Alþýðublaðið - 20.04.1966, Síða 5

Alþýðublaðið - 20.04.1966, Síða 5
<3 I KASTLJOS Erfiðar viðræður í Finn- landi um stjórnarmyndun NÝKJÖRIÐ þing er komið sam an til funda í Finnlandi. Borgara flokkamir fjórir, sem höfðu 113 þingsæti af 200 fyrir þingkosning arnar í marz, eru nú í minnihluta. Þeir töpuðu alls 17 þingsætum í kosningunum og samsteypu- stjórn borgarafloklianna varð að segja af sér. Á næstu vikum fara fram erfiðar uinræður um stjórn armyndun í Finnlandi. Marg óvænt getur gerzt í finnsk um stjórnmálum og enginn þor ir að spá um það hvernig næsta ríkisstjórn verður skipuð. Aðeins eitt er víst: Ekki er lengur hægt að halda jafnaðarmönnum utan- gátta. Þeir unnu glæsilegasta kosn ingasigurinn, sem dæmi eru um í finnskri sögu, og juku fylgi sitt um 44 af hundraði, en allir hinir stjórnmálaflokkarnir fengu færri atkvæði en í kosningunum fyrir fjórum árum. Allir eru sam riiála um, að það hafi fyrst og fremst verið ungir kjósendur sem tryggðu jafnaðarmönnum þennan einstæða sigur. TVÆR LEIÐIR DÆMDAR v ÚR LEIK. . En þótt dómur kjósenda hafi verið skýr og ótvíræður er eng inn hægðarleikur að mynda sam stöðu um nýja stjórn. Jafnaðar. menn hafa ekki hreinan meiri hluta og „verkamannastjórn" er aðeins hægt að mynda með sam vinnu við kommúnista. Fáir eru trúaðir á að slíka stjórn verði hægt að mynda. Kommúnistar beita sér að sjálfsögðu ákaft fyrir slíkri .vinstri stjórn" og þeir minna í sífellu á hinn mikla straum til vinsti’i í kosningunum. En þeir þegja um fylgistap sitt. Kommún istar og Símonítar þ.e. vinstri jafn aðarmenn er klufu sig úr jafnað armannaflokknum fyrir nokkrum árum, töpuðu hartnær 50.000 at kvæðum í kosningunum, en þe-sir tveir flokkar höfðu með sér kosn ingabandalag. Önnur leið var í rauninni dæmd úr leik áður en þingið kom sam an og hinar raunverulegu við ræður um stjórnarmyndunina hóf ust. Fullyrt er að ógerningur sé að mynda þjóðlega einingarstjórn með þátttöku allra stjórnmála- flokka. Strax daginn eftir kosn ingarnar var formaður jafnaðar mannaflokk-ins Rafael Paasio beð inn um að kanna möguleika á slíkri lausn. Hann gekk fljótlega aftur á fund Kekkonens forseta með nei kvætt svar. „RAUI)-CxRÆN“ STJÓRN. Sú lausn, sem stjórnmálafrétta ritarar hafa helzt hallazt að eftir kosningarnar, er sú, að sættir og ný samvinna takist með jafna«nr mönnum og Miðflokknum (sem áð ur vár kaiia«-ir Bændafokkur- inn). Þessi flokkar hafa áður svnt að beir geta unnið saman í ríkis stjórn. Á fvrst.u og erfiðustu ár unum eftir stvríöldina losuðu beir sig við áhrif öfgasinna lengst til hægri og vinstri og veittu land inu stvrk og starfhæfa ríkisstjórn sem einnig tókst að fylgia hóf samri stefnu gagnvart Sovétríkj unum, En ríðan kastaðist í kekki með flokkunum og upp úr sauð í lok síðasta áratugar. Beiskia sú, sem deilur þessar höfðu í för með sér, er enn ekki úr sögunni og hverfur ekki í einni svipan. Hingað til hefur ekkert gerzt er gæti bent til þess að samkomu lag tækist um „rauð-græna“ sam steypustjórn. Miðflokkurinn á erf- itt með að dylja vonbi’igði sín með kosningaúrslitin, og flokkurinn hefur færzt undan allrj ábyrgð á myndun nýrrar stjómar. Jafnað armenn voru sigurvegarar kosn inganna og þeir verða að ráða framúr vandanum, hvort sem þeir gera það með eða án samvinnu við hina vinstri flokkanna, segja Miðflokksmenn. Mjög hafa verið skiptar skoðan ir um ástæðurnar til þessarar ó sveigjanlegu afstöðu Miðflokks- Ragnar Guðleifsson Þórbergur Friðriksson Listi Alþýðuflokks- ins I Keflavík & % 1 | í V ■ ;j íi Skopmynd af Fagerholm. ins. Hugsanlegt er talið, að flokk urinn vilji helzt fara í stjórnar andstöðu tii að leggja grundvöll inn að fylgisaukningu í næstu kosningum og í von um að taka við stjórnartaumunum að þeini loknum f.em bjargvættur þjóðar- innar, En einnig er hugsanlegt, að Miðflokkurinn hugsi um það Framhald á 10. síðu. Ólafur Björnsson Kari Steinar Guðnason Guðfinnur Sigurvinsson Benedikt Jónsson LISTI Alþýðuflokksins í Kefla vík við bæjai'ftjórnarkosningarn. ar 22. maí hefur verið ákveðinn og er hann þannig skipaður: 1. Ragnar Guðleifsson formað- ur Verkalýðs og sjómannafé- lags Keflavíkur. 2. Ólafur Björnsson, skipstjóri. 3. Karl Steinar Guðnason kenn ari. 4. Þórbergur Friðriksson, fram kvæmdastjóri. 3. Guðfinnur Sigurvinsson, skrifstofumaður. 6. Benedikt Jónsson, forstjóri. 7: Þórhallur Guðjónsson, húsa- smiður. 8. Sigríður Jóhannesdóttir, hús frú. 9. Guðmundur Guðjónsson, kaup maður. 10. Þorbjörn Kjærbo, tollvörður. 11. Guðleifur Sigurjónsson, garð- yrkjumaður. 12. Vilhjálmur Þórhallsson, hæstaréttarlögmaður. 13. Jóna Guðlaugsdóttir, húsfrú. 14. Gunnar Guðjónsson, verk- stjóri. 15. Óskar Jósepsson verkamað- ur. 16. Kjartan Ólason, skrifstofu- maður. 17. Ásgeir Einarsson, skrifstofu- stjóri. 18. Jón Tómasson, símstöðvar- stjóri. Þórhallur Guðjónsson Sigríður Jóhannesdóttir Guðmundur Guðjónsson ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. apríl 1966 $

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.