Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 11
Einnig er þátttaka ákveðin í Norðurlandamóti unglinga Þn að enn séu nærri þrír mán- uðir þar til kappnistímabil knatt- spyrnumanna hefst er knattspyrnu forusta^i önhum kafin við að undir húa væntanlegt keppnistímabil, ákveða landsleiki og aðra leiki, ganga frá þjálfararáðningum o. fl. ,Á fundi með fréttamönnum í gær skýrði Björgvin Schram, formaður KSÍ frá því, að búið væri að %%%%%%%%%*»%%%«*.%%%%%%%%%%%%%%%' KSÍ sýnir frá- bæra knatt- spyrnumynd Stjórn KSÍ hefur fest kaup á kvikmynd frá úrslitaleik Evrópubikarkeppni bikar- meistaral. í knattspyrnu er fram fór á Wembley 19. maí í fyrra milli West Ham og vestur-þýzka liðsins Munich 1860. Sýningartími er 90 mín. Blaðamönnum var sýnd myndin í gær og hún er fram úrskarandi góð. Myndin verð- ur sýnd almenningi í Gamla- bíó í fyrsta sinn 12. febrúar nk. West Ham sigraði í leikn um með 2 mörkum gegn engu. ganga frá samningum um tvo landsleiki í Reykjavík í sumar, leikið verður við Dani (yngri en 23 ára) 4. júlí og við áhugamanna landslið Frakklands 18. sept. Einn- ig stendur til að leika við Austur- Þvzkaland hér - í Reykjavík 8. áeúst, en ekki hefur verið gengið frá því endanlega. Þá standa einn- ig vonir tii þess, að leikið verði við Noreg ytra næsta sumar, en frá því verður væntanlega gengið á ráðstefnu Norðurlandaleiðtoga í Stokkhólmi um aðra helgi. Eins og kunnugt er fór fram Norðurlandamót unglinga í knatt- sri’Tnu (18 ára og yngri) í fyrra- sumar í Svíþjóð. Nú hefur verið ákveðið að samskonar mót verði í Horten í Noregi næsta sumar. Verið er að ráða þjálfara og velja piita til æfinga. Þjálfara málin voru mjög til umræðu á síðasta ársþingi. Þá voru kosnir þrír menn til að gera til- lögur um þau mál, þeir Karl Guð- mundsson, Óli B. Jónsson og Reyn- ir Karlsson. Laugardaginn 12. fe- brúar boðar þessi nefnd formenn knattspyrnudeilda og félaga, sem eru í I. og II. deild til fundar. Störf Knattspyrnusambandsins eru sífellt að verða umfangsmeiri og nú nýlega var ákveðið að ráða 'framkvæmdastjóra og aðálstörf hans verða í sambandi við mótin og þjálfunina. Jón Magnússon var ráðinn. KSÍ hefur í huga að efna til Firmakeppni SKRR um næstu helgi knattspyrnumóta innanhúss, þegar íþróttahöllin í Laugardal verður að íullu tekin í notkun. Það verð- ur þó varla á þessum vetri. Stjórn K.S.Í. hefur skipað eftir- taldar nefndir til starfa á þessu ári: M'ótsnefnd: Jón Magnússon Sveinn Zoéga Ingvar N. Pálsson Landsliðsnefnd: Sæmundur Gíslason Haraldur Gíslason Helgi Eysteinsson Hafsteinn Guðmundsson Magnús Kristjánsson Unglinganefnd: Alfreð Þorsteinsson Guðjón Einarsson Jón B. Pétursson Dómaranefnd: Halldór Sigurðsson Guðmundur Guðmundsson Magnús Pétursson Varamenn: Carl Bergmann Hreiöar Ársælsson Tækninefnd: Karl Guðmundsson Óli B. Jónsson Reynir Karlsson Þessi mynd var tekin rétt áður en landsleikur íslendinga og Skota í körfuknattleik hófsl sl. laugardag. Það eru fyrirliðarnir, sem heilsast. FH mætir einu bezta liði Evrépu, Dukla, á morgun Ennþá hefur FH ekki tapað fyrir tékknesku liði Hin árlega Firmakeppni Skíða- ráðs Reykjavíkur verður haldin í brekkunum við Skíðaskálann í Hveradölum n.k. sunnudag 6. fe- brúar. Um hundrað fyrirtæki hafa veitt Skíðaráði Reykjavíkur sina aðstoð og eru skíðadeildir Reykja- vikurfélaganna