Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.02.1966, Blaðsíða 8
Litið gftn í verzlun, sem er með ýmsar nýjungar á prjónunum, bæði j vinnslu matvæla og þjénustu við viðskiptavini. FYRIR rúmum tveimur mán- uðum breyttist nafn vetviunar- innar Austurver í Lidókjör, og jafnframt tóku við henni nýir eigendur. Aðaieigendur eru. þeir Róbert A. Kristjónsson og Hilm- ar Heigason, en þeir reka jafn- framt veitingahúsið Lidó. Þeir Róbert og Hilmar (hafa komið fram með ýmsar nýjungar í sam bandi við starfsemina í Lidó og Lidókjöri, - og til að forvitnast um það, náðum við tali af Ró- þert og báðum hann að segja okkur frá ýmsum nýjungum fyr irtækja hans. — Þið hafið ýmsa þjónustu, sem ekki hefur verið hér áður í- verzlunum? .! — Jú, við erum t. d með fagmenn, matreiðslumenn. sem liúsmæður geta hringt til eða fengið að tala við í verzluninni, og fengið upplýsingar um, hvern ig á að matreiða ýmsa rétti. T. d. ef húsmóðir vill útbúa síld- arrétti, þá getur hún hringt og fengið allar leiðbeiningar um það. Við eruni líka með ýmsa kjöt- rétti, sem ekki hafa verið seldir áður t. d. lambakrepenettur. Þær hafa orðið mjög vinsælar Það er eins konar buffréttur, búinn Róbert A. Kristjónsson: Munum bráðlega hafa vörukynn- ingu I verzlun okkar. tii bæði úr framparti og slög- um, kryddaður með pipar Þetta er alveg tilbúið á pönnuna, og selst mjög mikið, enda ódýrt, 10 krónur stykkið. Aðrir nýir réttir eru t.d. Buff Lindström, en. það er búið til úr nautakjöti, kapers, rauðbeðum, og lauk, allt saxað saman, ásamt eggj- um. Fylltar lambakótelettur eru mjög vinsælar, þær eru fylltar með skinku og osti. Þær verður að panta fyrirfram. Sehnitzel Gordon Blue er nauta- eða trippakjöt 'fyllt með osti og skinku. Þetta eru nú helztu nýju kjöt- réttirnir. Svo má nefna það, að við seljum oftast svokailaða T- beina-iiautasteik. Annars seljum við yfirleitt allt það kjöt sem fólk ójskar eftir, ef hráefnið er fyrir hendi, en stundum er erf itt að, fá gott nautakjöt. — 03 seljið þið ekki algeng- ustu sildarrétti? — Jú, við seljum súrsíld, marineraða síld, kryddsíid og marineraða síld með púrrum. — Og þið sendið mat út í bæ eftir pöntunum? — Já, já, við sendum mat út í bæ, bæðr heitan og kaldan, eftir pöntunum. Einnig smurt brauð og snittur. Yið sendum t. d daglega út heitan mat til vinnuflokka. Þegar við sendum heitan mat út í bæ, sendum við ihann í allstórum einangruðum trékössum, og þar helzt hann alveg heitur. Járnkassarnir taka meira i sig kuldann og matur- inn kólnar fyrr í þeim en tré- kössunum. — Þarf að panta hjá ykkur tilbúinn mat með löngum fyrir- vara? — Á annatímum, t. d. fýrir fermingsan þarf að parcta með löngum fyrirvara. Kalt borð þarf annars venjulega að panta með eins til tveggja daga fyrirvara. Heitan mat má yfirleitt fá sam dægurs, nema ef um mat fyrir mjög marga er að ræða, þá er vissara að panta með eins eða tveggja daga fyrirvara. Frá kjötdeild verzlunarinnar. — Hver er yfirmatreiðsiumað ur hjá ykkur? — Hann heitir Birgir Pálsson. Hann sér um matinn og vinnsl- una. Við vinnum hér til dæmis allt okkar álegg, nema skinkuna. Einnig búum við til allt. salat, sem við seljum. Og það er alltaf nýtt, nýtilbúið. - — Eru einhverjar nýjungar á prjónunum hjá ykkur á næst- unni? — Já, við höfum hugsað okk- ur að hafa matarkynningu, þar sem þeir, sem ábuga hafa á geta komið og smakkað á ýmsum mat. Einn daginn verðq t. d. kynntar sósur með fiski, svo sem tnrtarsósa, remoulaðisósa, coektail sósa o. fl. Þá verður komið fyrir á einu borði í verzluninni smá- skömmtum fyrir hvern þann, sem vill smakka á réttunum. Einnig hef ég hugsað mér, að heildsaiar hafi vörukynningu á sinum vörum í gluggum verziun arinnar. Þá hefur hver heildsali giugga til kynningar á sínum vör um t. d. í eina viku. Þettn eyk ur samtökin á milli smásalans og heildsalans. TEXTI: ANNA BRYNJÚLFSDÓTTIR MYNDIR: JÓKANN VILBERG 8 3. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.