Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 14
Kvenfélag Háteigssóknar aðal- fundur félagsins verður fimmtu- daginn 3. 2. kl. 8,30 í Sjómanna skólanum. líy , Minningarspjöld Flugbjörgunar . sveitarinnar fást á eftirtöldum stöð num: Bókabúð Braga Brynjólfsson ar, Sigurði Þorsteinssyni, Goðheim ,^um 22 sími 32060, Sigurði Waage ;?lJLaugarásvegi 73 sími 34527, Magn ,Jísi -Þórarinssyni, Álfheimum 48 ,ý.simi 37407, Stefáni Bjarnasyni ,(iHæðargarði 54 sími 37392. a - Minningarkort Langholtskirkju (, fást á eftirtöldum stöðum- Álf- Jheimum 35, Goðheimum 3, Lang ■ :S4ioltsveg 67 Skeiðarvogi 143 Skeið j-arvogi 119, Verzluninni Njáls sjifötu 1. 5t r'y Borgarbókasafn Beykjavíkur: -jAðalsafnið. Þingholtsstræti 29A, eími 12308. Útlánsdeild er opin £rá kl. 14—22 alla virka daga nema laugardaga kl. 13—19 og eunnudaga kl. 17—19. Lesstofan opin kl. 9—22 alla virka daga nema laugardaga kl. 9—19 og sunnudaga kl. 14—19. Útibúið Hofsvallagötu 16 opið -alla virka daga nema laugardaga kl. 17-19. Útibúið Hólmgarði 34 opið' alla virka daga nema laugardaga kl. 1T—19, mánudaga er opið fyrir fullorðna til kl. 21. Útibúið Sólheimum 27 simi 3 6814, fullorðnisdeild opin mánu- daga miðvikudaga og föstudaga kl. 16—21, Þriðjudaga og fimmtu dag kl. 16—19. Barnadeild opin alla virka daga nema laugardaga kl. 16-19. íþróttafélag kvenna. Leikfimin er í Miðbæjarskólanum mánudaga og miðvikudaga kl. 8 og 8,45, s.d. Upplýsingar í síma 14087. KVENFÉLAG Óháða safnaðarins. Félagsfundur verður eftir messu næstkomandi sunnudag ennfrem- ur verða kaffiveitingar fyrir kirkju gesti. Kvæðamannafélagið Iðunn held- ur árshátíð sína í Skátaheimilinu nýja salnum, laugardag kl. 8 eh. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. — Skemmtinefndin. Æskulýðsfélag Laugarnessóknar heldur fund í kirkjukjallaranum í kvöld kl. 8,30. Fjölbreitt fundar- efni. Séra Garðar Svavarsson Kvenfélagið Bylgjan heldur fund í kvöld að Bárugötu 11 kl. 8,30. Konur fjölmennið — Stjórnin. Hekla Framhald af 3. síðu. ið til Færeyja til viðgerðar, en frá því var horfið og gert við skrúf urnar með aðstoð foskmanna í tveim áföngum, eða á milli ferða. Vélarbilunin, sem hún hefur nú orðið fyrir er á þann veg, að bilun kom upp í teng li á drifási fyrir loftfæðidælu stjórnborðsaðal vélar. Þetta er dælukerfi, er sér vél inni fvrir fersku súrefni í sprengi hólfin og losar hana jafnframt við útblásturrgas eftir hverja spreng ingu. í venjulegu veðri getur skip ið siglt með 10—11 mílna hraða á annarri vélinni, svo mikið öryggi er í hinum tvöfalda vélbúnaði. 20 farþegar eru með Heklu og mikið af vörum á hafnir allt í kringum landið. Sýnir í fyrsta sinn hérlendis UNGUR listamaður Svavar Hans:on heldur þessa dagana sýn ingu á nokkrum teikningum sín um á Mokka við Skólavörðustíg. Alls eru myndirnar 25 að tölu og eru allar til sölu. Verður sýn ingin uppi á veggjum kaffihúss ins næstu þrjár vikumar. Svavar er 21 árs að aldri og hefur ekki áður sýnt verk sín hér lendis, en haldið tvær sýningar erlendis. í annað skiptið sýndi hann í Napólí á Ítalíu og hina sýninguna hélt hann í Washing ton. Svavar hefur stundað listnám er lendis. Meðal annars var hann um tveggja ára skeið á Ítalíu. Síðar fór hann til Bandaríkjanna og stundaði nám þar við Washing ton-Lee High School. í einni kennslustofu þess skóla er nú stór freskomynd sem Svavar gerði. Er hún nálægt 3x7 metrar að stærð og er táknmynd um Bandaríkin í fortíð og framtíð. Ætlun Svavars er að halda þrjár sýningar hér á landi á þessu ári. Allur ágóði af þeim mun renna til ungra drengja rem búa við erfiðar heimilisástæður eða geta einhverra orsaka vegna ekki bú ið hjá foreldrum sínum. t&yrrsettur Framhald af 1. síðu. ins í Kano, sem var auðvitað kolsvartur negri. Ég var þar tek inn frá hinum og hélt