Alþýðublaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 6
GLUGGINN Þeir hurfu sporlaust Fyrir skömmu létu Rússar það uppi, að fyrsti „geimgöngumaður" heimsins, Alexei Leonov og fé lagi hans Pavel Beljaev hefðu næstum því horfið sporlaust í skógarmyrkviðum Rússlands eftir lendingu geimfars þeirra 19. marz í fyrra, og að þeim hafi ekki ver ið bjargað af þyrlu fyrr en tveim sólarhringum síðar eftir allt ann að en þægilega dvöl í snæviþak inni auðninni. Það hefur því tekið eitt ár að fá frétt þessa birta. Fyrstu tilkynningar sögðu að- eins, að báðum geimförunum liði vel, og að þeir hvíldu sig í nokkra díga eftir geimferðina. Eyjólfur K. Sigurjénsson, j löggiltur endurskoðandi. Flókagötu G5. — Sími 17903. En það var langt því frá að vera hvíld^ sem þeir fengu tvo fyrstu dagana á jörðu niðri eftir ferða lag um geiminn, segir rússneskur eldflaugasérfræðingur í grein^ er birtist nýlega í blaðinu „Komsom olskaya Pravda“. Flugvélar og þyrlur leituðu þeirra árangurs- laust í einn sólarhring, en svo fannst dvalarstaður geimfaranna langt inni í snævi þöktum skógi, þar sem báðir voru helkaldir og liðu kvalir vegna Vísindatækja, sem voru fest við líkama þeirra Þegar svo loksins hafði tekizt að ákvarða dvalarstað geimfar- anna var kastað niður til þerra úr þyrlum hlýjum fatnaði. En það var ekki fyrr en daginn eftir, sem læknar og aðrir björgunarmenn komust til þeirra, og það þurfti að ryðja burt mörgum trjám áður en mögulegt var að flytja burt geimskipið „Voskhod 11“ Leonov og Beljaev voru um kyrrt þangað til geimhylki þeirra hafði verið flutt á öruggan stað, segir ennfremur í frétt þessari. Reynir a5 bjarga föður sínum Brenda Sharp frá McAIester í Oklahoma, Bandaríkjunum, varð 13 ára sl. mánudag, en það var ekki haldin nein afmælisveizla. HAFA FARIZT Tvær þýzkak orrustuþotur af gerðinni F 104 G Starfighter hröpuðu til jarðar í Vestur-Þýzka landi sl. mánudag. Báðír flug mennirnir björguðust, en flugvél arnar eyðilögðust. Þýzka þingið er um þessar mundir að hefja umræður um hin tíðu slys, sem henda flugvélar af þessari gerð en síðan 1. janúar 1965 hafa Þjóð verjar misst samtals 34 Starfight er-flugvélar. 27 hafa látið lífið. Samtals hefur vestur-þýzki flug herinn misst 51 flugvél af gerð inni Starfighter og 27 flugmenn síðan 1961. Orrustuþotur þessar eru framleiddar í Þýzkalandi sam kvæmt leyfi Loekheed-verksmiðj anna amerísku. Slys hafa orðið miklu fleiri hjá þýzka flughernum en flugher annarra NATO landa, sem nota amerísku gerðina. Sumir álíta, að sökin liggi að einhverju leyti hjá Þjóðverjum, sem hafa bætt í vélar þessar ýms um þungum og flóknum tækjum, og þannig skert flughæfni þeirra. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar halda því m.a. fram, að einhver galli sé á hinni þýzku gerð Vélar innar, og mun það falla í hlut varnarmálaráðherrans, Kai-Uwe von Hassel, að svara ásökunum og spurningum stjórnarandstöðunnar í þinginu. Áður hefur hann tilkynnt, að hann muni beita sér fyrir bættu viðhaldi á flugvélunum og auk- inni þjálfun flugmannanna. Þá hefur flugherinn látið frá sér fara tilkynningu, þar sem segir að ekki sé hægt að tala um dæmi gerð Starfighter-slys, og er þar með látið að því liggja, að ekki sé um að ræða smíðagalla í hinni þýzku flugvél. Á meðan fækkar þeim stöðugt, sem gefa sig fram til flugþjálfun ar. Árið 1958 voru skráðir 462, en í fyrra var talan komin niður í 65 Áætlað er að vestur-þýzki flug herinn fái 700 þotur af þessari gerð. Hún og fjögur systkini hennar eiga alltof annríkt við að reyna að bjarga lífi föður þeirra. Fyrir þremur árum síðan var Brenda vitni að því, að faðir henn ar drap móður hennar í ölæði á 'heimili þeirra í Oklahoma. Sl. laugardag var henni tjáð, að fað ir hennar, hinn 34 ára gamli Quint on Sharp, skyldi láta lífið í raf magnsstólnum mánudaginn 28. marz. í baráttu sinni til að bjarga honum, notar þessi duglega litla stúlka eina vopnið, sem hún hef ur ráð á: pappír og penna. Bréfið til ríkisstjórans: „Kæri herra rí(kisstjóri“, skrif aði hún til ríkisstjóra Oklahoma Henry Bellmon. „Eg heiti Brenda Sharp. Ég elska pabba minn, og vil ekki, að hann verði tekinn af lífi í rafmagnsstólnum. Eins og þér vitig höfum við misst móð ur okkar, þess vegna biðjum við yður að gefa okkur líf föður okk ar. Ef hann fengi leyfi til að lifa í fangelsinu, gætum við allt af heimsótt hann. Við þörfnumst hans öll og elskum hann. Viljið þér ekki vera svo vænn að hætta við að láta taka liann af lífi, því að mér þykir svo vænt um hann. Yðar einlæg, Brenda Sharp." Fyrsta vonin brást. Brenda, sem núna býr á barna heimili, og fjögur yngri systkini hennar voru látin mæta, þegar náðunarnefnd ríkisins kom sam- an til að skera úr um, hvort dauða dóminum yfir Quinton Sharp skyldi breytt í lífstíðarfangelsi. Þegar nefndin hafði rætt málið í einn og hálfan klukkutíma, ákvað hún að aftakan skyldi fara fram eins og ákveðið hafði verið. Ríkis stjórinn getur ekkj náðað hinn seka, án þess að fyrir liggi sam þykki nefndarinnar. Lögfræðing ar Sharps reyna nú eftir öðrum leiðum að fá aftökHnni frestað á meðan þeir gera frekari tilraun ir til að bjarga lífi föðurins. Senni lega verður hægt að áfrýja úr skurðinum til hæstaréttar Banda ríkjanna, en það gæti orðið til þess að fullnægingu dómsins ýrði frestað um óákveðinn tíma. Gúmmístígvél Og Kuldaskér á alla fjölskylduna. Sendi í póstkröfu. Skóverzlun og skóvinnu stofa Sigurbjörns Þorgeirssonar Miðbæ viö Háaleitisbraut M-flfl Sími 33980. BifreiSaeigendur Vatnskassaviðgerðir Elimentaskipti. Tökum vatnskassa ur og setjum 1. Gufuþvoum mótora. Eigum vatnskassa í skif* um. Vatnskassa- verkstæðið Grensásvegi 18, Sími 37534. £ 27. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.