Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 5
Sterkur stuðningur þingsins Ákvörðun Johnsons forseta um að hefja að nýju loftárásir á mikil vægar hernaðarstöðvar í N.-Viet nam hlaut samstundis góðar und irtektir þjóðþingsleiðtoga beggja flokka. Formaður þingmeirihlutans, Mike Mansfield, öldungardeildar þingmaður demokrata frá Mont ana, sagði: „Ég skil forsetann og set mig í fótspor hans, enda mun ég veita honum allan þann stuðn ing, er ég megna. Ég geri mér fulla grein fyrir, hve erfið og sárs aukafull þessi ákvörðun hefur ver ið, sem forsetinn einn — liann og enginn annar — varð að taka.“ J. W. Fulbright öldungadeildar þingmaður demokrata fyrir Ark- ansasfylki og formaður utanríkis málanefndar deildarinnar sagði að þar sem forsetinn hefði tekið sína ákvörðun, „verðum við að styðja hermenn okkar á vígvöllun um. Hægt er að láta í ljós efa semdir um, hve viturleg ákvörðun in hefur verið en við verðum að veita hermönnum okkar á vígstöðv unum fullan stuðning." Öldungadeildarþingmaður repu blikana, M. Dirksen frá Illinois, sagði: „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur, um allan lieim, til að leita friðarvilja hjá stjórninni í Hanoi. En öll þe"si viðleitni hefur reynzt árangurslaus. Forsetinn átti um tvo kosti að velja, að við héldum þeirri hernaðarstöðu sem við vorum komnir í eða réðumst til atlögu að nýju. Hann hefur valið síðari kostinn." Gerald R. Ford, fulltrúadeild- arþingmaður frá Michigan og for maður minnihluta deildarinnar, sagði: „Til þess að vernda líf 200,000 amerískra hermanna í S.- Vietnam átti forsetinn engra ann (arra kosta vö|l. Um rúmlega tveggja mánaða skeið hafa Banda ríkin sýnt sanna viðleitni sína til FULBRIGHT að leiða til lykta styrjöldina ;■ Viet nam án frekari blóðsúthellinga. Ljóst er, að Viet Cong-:skæruliðarn ir og bandamenn þeirra frá Rauða Kína vilja stríð. Bandaríkjamenn verða að standa saman á þessari hættustund." Þingmaður demokrata í fulltrúa deild þingsins, George Mahon frá Texas, og formaður fjárveitinga nefndar, ragði: „Nægur tími er liðinn til að sannfæra heiminn um að forsetinn hefur leitað eftir friði. . . Hann valdi einu leiðina sem möguleg var undir þessum kringumstæðum.“ Öldungacfeildarmaðnrinn^, Sam J. Ervin, demokrati frá Norður- Karolína, sagði, að synjun komm únista á friðarviðræðum veitti Bandaríkjunum aðeins tveggja kosta völ — „að berjast eða hörfa.“ Öldungadeildarmaður demokrata frá Maine, Edmund S. Muskie, sagði: Loftárásirnar nú bera greini lega með sér að daufheyrzt hefur verið við öllum friðarumleitunum. Að hefja þær að nýju er því hern aðarleg’ nauðsyn.“ Öldungadeildarmaður demo ki-ata frá Arkansas, John McClell an, sagði.: „Ég held, að við eigum engra annarra kosta völ.‘“ Öldungardeildarþingmaður rep ublikana fyrir Vermont, George D. Aiken, sagði: „Ameríska þjóð in verður nú að búa sig undir ó venjulegar fórnir, í fjármunum, frelsi og mannslífum. Forsetinn á að óska eftir hækkun skatta og auknum völdum í efnahagsmál- um:“ Öldungadeildarmaður demo krata fyrir Indiana, Vance Hart ke sagði: „Við munum styðja for setann með öllum okkar fyrirbæn um og vonum um, að þessi ráð stöfun færi okkur að lokum þann frið, er við leitum eftir.