Alþýðublaðið - 03.03.1966, Page 9

Alþýðublaðið - 03.03.1966, Page 9
 HVERSU ríkur er páfinn? Þetta er spurning, sem fáir af hinum 550 milljón áhangendum hans hafa nokkru sinni hugleitt. En nú veldur þessi spurning miklum höfuðverk í Vatikaninu. Skatt- heimtumaðurinn knýr um þessar mundir á hinar miklu bronzdyr. Enn sem komið er, hefur hann barið laust og gætilega, og verð- irnir reyna að láta sem þeir heyri ekki. En korni ítalskir sósíalistar sínu fram innan fallvaltra og skammlífra ríkisstjórna Ítalíu, má búast við að margt fari úr skorð- um í þessari taugamiðstöð hins rómversk-kaþólska heims. Kunnur enskur blaðamaður hefur reynt að kynna sér hverjar væru eignir Vatikansins og hefur tekizt að fá eins skýra mynd af hinu geysi volduga auðmagns- heimsveldi og nokkur útlending- ur getur vænzt. Ólíkt öðrum trúarstofnunum hefur páfadæmið haldið leyndum efnaliag sínum, bæði tekjum og útgjöldum. Haft er eftir miðaldra kardínála, að ef auðurinn virtist úr hófi, mundi fólk lýsa vand- lætingu sinni, en væri fátæktin þeirra fylgikona, mundi virðingin glatast. Þannig er því Valikanið eina fullvalda ríki heimsins, sem al- drei leggur fram fjárhagsáætlun eða ríkisreikninga. Páfar, sem eru algjörlega einráðir, svara engum til ábyrgðar. í gamla daga eyddu þeir auð- æfunum aðallega í lystisemdir og kaup á höllum. Á síðari tímum hafa nokkrir þeirra verið óhemju gjafmildir. Kunnastur þcirra er Benedict XV., sem ætíð hafði við hendina fulla skúffu af peningum til að deila gestum sínum. Þegar hann dó rétt eftir fyrri heims- styrjöldina, var Vatikanið gjakl- þrota. Til allrar hamingju var hjálpin ekki langt undan. Vegna pólitískr- ar uppgjafar gagnvart Mussolini hlotnaðist páfadæminu 18 millj- ónir punda. Þessum auðfengna auði var veitt inn i vaxandi iðnfyrirtæki á ítal- íu. Þrír frændur Píusar páfa XII. tóku síðan að sér að gæta hags- muna hans með þátttöku í stjórn- um hinna leiðandi iðnfyrirtækja. í dag á Vatikanið stóran hluta í arðbærum fasteignum, bygging- arfélögum, flugfélögum, efnaverk- smiðjum, flutningafyrirtækjum, útvarpi og sjónvarpi. Vatikanið á jafn vel sinn eigin banka, sem ber hið virðulega beiti: ,,Banki Heilags Anda.” Talið er að fjármagnseign páfa- stólsins sé einn fimmti af öllu hlutafjármagni Ítalíu. Mikið af eignum þess er í öðrum löndum t. d. í Bandaríkjunum og í Kan- ada, og þær hafa vaxið gífurlega frá stríðslokum. ,,Við erum nú þegar miklu auð- ugri en Ford Motors, Shell og Bethlehem Steel samanlagt,” sagði bandarískur preláti. „Við eigum í fasteignum sjón- varpsstöðvum, iðnaði og hótelum. Sumir voru undrandi, þegar páf- inn flutti messu á Yánkee Stadi- um. Þeir vissu ekki, að við eigum það líka.” Sú saga er sögð, að á dómsdegi hafi Spellmann kardínáli leitað að sæti sínu í himnaríki. Sánkti Pétur yggldi sig, þegar hann sá hvar kardínálinn hugðist setjast, og sagði: „Afsakið, yðar hágöfgi, en' ég hafði ætlað yður sæti á meðal verðbréfasalanna.” Sá, sem berst harðast gegn for- réttindum páfastólsins, er hinn vinstri sinnaði Pietro Nenni, sem meðal annars hefur sagt: „Krafizt er fórna af verkamönnum, en páfanum,. sem á óliemju auðæfi, eru gefnar milljónir í viðbót.” Aldo Moro, forsætisráðherra, reyndi málamiðlun og bað Vati- kanið nm sundurliðaðan lista yfir eignir þess, en beiðni hans var hafnað. „Að páfinn stendur á sínum rétti,” var bonum sagt, „er ekki vegna þess, að hann safni auði sjálfum sér til handa. Hann safn- ar aðeins í þeim tilgangi- að gefa. lúknarmál okkar eru óteljandi og kirkjulegar skuldbindingar mikl- ar.” Mál þetta er mjög flókið og varidséð hvernig það verður til lykta leitt, þannig, að allir geti vel við unað. Ef stjórnarvöldin ætla að beita hörðu getur páfastóllinn selt öll hin itölsku hlutabréf sín. Það mundi valda algjöru markaðs hruni og jafnframt fella rikis- stjórnina. Vatikanið stæði hins vegar með pálmann í liöndunum vegna hinna miklu eigna þess er- lendis. Ágizkanir manna um eignir páfastóls eru mjög á reiki, en fjármálamenn á Ítalíu telja þær ekki geta farið undir 2000 millj- ónir sterlingspunda að verðmæti. Þessi summa er meira en nægi- leg til að gera páfa að stærsta hlutafjáreiganda í heimi. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina. BÍLASKOÐUN Skúlagötu 34. Sími 13-100. Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðma með TECTYL! RYÐVÖRN Grensásvegi 18. Sími 30945. Erum fluttir SKRIFSTOFA OKKAR ER FLUTT AÐ HVERFISGÖTU 76. Heildverzlun Uverfisgötu 76 — Sími 16462. STARFSSTÚLKA ■ A óskast að Farsóttahúsinu í Reykjavík. Upplýsingar gefur forstöðukonan í síma 14015 frá kl. 9 — 16. Reykjavík. 2. 3. 1966 . : Sj úkrahúsnefnd Reykjavíkur. Borgarspítallnn í Reykjavík óskar að ráða tvo sérmenntaða iðjuþjálfa (Occupational Terapists). Laun samkv. 16. launafl. op- inberra starfsmanna. Umsóknir um störf þessr, ásaipt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrif- stofu Sjúkrahúsnefndar Reykjavíkur Heilsuverndar- stöðinni, Barónsstíg 47 Reykjavík. Reykjavík. 2. 3. 1966 Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. LAUST STARF Síldarútvegsnefnd hefur ákveðið að ráða fulltrúa til skrifstofustarfa með aðsetri á Austurlandi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, j menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Síldarútvegsnefndar á Siglufirði eða Reykjavík fyrir 10. marz 1966. Síldarútvegsnefnd. VÉLSTJÖRI Áburðarverksmiðjan h.f. þarf að ráða vél- stjóra vegna sumarfríaafleysinga frá 1. júní til 15. sepetmber 1966. Það skilyrði er sett um menntun að viðkomandi hafi próf úr Rafmagnsdeild Vélskólans í Reykja vík. Laun samkvæmt kjarasamningi við Vélstjórafélag íslands. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist Áburð- arverksmiðjunni h.f., Gufunesi fyrir 20. marz 1966. ÁBURÐARVERKSMIÐJAN H.F. \ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. marz 1366 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.