Alþýðublaðið - 14.04.1966, Page 3
Brynjar Pétursson
Kristinn Lárusson
Sigurður Guöjónsson
Elías Guðmundsson
Björgúlfur Þorvarðsson
Arthúr Sumarliðason
Ólafur Gunnlaugsson
Sigurjón Jóhannesson
Hjalti Jónsson
Sveinn Einarsson 1
ALÞÝBUBLABIÐ 14. apríl 1966
Bátar komust ekki á sjó
vegna inflúensunnar
Vestmannaeyjar, ES — GbG.
VertíSin hefur verið léleg til
þessa. Að venju létu menn sér
detta í hug að páskahrotan bætti
þetta allt saman upp, en einnig
páskahrotan brást í þetta sinn.
Vinna er þó næg ,en eftirvinna
engin. Nokkuð hefur aðkomufólki
fækkað upp á síðkastið. Vegna in
flúenzu hafa nokkrir bátar ekki
komizt á sjó undanfarna daga.
Eins og kunnugt er, er knatt-
FLEIRISJÖMANNASTOF-
UM VERÐI KOMIÐ Á FÓT
Reykjavík, — EG.
— Alþingi ályktar að fela ríkis
stjórninni að vinna að bættri að
búð síldarsjómanna í helztu lönd
unarhöfnum, sérstaklega með því
að koma á fót sjómannastofum,
Bvo og að greiða fyrir bókaláni til
síldarveiðiskipa. — Þannig hljóðar
þingsályktunartillaga um bætta að
búð síldarsjómanna. sem Benedikt
Gröndal mælti fyrir í sameinuðu
þingi en meðflutningsmaður hans
að tillögunni er Sigurður Ingimund
arson.
Benedikt minnti á, að Sjómanna
félag Reykjavikur hefði nýlega
rætt um þetta mál og gert um það
ályktun, þar sem skorað var á
heildarsamtök siómanna að beita
sér fyrlr því. að komið verði upp
sjómannastofum i stærstu síldar
móttökuhöfnum á Austurlandi svo
og í Vestm.eyjum. Hann minnti
einnig á að Farmanna- og fiski
mannasamband íslnds hefði einn
ig rætt þetta mál á 22. þingi sínu.
en þingið taldi brýna nauðsyn þess
að koma upp sjómannastofum þar
sem sjómenn gætu fengið sama
stað til að lesa og skrifa og gætu
notið annarrar fyrirgreiðslu. Bene
dikt sagði, að lokum, að ætla
mætti að ým ar ráðstafanir mætti
gera til að koma til móts við sjó-
menn án þess að það kostaði stór
fé eða nýjar byggingar. Hann
benti á að sums staðar réði ríkið
yfir húcnæði, sem nota mætti og
eins mætti athuga hvort ekki mætit
hafa einhver not af félagsheimil
unum í þessu skyni.
Tillögunni var vísað til nefndar
og umræðunni frestað.
spyrnuáhugi mikill i Eyjum. Und
anfama tvo mánuði hefur starfað
þar tékkneskur þjálfari á vegum
Týs. Kvennaflokkar halda uppi
stöðugum æfingum í handbolta.
Nokkuð bar á óspektum ungl
inga á páskadagskvöld. Virðist svo
sem óyndi unglinganna eigi sér
þær orsakir, að þeim finnist lítið
fyrir þá gert af hálfu bæjaryfir
valda hv(að snertir aBstöðu til
heilbrigðs skemmtanahalds. Eink-
um er þetta áberandi um hátíðar
þegar kvikmyndahúsin eru lokuð
Gerðu unglingarnir háværar kröf
ur um byggingu æskulýðsheimilis.
Blaðið væntir þess að geta siðar
varpað betra ljósi á þessi mál.
Rækjuvertíð-
mni að Ijúka
ísafjörður, BS — GbG.
Á ísafirði hefur verið indælis
veður að undanförnu og hlánað
mikið. Fært er á bílum um allt
nágrennið, en heiðarnar eru lok-
aðar ennþá.
Vertíðin hefur verið ágæt, eink
um hefur rækjuveiðin verið góð.
