Alþýðublaðið - 20.04.1966, Page 2
pimgfW»*t.ir [Persónlegar kunningsskapur mikils virði
sidastlidna nótt
SAIGON: Bandaríkjamenn hafa hert til muna á loftárásum
isínum á Norfiur-Víetnam og ráðizt á orkuver í nánd við Hanoi í
fyrsta si-nn það sem af er þessu ári. Ráðizt var á Uong Bi-orku
verið, sem er 22 km norðvestur af hafnarborginni Haiphong og
50 km frá Hanoi í fyrrakvöld.
, BONN: Þrigrgja manna ncfndin, sem Bandaríkin, Bret-
land og Vestur-Þj’zkaland skipuðu til að rannsaka vandamál sem
ákvörðun Frakka um að draga sig út úr hernaðarsamvinnunni
innan NATO hefur í för með sér, hélt fyrsta fund sinn í Bonn
í dag. Nefndina skipa George McGhee, sendiherra Bandarikj-
anna í Bonn, hinn brezki embættisbróðir hans. Sir Frank Ko-
byrts, og Karl Carstens, ráðuneytisstjóri í vestur-þýzka utan-
ríkisráðuneytinu, og mun nefndin halda reglubundna fundi i
fnamtíðinni. .Tafnframt ræddi Scliröder utanríkisráðhcrra við for
sætisráðherra og utanrikisráðherra Bclgiu, sem eru í heimsókn
í Bonn.
NEW YÖRÍK: Ellefu hlutlaus ríki fóru ‘þess á leit við Örygg
isyáðið í gær að það gripi til aðgerða, ef til vill valdbeitingar,
til að víkja stjórn minnihlutans í Rhodesíu frá völdunum. í
ályktunartillögu, sem lögð var fram í nýlendumálanefnd SÞ,
ségir, að ráðstafanir Breta hafi reynzt ófullnægjandi.
TAIPEH: Blaðið „Chen Hsin“ á Formósu birti í dag frétt
fró fréttaritara sínum í Hongkong þess efnis, að leiðtogi kínverska
ikðmmúnistaflokksins, Mao Tse-tung hafi legið á Fu Yang-sjúkra
húsi í Peking síðan í desember. Mao hefur ekki sézt opinber-
léga síðan 2‘J. nóvember í fyrra.
i l PARÍS: Franska stjórnin hefur fallizt á að athuga tillögu
íens Otto Krags, forsætisráðherra Dana, um tvihliða samninga-
Viðræður um verzlunarmál, segir í tilkynningu sem gefin var út
éítir viðræður Krags við Pompidou forsætisráðherra í gær. í
fiíkynningunni segir, að Krag geri sér grein fyrir erfiðleikun
örti á útflutningi Dana til EBE-landanna vegna skiptingar Evrópu
i tvö efnahagsbandalög.
, STOKKHÓLMI: Kosygin, forsætisráðherra Rússa, hefur frest-
að Svíþjóðarheimsókn sinni um 14 daga., Heimsóknin hefst 18.
júlí og stendur í viku.
DONDON: Edvvard Heath, leiðtogi íhaldsmanna, fækkaði í
gær meðlimum „skuggaráðuneytis" síns úr 21 í 17 og vék nokkr
um fyrrverandi leiðtogum þar sem þeir biðu ósigur í kjördæm-
um sínum í kosningunum. Reginald verður áfram varaleiðtogi
Og auk þess formælandi í samveldismálum. Sir Alec Douglas-
IHome verður formælandi í utanríkismálum. Quintin Hogg verð
iir formælandi í innanrikismálum, Selwyn Lloyd, Duncan Sandys,
Ernest Marples, John Boyd-Carpenter og Dilhorzie lávarður
víkja úr ráðuneytinu. s
A'NKARA: Sex stúdentar voru handteknir í Ankara í gær
vegna mótmælaaðgerða gegn Bandaríkjamönnum, skömmu áður
•«n Rusk utanríkisráðherra kom til borgarinnar að sitja • ráð
Iterrafund CENTO.
PARÍS: Franski kommúnistaflokkurinn lýsti yfir því í gær,
að hann styddi ekki vantrauststillögu jafnaðarmanna gegn stjórn
4nni vegna ákvörðunar hennar um að draga franskar her.sveij.ir
undan yfirsfjórn NATO. Vonlaust er því, að vantraustið verði
samþykkt.
HELSINGFORS: Finnski jafnaðarmannaleiðtoginn Tanner
lézt í fyrrinótt í Helsingfors, 85 ára að aldri.
Lög verði sett um
listamannalaunin
Reykjavík. — EG.
LÖGÐ var jrarn á Alþingi í gær
þingsályktunartillaga um undir-
búning löggjafar um listamanna-
laun og er hún flutt af þingmönn-
tnri úr öllum flokkum. Tillagan er
svóhljóðandi: „Alþingi ályktar að
ískora á ríkisstjórnina að láta und-
■irbúa fyrir næsta reglulegt Al-
jtfþirigi löggjöf um úthlutun lista-
rimwnnalauna. Skal við það starf
^iaft samráð við Bandalag ís-
tenzkra listamanna.”
Flutningsmenn tillögunnar eru:
Sigurður Bjarnason (S), Benedikt
Gröndal (A), Þórarinn Þórarins-
son (F) og Einar Olgeirsson (K).
Tillögunni fylgir svohljóðandi
greinargerð:
Allmörg undanfarin ár hefur
þingkjörin nefnd skipt því fé, sem
Aiþingi hefur á hverjum tíma veitt
til listamannalauna. Hefur nefndin
verið kjörin til eins árs í senn.
Á það hefur verið bent með rök-
Framhald á 15. síðu.
Reykjavík, OTJ.
