Alþýðublaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 11
bRitstióri ÖrnEidsson Beztu frjálsíþróttaafrek í Evrópu 7965: Finnar eiga langbeztu spjótkastara Evrópu í DAG eru á dagskrá hjá okk- ur sleggjukast, spjótkast og tug- þraut, síöustu greinarnar á afreka- skrá karla. Spjótkastið var finnsk grein í fyrra, Kinnunen er langbeztur og snerti varia spjót án þess að kasta því lengra en 80 m., lengst 88,14. Alls eru sex Finnar á skránni yfir 20 beztu í Evrópu 1965, sem er frábært afrek hjá þessari smáþjóð. Lusis, Sovét er annar, en þriðji er Sidlo, 32 ára sem verið hefur í fremstu röð spjótkastara í heim- inum í rúman áratug. Telja má nokkuð öruggt, að baráttan um Ev- rópumeistaratitilinn standi milli Finna og Rússa, en Sidlo og Ung- verjinn Culcsar, Ungvfcrjalandi' gætu blandað sér í það stríð Heimsmethafinn Terje Pedersen var ekki eins snjall í fyrra og 1964, en hann hefur vonandi ekki sagt sitt síðasta orð. Rússar eiga langbeztu sleggju- kastarana, aðeins heimsmethafinn, Zsivotsky, Ungverjalandi er betri. Af 20 beztu eiga Rússar hvorki meira né minna en 10 eða helm- inginn. Þjóðverjinn Kurt Bendlin, sem er 22ja ára gamall er sagður mesta tugþrautarefni Evrópu nú, hann er annar á skránni með 6 stigum lakara afrek en Rússinn Storoz- henko. Annars eru Rússar og Þjóð- verjar með 16 af 20 beztu, 9 Rúss- ar og 7 Þjóðverjar. Valbjörn Þor- láksson kemst ekki á skrá, en þar sem hver þjóð má aðeins senda þrjá keppendur í hverja grein, hefur hann tölverða möguleika á að verða framarlega í Búdapest. Hér eru afrekin: Spjótkast: 88,14 Kinnunen, Finnl. 86,56 Lusis, Sovét. 85,50 Sidio, Póil. 85,04 Kuisma.Finnl. 84.28 Supanen, Finnl. 84,18 Culcsar, Ungv. 84,05 Paama, Sovét. 83.28 Stolle, Au-Þýzkal. 82,75 Von Wartburg, Sviss 82,41 Glogowwki, Póll. 82,04 Perála, Finnl. i Armann 71-53 KR sigraði ÍSLANDSMÓTIÐ í körfuknatt ieik héit áfram á föstudagskvöld. Þlá fóru fram tveir leikir í I. deild, KR sigraði Ármann með 71 stigi gegn 53, KR-ingar hafa þar með tryiggt sér Islandsmeist aratitilinn annað árið í röð. Þá vann ÍR ÍKF með 68-62. Rætt verður nánar um leikina á þriðju dag. 81,94 Macquet, Frakkl. 81,28 Pedersen, Noregi 80,89 Radman, Ítalíu 80.72 Rasmussen, Noregi 80.56 Herrings, V-Þýzkal. 80,04 Nevala, Finnl. 79,88 Tiusanen, Finnl. 79,34 Thorslund, Noregi 79,32 Balujev, Sovét. Sleggjukast: 73,74 Zsivotsky, Ungv. 71,02 Klim, Sovét. 68,40 Kondrachov, Sovét. 68,04 Nikulin, Sovét. 67,84 Beyer, V-Þýzkal. 67,02 Shupíakov, Sovét. 66.57 Baltovsky, Sovét. 66,02 Cieply, Póll. 65.72 Matousek, Tékk. 65,70 Bakarinov, Sovét. 65,68 Rut, Póll. 65,50 Husson, Frakkl. 65,10 Rudenkov, Sovét. 65,07 Párkhomeko, Sovét. 65,02 Zaharov, Sovét. 64,64 Polyakov, Sovét. 64,64 Loch, Au.-Þýzkal. 64,60 Krogh, Noregi 64.39 Asplund, Svíþjóð 64,26 Baumann, Au.-Þýzkal. Tugþraut: 7,854 Storozhenko, Sovét. 7.848 Bendlin, V-Þýzkal. 7,636 Beyer, V-Þýzkal. 7,556 Auun, Sovét. 7,519 Dyachov, Sovét. 7.486 Vravnik, Júg. 7,443 Phantalis, Sovét. 