Fer nú að líða að lokum rækjuver-
tíðarinnar.
Fjöldi aðkomufólks setti svip á
páskahátíðina á ísafirði, einkum í
sambandi við skíðamótið, eins og
frá var sagt í blaðinu jí gær. Fjöl-
breyttar skemmtanir \|>ru haldnar
Framhald i 14. siðn.
WMWHWWWWMMWWHHWWWMVVMWWWWVMW
Spilakvöld í Reykjavík
ALÞÝDUFLOKKSFÉLAG Reykjavíkur heldur síðasta spiku-
kvöld vetrcrins annað kvöld (föstudag) kl. 8,30 i Iðnó. Afhent
verða heildarverðlaun fyrir 3ja kvölda keppnina, auk ve ijur
legra kvöldverðlauna. Einnig verður afhentur viningurinn i
happdrættinu, sem þegar hefur verið dregið í. Ef vinningsnúm-
erið kemw; ekki fram, verður dregið aftur. Ávarp kvölddns
i kfiytur að þessu sinni Jóhanna Sigurðardóttir, flugfreyja.
il
mHHHHVHVWWVMHHWWHHWHHMWHHVHWHWiHVW
VERTÍÐIN HEFUR GENG3Ð
VEL VIÐ SUGANDAFJÖRÐ
Suðureyri, GÓ — GbG.
í því athafnasama fiskiþorpi við
Súgandafjörð hefur á síðustu ár
um verið byggð stór og mikil höfn,
eins og mörgum er kunnugt. En
þetta mannvirki er hvergi nærri
fullbúið og veldur það miklum ó-
þægindum fyrir vertíðarbátana,
sem nú eru 7 talsins.
Vertíðin hefur gengið vel og mik
ið veiðst af steinbít að undanförnu
Vinna er mikil og taka allir, sem
vettlingi geta valdið, virkan þátt
í framleiðslunni.
Þrátt fyrir mikla vinnu reyna
Súgfirðingar að halda uppi nokk-
úrri félagsstarfssemi. Leikfélagið
hefur t.d. sýnt leikritið „Allt fyrir
Maríu” nokkrum sinnum í plássinu
og auk þess farið í leikför til Flat-
eyrar, ísafjarðar og Bolungavíkur.
Helztu hlutverk skipuðu Páll J.
Þórðarson, Jón Kristjánsson og
Sigrún Sturludóttir.
Það er Súgfirðingum mikill
raunaléttir, að hafa nú sinn gamla
lækni aftur í plássinu, en það var
læknislaust um tíma. Hinsvegar
eru þeir ekki eins ánægðir með
skólamálin, enda þótt þeir eigl
nýjan og myndarlegan skóla. Það
væri til dæmis mikil bót, að fá
unglingadeild við skólann, i stað
þess að þurfa að senda unglingana
í önnur byggðarlög til framhalds-
náms. •
Framboðslisfi A/þýðuflokksins í Miðneshreppi
FB 4MBOÐSLISTI Alþýðuflokksins í Miðneshreppi
hefur verið ákveðinn og er hann þannig skipaður:
1. Brynjar Pétursson, verkstjóri Hlíðargötu 18
2. F.ristinn Lárusson, hafnarvörður, Suðurgötu 30
3. Sigurður Guðjónsson, húsasmiður, Bárugerði
4. Elias Guðmundsson, vigtarmaður, Hraungerði
5. B.iörgúlfur Þorvarðsson, kennari, Suðurgötu 38
6. Arthúr Sumarliðason, verkstjóri, Felli
7. ólafur Gunnlaugsson, trésmiður, Hlíðargötu 31
8. Sigurjón Jóhannesson, bifreiðastjóri, Hlíðargötu 27
9. Hjalti Jónsson, verkamaður, Vallargötu 6
10. Sveinn Einarsson, verkamaður, Hólshúsum.
Sýslunefndarmenn:
Aðaimaður: Páll Gunnarsson, skipstjóri, Gunnarshólma
Varamaður: Eiríkur Eyleifsson, bóndi, Nýlendu.