Á FUNDI með fréttamönnum,
Geir Hallgrimssyni, borgarstjóra
o. fl. í gær, sagði Denys Pet-
hell, borgarstjóri í Grímsby að
licimsókn þeirra hjóna, og fylgd
arliðs þeirra hefði verið einstak
lega ánægjuleg. Hann sagði og
að þegar borgir hefðu jafnmikil
samskipti og Grimsby og Reykja
vík, væri persónulegur kunnlngs
skapur og vinátta mjög mikils
virði. Hr. Petchell hefur komið
hingað nokkrum sinnum áður, og
hin fagra kona hans er fædd á
Akranesi og uppalin þar til
fimmtán ára aldurs.
Borgarstjórinn sagði m a. á
fundinum: „Nokkur blaðanna
liafa getið þess að konan mín
sé af íslenzkum ættum. Til þess
að skilgreina það nánar langar
mig að geta þess að liún er fædd
á íslandi, faðir hennar var alís-
ienzkur og móðir hennar einnig.
Og ef það gerir hana ekki að
frambærilegum víkingi, þá gerir
ekkert það“.
Aðspurður um stjórnmálaá-
standið i Grimsby, svaraði Petc-
hell borgarstjóri hlæjandi að
það væri mjög sorglegt. Borgar
fuiltrúar Verkamannafiokksins
væru þar 33, en ihaldsflokksins
aðeins 23. Þess ber að geta að
borgarstjórinn tilheyrir ílialds-
fiokknum.
í fylgdarliði borgarstjórans
voru m.a. Ccbley J. R. formað
ur Sambands fiskiskipaeigenda í
Grinu/by, og Jo’hn Ros> for-
stjóri Ros útgerðarinnar. Þeir
voru m.a. spurðir hvort þeir
teldu að miklar breytingar yrðu
á nýju löndunarsamningunum.
milli íslands og Bretlands, en sá
gamli rennur út í næsta mánuði.
Þeir svöruðu því til að samning
urinn sem væri orðinn nokkuð
gamall, hefði ágætlega staðist tím
ans tönn, en hins vegar yrði ó-
lijákvæmlega einhverjar breyt-
ingar. Þeir tóku fi'am að heim
sóknir sem þessar væru mjög
heppilegar fyrir allar samninga
umlei^anir, því að Iþað væri
miklu betra að semja ef menn
þekktust persónulega.
E’nnig með í ferðinni voru fjór
ir fulltrúar verkamannaflokksins
i Grimsby, m.a. John Franklín,
formaður menntamálanefndar
borgarstjórnarinnar. Hann hafði
heimsótt skóla hér en ek.ki liaft
nægan tíma til þess að kynna
sér starfsemi þeirra eða fög þau
sem kennd eru. En hann kvaðst
vera mjög hrifinn af því sem
hann hefði séð. Mjög vel væri
búið að nemendunum og húsa-
k.vnni liin vistlegustu. Einnig fór
hann viðurkenningarorðum um
Borgarsiúkrahús’ð nýja, en gest
irnir höfðu skoðað bygginguna.
Ennfremur kom fram á fundinum
að siómannaheimili eru allmörg
í Grimsby, og eru íslemkir sjó
menn þar aufúsugestir. Hinn 2.
niaí n.k. verður lagður hornsteinn
áð nvju heimili og kirkju og
sagði Petchell að sér til mikillar
ánægju hefði Guðmundur í. Guð
mundsson, ambassador íslands í
Brétlandi góðfúslega orðið við
þeirri beiðni að taka fyrstu skóflu
stunguna.
Denys Petchell og Kristín kona hans. (Mynd: JV).
Harðnandi árásir
á Norður-Vietnam
SAIGON, 19. apríl (NTB-Reut-
er). — Bandaríkjamenn hafa hcrt
til mxma á loftárásum sínum á
Norður-Víétnam og ráðizt á orku
ver í nánd við Hanoi í fyrjta sinn
það sem af er þessu ári. Ráðizt
var á Uong Bi-orkuverið, sem er
22 km norðvestur af hafnarborg-
inni Haipliong' og 50 km frá
Hanoi, í gærkvöldi.
Á sunnudaginn réðust banda-
rískar flugvélar á brýr og eld-
flaugaskotpalla aðeins 25 km frá
Hanoi.
Flugvélarnar, sem réðust á
Uong Bi-orkuverið voru frá flug
vélaskipinu „Kitty Hawk“. Þær
vörpuðu alls 44 tonnum af sprengj
um á skotmarkið og rafmagnsiaust
varð á öllu Haiphong-svæðinu.
Venjulega framleiðir orkuverið
15% allrar raforku Norður-Víet-
nam. Orkuverið varð óstarfhæft
um tíma eftir loftárásir x desem
ber í fyrra.
Aðrar flugvélar bandaríska flob
ans og flughersins réðust á brýr,
loftvarnastöðvar og herstöðvar á
nokkrum stöðum í Norður-Víet
Framhald á 14. síðu.
FJÖLBREYTT HÁTÍÐAHÖLD
Á SUMARDAGINN FYRSTA
Reykjavík. — AB.
Á MORGUN, sumardaginn
fyrsta, verða fjölbreytt hátíða-
höld fyrir börnin, sem barna-
vinafélagið Sumargjöf sér um
eins og undanfarin ár. Skniðgöng
ur barna verða frá Austurbæjar
skólanum og Melaskólanum að
Lækjargötu og hefjast þær kl.
12,45. Kl. 1,30 hefst útiskemmt-
un í Lækjargötu. Inniskemmtanir
verða í Iðnó, Austurbæjarbíói og
Haskólabíói. Kl. 2 sýna nemend
ur Réttarholtsskóla leikrítið í-
myndunarveikina eftri Moiier í
Framhald á 15. síðu.
2 21. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