kenningu, að Afríka væri fyrir Afríkumenn og að hvítir og j svartir væru jafn-réttháir, eða ættu að vera það. Nóttina fyrir 23. janúar 1915 þrutust óeirðirn- ar út. Kveikt var í húsum hvítra manna og nokkrir þeirra voru drepnir. Þessi ólæti stóðu þó stutt, aðeins nokkra daga, því að þátttaka almennings í uppreisn- inni varð minni en forsprakkana i hafði grunað. — Stjórn landsins hóaði saman nokkru liði og'kæfði óeirðirnar á skömmum tíma. Leið- toginn John Chilembwe féll á flótta undan lögregluliði, sem var að elta einn flokk uppreisnar- manna við landamæri Nyasalands og Portúgölsku Austur-Afríku. Það voru þessir atburðir, sem stjórn Malawíu vill nú minnast með útgáfu þessa frímerkis. Mynd þess sýnir John Chilembwe á hvítum jakka, en í baksýn kirkja hans og fylgismenn. — Sagan endurtekur sig: Afríka er að vakna. __ % 3. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.