Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 16
Áfengisneyzlan yfir tveir lítrar á mann, segja blöðin. Og ég sem fékk mér ekki nema eina á árinu. . . Fróðlegar þykja mér töl urnar frá Áfengisverzluninni en meira væri nú gaman að fá svona skýrslur frá smygl urunum. Og það er skattalögreglan, þessi óþekkta en geigvæn lega stærð, sem er einhvers ; staðar til liúsa, sem veldur Það er gott fyrir alla að eiga : hana að. . . Alþýðublaðið Gluggar og rúður brotn uðu í fjósinu og kýrnar of kældust og er ein þeirra dauð. Rúður brotnuðu í spón í nýbyggðu steinhúsi á bæn i ,um. ; ■ Morgunblaðið. '■ . ? ' SUMXR ERU ALLTAF að óskap ast yfir tekjum sjómannanna, og 'gleyma því þá gjarna að ekki eru allir sjómenn á aflahæsta skipinu í flotanum og þótt sum- ir hafi góð laun og séu vafalaust vel bjargálna, er auðvitað langt frá því að allir vaði þeir í pen- ingum. Hið virðulega blað Nevv York Times, sem ævinlega er þekkt fyrir að hafa heldur það sem sannara reynist birti nýlega skemmtilega frétt um bílakaup norskra síldarsjómanna. Og það er ekki aðeins að fréttin sé skemmtileg, heldur er hú.i líka dagsönn, og að öllu gríni slepptu þá tökum við okkur það bessa- leyfi að birta þessa ágætu frétt bér á baksíðunni. — Ungur maður klæddur þykkri peysu, samfestingi og gúmmástígvélum kom inn í bíla verzlun í Bodö fyrir nokkrum dögum, en sú borg er í Norð- ur-Noregi, skammt fyrir norðan heimskautsbaug. — Eigið þið bíla á lager? spurði hann. — Auðvitað eigum við það, svaraði afgreiðslumaðurinn og hefur líklega þótt fremur fávís- lega spurt. —• Ef mér lízt á bílana hjá ykkur þá ætla ég að fá sextán stykki, sagði nú sjómaðurinn. — Ég hef engan tíma til þess að gera að gamni mínu svaraði afgreiðslumaðurinn og var hinn fúlasti. Út með þig. Sjómaðurinn lét ekki segja sér tvisvar að fara út og gekk þvert yfir götuna, en þar var önnur bílaverzlun. Þar spurði hann sömu spurningar og fékk kurteis legt svar og allar dyr stóðu hon um þegar í ;stað opnar Af- igreiðslumennirnir komu fram við hann eins og hann væri einn af tíu bezt klæddu mönnum í heimi og spöruðu hvorki lipurð né snúninga. Þegar sjómaðurinn var búinn að ákveða sig, þá borg aði hann út í hönd sextán bíla. Samtals kostuðu bilarnir nær þrjár milljónir íslenzkra króna. Þessi ungi sjómaður var einn af áhöfn norsks fiskibáts, sem kom með metafla að lnadi á isumarsíldveiðunum og var með- aihásetahlutur um borð eftir sumarið um 420 þúsund íslénzk- ar krónur. Allir um borð ákváðu að fá sér bíl, og samþykkt var að kaupa alla bílana á einu bretti. Varla þarf að taka það fram, að eigandi hinnar bílaverzlun- arinnar var „ekki við“, þegar leita átti álits hans á þessu at- viki. Þetta var sem sagt saga um norska síldarsjómenn. Ekki höf- um við faeyrt dæmi þess að ís- lenzkir kollegar þeirra hafi bor ið sig svipað að, en hins er að gæta að bílasalar fuilyrða að allajafna komi mikill fjörkippur i bílsöl- una í bænum, þegar síldveiðum lýkur óg sjómenn koma margir hverjir með góðan hlut. r Ls pau ,\1 •^þcn^e*- Jú hann er að skána. Hann ætti að geta klárað uppuppvaskið á föstudaginn .... Hvorki konan né einkaritarinn skilja mig ....

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.