fyrst að það ætti að setja mig í fang elsi, en það var bara smá réttar hald sem kafteinninn sjálfur stjórnaði og vildi sýna hversu menntaður hann væri. Ég sagði honum allt eins og var og að þetta gæti orðið alvarlegt fyrir hann, þar sem þetta væri þýzk vél og gæti orðið milliríkja mál og endalaust þras. Hann var alltaf kurteis á yfirborð OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCx 'vvvvxxxxx>0<vv<>c><xvv^r''^<>0<> 7.00 12.00 13.00 14.40 -15.00 16.00 18.00 18.20 18.30 19.30 .20.00 V •20.05 útvarpið Fimmtudagur 3. febrúar Morgunútvarp. Hádegisútvarp Á frívaktinni Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óskalagaþætti fyrir sjómenn. Við, sem heima sitjum Margrét Bjarnason flytur erindi um eigin- leika konunnar eftir Ethel M. Albert. Miðdegisútvarp a Síðdegisútvarp. i Segðu mér sögu Bergþóra Gústafsdóttir og Sigríður Gunn- laugsdóttir stjóma þætti fyrir yngstu hlust endurna. í tímanum les Stefán Sigurðsson tframhaldssöguna „Litli bróðir og Stúfur“. Veðurfregnir. Tónleikar — Tilkynningar. Fréttir. Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn. Gestur í útvarpssal: Geoffrey Gilbert frá Englandi leikur á flautu og Guðrún Krist insdóttir á píanó. 20.30 Hjiá Hálfdáni svarta og Sigurði sýr Árni G. Eylands flytur erindi. 21.05 Bókaspjall Njörður P. Njarðvík cand. mag. fær tvo menn, Bjarna Benediktsson og Sigurð A. Magnússon, til að ræða við sig um skáld- sögurnar „Borgarlif" eftir Ingimar Erlend Sigurðsson og „Svarta messu“ ‘eftir Jó- ■hannes Helga. 21.50 Sinfónía í e-moll eftir Johan Helmich Roman. Hátíðarhljómsveitin í Luzern leikur; Ru- dolf Baumgartner stj. nn Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Átta ár í Hvíta húsinu. Sigurður Guðmundsson skrifstofustjóri flyt ur kafla úr endurminningum Trumaas fyrr- um Bandarikjaforseta (14). 22.35 Djassþáttur: Ólafur Stephensen kynnir. 23.05 Bridgeþáttur Hallur Símonarson flytur. 23.20 Dagskrárlok. VS óezt 3,4 3. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ “■•* jí k jp—1 mmma inu og lofaði að koma mínum j málum áfram til nýju stjórnar i innar í Lagos og endaði svo með því að segjast ekki þora að lofa hvort við kæmumst í burtu næstu viku. Hann sagði að beir þyrftu kannski aa nota vélina til að flytja hermenn og hergögn, ef það yrði barizt ein hvers staðar í Nígeríu og þá yrðum við sjálfsagt að fljúga vélinni. Við fórum 'svo á hótel í borg inní og ■'váfum til kvölds. Um miðnætti, eða þar um bil, hringdi ég til yfirmanns Nig erina Airways og bað hann í öllum guðanna bænum að koma mér í samband við bann, sem mestu réði í Kano. Hann lof aði bví. Klukkustund s;ð^r hrinedi hann aft.ur og sagðist af tilviliun hafa náð ‘•ambaudi við og bekkt bennan generál. sem nilu stiórnaði í Kano og fengið heimild frá bonum th »ð slennq okkur klukkan 13 00 næst.a dag, eða þann 16. jan úar. Þetta stóðst og við fórum áfram til Lusaka í Zambíu á tilsettum tíma. Eins og bið hafið kannski lesið um í biö«um. kom þessi uppreisn í Mígeríu eins og þruma úr heiðskim lofti. Það vissi varla nnVknr lifandi sála. um þetta í Kano og Inndið var allt tekið klukkan 04 30 um morguninn og bó vii'si það enginn fyrr en kbikkan 10, þeg ar við vorum að lo£rfíia af gtað. Þeir komu bara kevrandi í her bílum allt f einu og tóku við stjórninni." T.ETORETTING: í minningarorðum Grétars Fells um Jón Ásbiörn'son í fyrri viku er vísa, þar sem misprentast hefur síðasta setningin, en hún á að vera þannig: „ætla ég fáir rati.“ Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi Karl Guðmundsson iskipstjóri Öldugötu 4, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni 4. febr. kl. 1,30. María Hjaltadóttir Karl Jóh. Karlsson Erla Karlsdóttir Kristín Sigurðardóttir og barnabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.