mjög þakklátar þessum fyrirtækjum fyrir þessa velvild í sinn garð. Á s.l. starfsári gerði þessi ómet- anlega aðstoð skíðafélögunum kleift að senda keppendur á mót innanlands svo og til keppni í Noregi og ennfremur var hægt að senda keppendur til æfinga í Austurríki á s.l. hausti. Firmakeppnin á sunnudaginn er forgjafarkeppni þar sem snjöll- ustu skíðamenn bæjarins fá við- bót við sína tíma. Þessvegna hafa allir keppendur sem ræstir verða sama tækifæri til að vinna sigur. Keppnin hefst stundvíslega kl. 12 á hádegi og er forráðamönnum fyrirtækjanna boðið að koma upp i Skíðaskála og drekka kaffi með keppendum og starfsmönnum móts ins að keppni lokinni. Mótsstjórn annast Lárus G. Jóns ! son og Stefán Björnsson frá Skíða- félagi Reykjavíkur. Yfirtímavörð- ur er Sigurjón Þórðarson formað- ur skíðadeildar ÍR. Með honum starfa ennfremur Valur Jóhanns- son, KR, Páll Jörundsson ÍR og Guðjón Valgeirsson Ármanni. Ræs- ir er Jóakim Snæbjörnsson, ÍR. Reykvíkingar komið í Skíðaskál ann á sunnudaginn og fylgist með skemmtilegri keppni. A morgun fer fram í Laugar- dalshöllinni leikur milli FH og Dukla Prag í Evrópubikarkeppni meistaraliða .Leikur þessi er kannske sá merkasti sem fram Mares — Dukla Prag hefur leikið 63 landsleild. hefur farið í handknattleik hér á landi. Dukla Prag er eitt frægasta handknattleikslið í heiminum og hefur m. a. verið Evrópumeistari 2. sinum. í síðustu keppni léku þeir til úrslita gegn Dynamo Buka rest og töpuðu þeim leik naumlega. í fyrstu umferð þessarar keppni lék Dukla Prag gegn A-þýzku meisturunum Gröppingen og sigr- uðu auðveldlega í báðum leikjun- um, en leikir þessara liða voru af mörgum taldir úrslitaleikir Ev- rópubikarkeppninnar í ár. Sigurvonir FH eru næstum eng- ar, en þó er engin ástæða til að örvænta, því að staðreyndin er sú að FH-ingar hafa alltaf staðið sig bezt gegn sterkustu liðunum, eins og sjá má af því að af þeim 42 leikjum, sem FH hefur leikið gegn erlendum liðum. Þar af hefur FH sigrað í 32 gert 4 jafntefli en aðeins tapað 6. Af þessum leikj- um eru 3 gegn tékkneskum liðum og þar er útkoma FH mjög góð eða tvö jafntefli og einn unninn og markatalan 60:59. Fyrst lék FH gegn Gottwaldov, sem þá var tékkneskur meistari, í æðisgengnum leik var FH betrl' aðilinn og sigraði 18:17, síðan hingað Spartak Pilsen, sem þá var í einu af þrem fyrstu sætunum i tékknesku deildinni og það eru þeir reyndar í dag líka. Leiknum lauk með jafntefli 23:23. Síðast kom hingað liðið Karviná og lék FH sinn fyrsta leik á þessum' vetri gegn þeim, en þeim leik lauk með jafntefli 19:19. Auk þessa þá hafa sjö FH-ingar leikið í landsliði íslands gegn* Tékkum bæði í HM-keppninni 1958' og 1961, þ.e.a.s. sjö liðsmenn frá‘ FH í hvort skipti. Marga heyrir maður minnast & að það sé sigur fyrir FH að tapa- með 5:6 mörkum, en FH-ingar líta þó ekki þannig á málið, þeir ætla sér að sigra og gera sig ekkl ánægða með annað. Þeir hafa- lengi verið stórhuga FH-ingar enda árangurinn eftir því, þeir skilja' að enga minnimáttarkennd má‘ Framhald á 15. síðu. ÍR. — INNANFÉLAGSMÖT Keppt verður í langstökki . með' og án atfennu og þrístökki «»■ *■>*. A 7«i. 1-1 9 C-frí 2 LANDSLEIKIR KNATT- SPYRNU ÁKVEÐNIR '66 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. febrúar 1966 '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.