Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 7
KASTLJOS Bandaríkjamenn fallast aldrei á vopnaða valdatöku Vietcong McNamara ásamt háttsettum yfirmönnum í Vietnam það væri vafasamt. Bandaríkin urðu að finna aðra leið út úr ógöngunum, eða dragast ef til vill einnig inn í stórfellt land- stríð í allri Suðaustur-Asíu sem margir töldu að verða mundi enda laust kviksyndi og fela í sér hættu á landstyrjöld við milljón. ir Kinverja. * VANDI USA. eftir samningum. en hann mundi einnig beita valdi. Og vandi for setans hefur verið og er enn í því fólginn að koma heiminum í skilning um þetta og fá hann tii að trúa þessu. Trúa því, að Bandaríkjamenn óska eftir sann gjarnri lausn, þar sem tekið verði tniit til hagsmuna allra, og skilja að valdi verði beitt ef þetta er ekki hægt. völdin í Suður-Vietnam í sín- ar hendur með valdi, þá verði hægt að komast að samkomulagi um allan ágreining. ★ SAMNINGAR? Bandarikjamenn vilja gera hvað sem er til þess að binda enda á stríðið i Vietnam nema eitt: Leyfa kommúnistum nð kom ast til valda í Saigon með tií- styrk byssustingja, því að siíkt væri hernaðarlegur ósigur, sem Bandarikjamenn gætu ald’-ei sætt sig við. Kommúnistar verða serti sé að hverfa aftur til hins venjit lega vettvangs stjórnmálanna:. Vegna áhrifa þeirra, sem þen* hafa i Þjóðfrelsisfylkingunr.i (FNL), ættu þeir að hafa mjög góða möguleika til að sigra einn ig eftir þessari leið. Spurningín er sú, hvort leið- togar Norður-Vietnam og Vi-et- cong vilji þetta. Hér er um að ræða menn, sem stundað hafa stjórnmál með vopnum í heilan mannsaldur og haldnir eru djúpri tortryggni á því, 'cm fá má framgengt eftir venjulegunt, pólitískum leiðum eða með sanrin ingaviðræðum, af þeirri pinföldui ástæðu, að venjuieg stiórnmál; og samningaviðræður hai'a svijtt þá því, sem þeir töldu sig hafa unnið með vopnum. Þannig var það eftir heimt- styrjöldina síðari-, þegar Frahk ar léku á þá. Og þannig liljóla þeir einnig hafa litið á máltnri eftir Genfarráðstefnuna 195rf, þegar Bandaríkjamenn sföðvuðu þá. <:c Menn vona nú, að þeir ski^ji að, að þessu sinni sé hinn kostijív, inn eyðingarstjTrjöld, sem aðei«s ; getur lyktað með þ*ú að þeív Framhald á 10. síðu. ; " Þannig horfðu málin við þeg- ar jólin gengu í garð og .Tohn- son forseti hóf friðarsókn sína með því að stöðva loftárásir á Norður-Vietnam. Sægur sendi- manna hefur verið sendur um allan heim til þess að reyna að leita hófanna hjá Hanoi og Viet- cong og skýra auk þess i ein- stökum atriðum afstöðu Banda- ríkjamanna fyrir heiminum Um leið fóru Bandarikjamenn að hugsa málin fyrir alvöru Bandaríska þjóðin er óþolin- móð og örugg með sig, og ástand ið í Vietnam er algerlega ný reynsla. Hvernig svo sem banda- ríska þjóðin eða herforinejarn- ir lita á hina hörðu styrjöld í fjarlægu landi þá munu yfirráð in yfir kjarnorkuvopnum alltaf leiða til varkárni hjá manninum í Hvíta húsinu. Hin eðlilegu við brögð fó'.ks í Bandaríkjunum eru að hefjast handa og ljúka verkinu, en kjarnorkuveldi get- ur ekki fylgt eðlilegum hvötum sínum. Á hinn bóginn þolir það ekki að láta niðurlægja sig- Jobnson forseti orðaði þenn- an vanda þannig: „Dyrum friðar- ins verður að halda opnum fyi’- ir okkur alla til þess að forðast megi ógnir stríðsins,, en dyrum ái ásar verður að loka og læsa svq að mannkynið megi lifa.