Alþýðublaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 16
TÖMAS GAMU Á BORGUM i Háskólabíó sýnir kvikmynd ■laa Róbinson Krúsó. . . Óefað •ifeefffi Robert Louis Stereneson ihaft eitthvað um þessa meðferð Úsagnahetju hans að segja. . . Timinn. Alltaf hefur mér fundizt ein kennilegt að því betra sem fólk er hvort við annað í kvikmynd ■4ní meiri líkur eru til þess að aayndin sé bönnuð fyrir börn, . Kellingin varð happy, þegar Jiún heyrði, að Sigga fína á y?eðri hæðinni væri enn þá með rassæri eftir borðhaldið á pressuballinu. .. MEY — Menningarasmband eðiilegra yngismeyja — álykt ar að ekki sé hægt að fetta fing ■jur út í, þótt húsmæður hjálpi eiginmönnum sínum stundum ««ite'ð uppvaskið. . . . EKKERT VEIT ég hvað olli því að ég fór að hugsa um Tómas gamla á Borgum á föstudagskvöld ið, þegar útvarpsumræðurnar byrj uðu. Ég sat einn heima, konan rokin í saumaklúbb og eins og venjulega á slíkum kvöldum ætl aði ég að lilusta á útvarpið og njóta dagskrár þess. En þá hafði öllu útvarpsefni verið varpað út í yztu myrkur, en í staðinn var far ið að útvarpa pólitík. Það getur verið ákaflega örðugt sjónvarps- lausum manni að sitja einn heima yfir börnunum, þegar meira að segja útvarpið bregzt. Líklegast hefði verið bezt að reyna að út vega barnapíu og fara í bíó. En þá fór ég að hugsa um Tómas á Borgum, og tók við það gleði mína aftur. Tómas á Borgum var Grímsey ingur, fæddur fyrir liðlega Ivö liundruð árum. Hann var kjarna karl og lireppsstjóri um skeið, þótt ómenntaður væri og ekki einu sinnj læs á skrift. Raunar fara ekki aðrar sögur af hreppsstjór anum en þær að eitt sinn flutti liann sveitarómaga úr Grímsey inn á Akureyri, afhenti þá sýslumanni þar með þeim orðum, að það gerði hann af því að sig skorti heimild til að skera þá, og sést af þessu að Tómas hefur verið löghlýðinn maður. Þegar Páll prestur Tómasson kom til Grímseyiar á sínum tíma höfðu Grímseyingar enn þann sið, að við jarðarfarir sneru þeir öll um líkkistum þrjá hringi fyrir kirkiudyrum, þegar gengið var úr kirkiu og mun þetta hafa verið eert til að koma í veg f.vrir aftur eöneu. Séra Páll vildi fá þennan «ið afnnminn, en treystist ekki til að ráðast geen honum einn, svo hann fékk Tómas gamla í lið með sér. Næst begar jarðað var í evnni bar líkmönnum ekki saman um bað, hvort þeir værh búnir að snúa kistunni alla þrjá hring ina eða hvort einn hring vantaði udd á. Gall þá við í Tómasi: — Snú ’ð honum einn til. oiltar. Aldrei verður honum ofsnúið. Segir sag an að eftir þetta hafi þessi sið venia lagzt niður. Tómas á Borgum var frásagna góður maður með afbrigðum, og hafa sumar söeur lians orðið víð flevgar. Eitt sinn var hann t.d. á leið udd Handfestareiá, en svo heit ir uDDeanea á Orímseyjarbjargi, og hrundi þá steinn úr bjargihu. Þessi steinn var á stærð við fimmtíu-fiska-kistu og stefndi beint á Tómas. Hann gat ekki vikið sér undan, svo að hann brá við lófa og kastaði steininum austur á fert ugt. Öðru sinni var Tómas í fiski róðri, og kom þá stökkullinn og Vxswwv •%•.•.s-- > .V\VJ • w Borgar í Grínisey. réðist á bátinn. Tómas greip hann hryggspennu, kastaði honum hálfa viku sjávar, og sagði: — Kondu aftur ef þú þorir, karl minn góður, en þetta síðasta var orðtak Tóm asar. Á dögum Tómasar voru íslend ingar enn kristnir, og var þá sú siðvenja í heiðri höfð, að lesin var sjóferðarbæn, þegar lagt var af stað í bátsferðir. Eitt sinn var Tómas á leið í land úr Grímsey. Rjúkandi byr var á Grímseyjar- sundi, og um leið og Tómas vatt upp segl úti við eyna, hóf hann að lesa Faðir vor. En svo fór bát urinn hratt yfir, að það stóð á j endum, að Tómas sagði amen, þég ar báturinn skauzt fyrir Gjögra. | Hákarlaveiðar voru mjög stund aðar frá Grímsey í tíð Tómasar, og sumir hákarlarnir, sem Tómas | veiddi voru stórir. Yfirleitt veitt ist honum þó auðvelt að ráða við þá, en þó gerðist það eitt sinn, að hann fékk svo mikinn hákarl að hann gat ei innyyrt hann, held ur varð að draga hann til lands. Þegár Tómas fór svo að skera há karlinn í Grímseyjarfjöru þóttist hann heyra eitthvert hljóð inn an úr hákaiTinum. Hann skar því á magann og kom þá í ljós heil skemma. Og úr skemmunni heyrð ist greinilega mannamál, og síð an komu út úr skemmunni tveir Mývetningar. Hákarlinn hafði sem sagt synt alla leið upp í Mývatn um undirgöng og gleypt þessa skemmu, sem stóð á vatnsbakkan um. En Mývetningarnir tveir höfðu þá verið inni í skemmunni að éta magála og drekka brenni vín, og svo hafði forðinn verið mikill, að þeir höfðu lifað góðu lífi unz Tómas bjargaði þeim út. Svona mætti lengi halda áfram að endursegja sögur Tómasar gamla á Borgum. Hitt er mér ekki ljóst, hvers vegna mér datt hann allt í einu í hug þegar pólitíkus arnir byrjuðu að tala í útvarpinu. Eflaust gætu sálfræðingar skýrt það, en þeirra skýringar eru oft svo hrikalegar, að þær er ekki hægt að setja á prent í sómakæru blaði. En hugrenningatengsl geta verið hin furðulegustu, og ekki þarf annað að hafa komið til en sú staðreynd, að Tómas var orð hákur liinn mesti, eins og komið hefur fram í sögunum. En það hafði Tómas fram yfir orðháka vorra tíma, að hann ætlaðist ekki til að neinn tryði því, sem hann sagði. U U » „Kanski það hafi verið mistök að láta hann læra á píanóí“ „Sagt er að hann sé hugrakk asti lögreglustjóri á svæðinu frá San Francisco til New York.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.