7,443 Bakai, Ungv. 7,433 Sokol, Rúmeníu 7,429 Ortseiev, Sovét. 7,418 Gabriel, V-Þýzkal. 7,415 Strarodubtsev, Sovét. 7,413 Pglugteil, V-Þýzkal. 7,395 Von Moltke, V-Þýzkal. 7,383 Paalo, Sovét. 7,380 Miroshin, Sovét. 7,368 Sar, Ítalíu 7,362 Utech, Au.-Þýzkal. 7,359 Ovsenko, Sovét. 7,348 Heise, V-Þýzkal. Ríkharður Jónssón. Haildór Sigurbjörnsson. Akurnesingar sigur- sælir í borðtennis Akranesi, 22. marz. Hdan S.l. sunnudag fór fram á Akra- nesi keppni í borðtennis á milli heimamanna og starfsmanna Lands banka íslands í Reykjavík. En þeir Landsbankamenn hafa þótt einna harðastir í þessari grein hér á lándi á undanförnum árum og að sögn aldrei tapað í keppni. Þessir aðilar hafa tvisvar mætzt áður í keppni og sigruðu Landsbanka- menn með yfirburðum í bæði skipt in. Að þessu sinni fór keppnin fram í Barnaskólanum á Akranesi og kepptu 5 manna sveitir frá hvorum aðila. Keppnin var mjög jöfn frá byrjun til enda og lauk henni með naumum sigri Akurnesinga sem hlutu 13 vinninga gegn 12. Tveir keppendur báru af, þeir Björgvin Hjaltason frá Akranesi og Jóhann Sigurjónsson frá Lands- bankanum og réði leikur þeirra innbyrðis raunar úrslitum, en Björgvin hafði betur í þeirri við- ureign og sigraði með yfirburð- um. Tapaði hann engum leik í keppninni og sýndi mikið öryggi í leik sínum. Borðtennis er mjög skemmtileg íþrótt sem nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Nokkrir menn hér á staðnum hafa æft að staðaldri í vetur og hafa þeir náð góðum ár- angri, eins og úrslitin í þessari keppni bera með sér. Þá er vitað að nokkuð stór hópur manna í Rvík stundar þessa íþrótt af miklu kappi, aðaliega innan ýmissa fyrir- tækja og liefur Akurnesingum bor- izt boð um keppni frá nokkrum að ilum. Það hlýtur að koma að því, að íþróttafélög taki þessa íþrótta grein á stefnuskrá sína og hlýtur þá að koma að því fyrr en síðar, og raunar orðið tímabært nú þegar, að haldið verði hið fyrsta íslands- meistaramót í þessari skemtilegu íþróttagrein.. íbróttir um helgina MIKIÐ verður um að vera í íþróttunum um helgina. íslands mótið í handknattleik heldur á- fram að Ilálogalandi í kvöld kL 20,J5 þá leika FII-Ármann o*g Fram — KR í I. deild. Annað kvöld verður æfingaleikur í íþróttahöllinni milli liðs lands- liðsnefndar og liðs, sem íþrótta- fréttamenn völdu. í liði lands'iiðs nefndar leikur m.a. Ellei^i Schram. Unglingameistaramót íslands í skíðum fer fram á Akureyri og Stefánsmótið í Skálafelli í dag. Fyrsta Evrópumeistaramótið i frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í Dortmund, Vestur-Þýzka Iandi í dag. Einn íslendingur, Jón Þ. Ólafsson tekur þátt í mótinu, en keppendur eru frá 22 þjóðum. í þriðjudagsblaðinu verðui* rætt um þá viðburði, sem hér hafa verið nefndir og aðra, sent merkir þykja. Bifreiðaeigendur sprautum og réttum Fljót afgreiðsla. Bifreiðavcrkstæðið Vesturás h.f. Síðumúla 15B, Sími 35740. r Keppendur Akurnesinga og Landsbankans í borðtennis. Myndir: HDan. ALÞÝDUBLAÐIÐ - 27. marz 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.