“ Öldungadeildarmaður republik ana fyrir Iowafylki og meðlimur í utanríkismálanefnd þingsins, Bocr ke B. Hickenlooper.: „Það hvílir á for-etanum að taka þessa ákvörð un. Ég vona að um leið og loftá rásir eru hafnar að nýju -sé það gert með þeim ásetningi að sigra.“ Öldungadeildarmaður demó JOHNSON krata fyrir Pennsylvaníu, Jóseph S. Clark sagði: „Mér þykir leitt að forsetinn tók þessa ákvörðun. Ég vona, að er frá líður muni hann skipta um skoðun.“ Öidungadeildarmaður demokrata frá Tennessee Ross Bass sagði að skipunin, að hefja lofárásir á ný, væri „eina ákvörðunin, er hægt var að taka, miðað við að friðar samningaumleitunum verði haldið áfram.“ Milton R. Young, öldungadeild arþingmaður republikana frá N.- Dakota, sagðist ekki koma auga á aðra leið en að styðja forsetann. Albert Gore öldungardeildar maður demókrata frá Tennessee, sagði.: „Vænlegustu horfurnar eru bundnar við þá ákvörðun forset ans að leggja málið fyrir Sameini uðu þjóðirnar." Wayne Morse, öldungadeildai> maður demokrata fyrir Oregon. fylki, sem er harður andstæðing ur stefnu stjórnarinnar, sagði að friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna ættu að stöðva styrjöldina Viet nam. ÖldungadeRdarm.iður republík - ana fyrir Pennsylvaníu, Hugh Scott, sagði: „Fram undan eru erf iðir dagar, og krafizt verður fórna af mörgum Ameíkumönnum. Hcf uðleiðtoga þjóðarinnar einum em kunnar staðreyndir málsins og mér ber að styðja hann.“ Flsk(m|öl Frh. af 1. síðu. fást venjulega úr kjöti og fisk» eru nefnilega til staðar í mjölinu. Uppfinningamaðurinn hefur upp lýst ,að framleiðslan muni hefjast í mjólkurbúinu í Stepping( en þacý hefur verið lagt niður. Unnið* er nú að því að koma fyrir nauðsynv legum vélabúnaði. Fjárhagsstuðn. ingur fæst bæði frá þýzkum og Inorskum fiskvinnslustöðvum og ætlunin er að reisa síðar verk smiðju í Noregi, þar sem hráefn ið — þorskurinn — er ódýrari en í Danmörku. H. M. Ehler hefur unnið að til raunum sínum ; mörg ár og haffc um 10 manns sér til aðstoðar, en það var fyrst fyrir tveim mánu^- um að menn tóku að cygja lausn ina og fullnaðarvissa fékkst sv» hinn 23. fyrra mánaðar. Áuglýsið í Álþýðublaðinu STÆRSTI HANDKNATTLEIKS VIÐBURÐUR TIL ÞESSA Á ÍSLANDI BMH Tékknesku snillingarnir DUKLA PRAHA GEGN F.H. Fyrri leikur félaganna í 8 liða umferð Evrópubikarkeppninnar fer fram í íþróttahúsinu í L/augardal, föstudaginn 4. febrúar. Forleikur drengja úr F. H. hefst kl. 20.15 (10xl0 mín). — Dómari: BENT E- WESTERGAARD frá Danmörku- Markdómarar: Magnús Pétursson og Valur Benediktsson. Tímavörður: Bjarni Bjömsson. Aðgöngumiðasala er hafin og eru miðar seldir í Bókaverzlunum Lárusar Blöndals í Vesturveri og við Skólavörð ustíg. — í Hafnarfirði eru miðar seldir hjá Nýju-Bílastöðinni. Verð aðgöngumiða er krónur 125.00 fyrir fullorðna og krónur 50.00 fyrir börn. KAUPIÐ MIÐA TÍMANLEGA FORÐIST BIÐRAÐIR. FIM LEIKAFÉLAG HAFNARFJARÐAR. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. febrúar 1966 • 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.