‘ ‘Með öðrum orðum: Hánn mundi leita ★ TVÍRÆÐ SKULD- BINDING. Og málin hafa að sumu leyti skvrzt vegna friðarsóknarinnar. Hvað felur t. d. skuldbinding sú sem Bandaríkjamenn hafa tekið að sér gagnvart stjórninni í Sai gon, í sér? Hin opinbera afstaða Bandaríkjastjórnar hefur verið sú, að ábyrgzt hafi verið að kommúnistar tækju ekki völdin í landinu með valdi. Þetta hef- ur verið orðað á svo tvíræðan hátt, að túlka hefur mátt af- stöðuna á tvo vegu. Annað hvort, að á það yrði aldrei fallizt að mynduð yxði stjóm, sem komm- únistar hefðu tögl og hagldir í, eða að á þetta yrði fallizt ef kommúnistar kæmust til valda eft ir venjulegum stjórnmálalegutn leiðum, t. d. í kosningum Ein af ástæðunum til hins tvíræða oi’ðalags liefur sennilega verið sú, að bvorki Hanoistjórnin né Vietcong hafa haft áhuga á því, að málin yrðu skýrð. Meðan á friðarsókninni stóð tók Bandaríkjastjórn það hins vegar skýrt fram, að síðarnefndi möguleikinn væri það sem fælist í afstöðu hennar. Og bæði for- setinn og Dean Rusk Utanríkis- ráðherra hafa ópinberlega Jágt á það áherzlu, að ef Hanoi gefi á bátinn áform sín um að taka FRIÐARSÓKNIN sem .Tohnson forseti 'hóf um jólin hefur ekki tflutt Vietnamdeiluna frá víg- vellinum að samningaborðinu. En hinum möx-gu sendimönnum, sem Joihnson sendi út af örkinni, Ihefur að minnsta kosti tekizt að gefa stjórnmálaleiðtogum um lieim allan skýrari mynd af af- stöðu Bandai-íkjanna. Langflest- ir skilja nú, að einlægni býr á hak við, þegar , Johnson segist vilja samningaviðræður. En flest ir skilja einnig, að Bandaríkja- menn eru í gildru og að mikinn dugnað og mikla harðneskju þarf til þess að losna úr henni. Ástandið er undarlegt. Fyrir rúmum tiíu árum tókust Banda- ríkjamenn á herðar þá skuldbind ingu gagnvart stjórninni í Sai- gon, að tryggja Suður-Vietnam gegn kommúnistísku valdaráni. En Norður-Vietnam og kommún- istar í Suður-Vietnam voru eins ákveðnir að leggja landið undir sig. Þegar það tókst ekki sam- kvæmt áætlun þeii’ri, sem Genfar samningarnir frá 1954 kváðu á um, gerðu kommúnistar i Suður- Vietnam vopnaða uppreisn 1957. Fjói-um árum síðar geisaði borg arastyrjöld í landinu og upp frá því fengu kommúnistar stuðning frá Hanoi. Bandaríkjamenn héldu fast við skuldbindingar sínar af mikilli þrákelkni. Og eftir því sem borg arastyrjöldin færðist í aukana drógust Bandaríkin meir og meir inn í átökin. Hvort sem skuld- bindingar þær, sem Bandaríkja- menn tóku að sér fyrir tíu ár- um, voru réttar eða rangar, hafði voldugasta þjóð heimsins tekizt þær á herðar og taldi ómögulegt að bregðast þeim án þess að fyrirgera trausti því sem hún befúr hvarvetna í heiminum. Fyrir einu ári ákvað Johnson forseti síðan vegna hax’ðnandi skæruhernaðar að senda fjöl- mennt herlið á vettvang til þess að knýja bæði Vietcong og stjórn ina í Hanoi að samningaborðinu. Jafnfi-amt bauð hann pólitíska lausn, sem gera mundi allt Viet nam að ihlutlausu landi og í raun inni veita kommúnistum tæki- færi til að leggja allt landið undir sig með friðsamlegum ráð um þegar fram líða stundir. Eft- ir hræðilegar eyðileggíngar i suðri og loftái’ásir á Norður-Viet nam voru sættir hins vegar eins langt undan þegar árinu 1965 lauk. x Kommúnistar höfðu svarað sendingu bandariska liðsaukans með því að senda álíka mikinn liðsauka til Suður-Vietnam. Ein ungis tröllaukinn her allt að 500. 000 manna hcfði möguleika til að stöðva þróunina og jafnvel Ho Chi Minh og Cameröil. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. febrúar 1966 J'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.