Alþýðublaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 13
Fyrir kóng og föHurland. (For King and Country) Ensk verðlauna kvikmynd, ein áhrifmesta kvikmynd sem sýnd hefur verið. Dirk Bogarde Tom Courtenay Leikstjóri: Joseph Losey, sá sami er gerði „þjóninn" sem sýnd var í Kópavogsbiói fyrir nokkru. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. SMY GLATt AEYJAN Ameriska litmyndin vinsæla Sýnd kl. 5. 12 NÝJAR TEIKNIMYNDIR Sýnd kl. 3. Leyniskjölin Hörkuspennandi ný litmynd frá Rank. íslenzkur texti. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. STÖÐ 6 í SAHARA Spennandi ný brezk mynd. Sýnd kl. 5. VIKAPILTURINN Sýnd kl. 3. Trúlofunarhringar Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12. 23. Þau voru komin á bílstæði hót- elsins. Jolin Webley opnaði dyrn ar fyrir henni og sagði: — Reynið að sofa vel í nótt — Ég vona að yður hafi ekki orðið kalt? — Neit en ég neita Því ekki að ég er hræðilega þreytt. — Ég skal senda drykk og brauð til yðar, sagði John Webl ey um leið og hann laut áfram og kyssti hana mjúkt og blíðlega á varirnar. — Sofðu vel Patricia. Meg lá steinsofandi í rúmi sín og Pat flýtti sér að hátta sig hljóðlega til að vekja hana ekki Því Meg hafði ekki heldur sofið of mikið nóttina á undan. Meðan Pat var að laga sig til hugsaði hún um John Webley. Hún hafði þekkt hann í einn dag — fáeina tíma. Það var ótrúlegt. Henni fannst hún hafa þeklct hann allt af. Ef til vill sagði hún við siálfa sig er það vegna þess að hann er ímynd þess manris sem mig hefur alltaf dreymt um þessa draumaprinsa sem hverja stúlku dreymir um. Ég lief hitt hann ljóslifandi og ég þekkti hann aftur. Og hann ætlar að kvæn ast Jinny. Og Jinny sem hefur misst mann sinn og nú lent í þessu hræðilega máli — það er ástæðan til að óska henni til hamingju með að eiga mann á borð við John Webley til að standa við hlið sér. Það var barið að dyrum. Fyr ir utan stóð þjónn með þakk- ann sem John hafði lofað að senda henni. Pat flýtti sér að borða og það var ekki fyrr en hún var lögst upp í rúmið og bú inn að slökkva á lampanum sem hún minntist Stephens sem endi leea hafði viljað tala við hana. Hún hafði gjörsamlega gleymt honum. Stephen sem hún hafði hugsað um í marga mánuði. 24. Næsta morgun vaknaði Pat við að Meg kom út úr baðlierberg inu. — Það var maður að leita að þér í gærkveldi, sagði hún með an hún þerraði hár sitt. — Stephen? Meg kinkaði kolli. — Varstu úti að borða? — Borða? Ég borðaði engan kvöldverð ég var svo þreytt. Ég fékk mér brauðsneið á leiðinni hingað. — Já var þetta ekki hræðileg Ur dagur? og dagurinn í dag verð ur ekki betri. Ég steinsofnaði strax og ég er ekkj vön að eyða kvöldunum í svefn. Hvar varstu? Komstu seint heim? — Nei ég fór út að aka með John. — Með John. Meg leit spyrj andi á hana. — Áttu við John Webley? — Já, sagði Pat stuttaralega. — Ég verð að segja það að 14 cimmmmsa&marmmmaaisumuK þú eyðir ekki tímanum til ónýt- is, sagði Meg vingjarnlega. — Þú skalt ekki halda neitt um það — við vorum að at huga dálítið. Meg liló — jæja einmitt — og hvaða niðu^stöðu komust þið að? Patrica brosti. — Vertu nu ekki að leggja þetta svona út Það er ekki rétt hjá þér. — Bíddu bara róleg og að gættu hvemig rauðkollan hún Jinny leggur það út. Hún þyk jst eiga John Webley, hló Meg en sagði svo. — Ég veit að hún hefur um annað að hugsa sem stendur veslingurinn. Meg leit á Pat og Pat sá að henni þótti leitt að hafa sagt þetta. — Það veit ég líka og þú getur verið róleg, ég er ekki að reyna að troða mér inn á hennar at hafnasvæði. — Þú þai-ft ekki heldur að gera það. Steve er einhver glæsilegasti náungi sem ég hef séð, sagði Meg meðan hún fór í peysuna. — Og hann var al- veg óður yfir að finna þig ekki. Heyrðu veiztu hvað, sagði hún svo í trúnaði — hingað komu tveir náungar, Steve og Jerry, og veiztu af hverjum ég varð yfir mig hrifin? Ekki af fallega Steve — ó, nei — heldur af manninum með freknurnar sem er ekki hærri en það að ég verð að vera á sléttbotnuðum skóm það sem eftir er ævinn- ar! — Æ meinarðu þetta Meg? Þú og Jerry!. En hvað ég er hrifin. Pat skellti upp úr. — Þá skil ég betur það sem skeði í gær þegar hann kom hingað til að bjóða mig veikomna. Hann virtist leiður vfir ein- hverju sem hann sá ekki Hann var að leita að þér. Jerry er yndislegur maður Meg. — Já, finnst þér ekki? En við verðúm að hraða okkur Klukk an er orðin margt. Ertu til- búin? 25. Patricia greip peysuna sína og þær igengu saman út i sólskin ið. Það glampaði svo á hvítan snjóinn að það skar i augu þeirra. Þessi fagri morgunn var enn fegurri vegna þess að dag inn áður hafði verið vont veð ur og fjarlaagir fjallstindarnir voru dimmbláir. — Ætli það séu nokkrar frétt ir? sagði Pat. — Við fáum að vita það eft- ir smástund, sagði Meg. — Pat. — Já? — Hve vel þekkist þið Step hen? — Svo til ekkert. Við þekkj- umst síðan við urðum samskipa hingað. Því spyrðu? — Því ef þið hefðuð verið trúlofuð eða þú ástfanginn af honum þá .... þá er það bara það .... — Hvað ertu að reyna að segja mér spurði Pat. stíft. Meg þagnaði og leit á hana. — Ég veit það varla sjálf, sagði hún hikandi. — Mér bara finnst það. Steve kom hingað fyrir nokkrum mánuðum siðan, hann umgekkst gestina mikið og daðraði við okkur stúlkurn ar en hann daðraði jafnt við okkur allar. Svo komu Carlton hjónin, þau eru hér alltaf þeg ar þau geta og konurnar og ham ið hafa verið hér lengi en hr. Carlton kemur um helgar. Steve varð hrifinn af Jinny. Það leit út fyrir að vera alvara og hún virtist jafn hrifin af honum og við gátum ekki betur séð en hún væri jafn hrifin og hann. Við bjuggumst öll við að það yrði hjónaband úr þessu. En svo kom John Webly. Fyrst í stað virtist engin breyting á sambandi Steve og Jinny en svo var engu líkara en ein- FERMINGAR- GJÖFIN í ÁR Gefið menntandi og þrosk- andi fermingargjöf. NYSTROM upphleyptu landakortin og hnéttirnir leysa vandann við landafræðinámið. Festingar og leiðarvísir með ‘hverju korti. Fæst í næstu bókabúð. Heildsölubirgðir: Árni Ólafsson & Co. Suðurlandsbraut 12. Sími 377960. ALÞÝÐUBLAÐfÐ - 27. mari 1366 %%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.