Alþýðublaðið - 20.04.1966, Page 16

Alþýðublaðið - 20.04.1966, Page 16
Almenningur kallar 6- spektarfólkið Heimdallar- skríl. Sumir halda að þarna séu nýnazistar að verki. — Meira að segja nýnazistar hafa borið af sér að hafa átt nokkurn þátt í þessum óeirð- um. Þeir telja það fyrir neð- an virðingu nýnazistaflokks- ins. — Þjóðviljinn. Ég las í blöðunum auglýs- ingar um nýju tízkuna, sem ku lieita Slimma. —. Þar stendur að lykilorð þessarar tízku sé frjálsræði í hreyf- ingu. Það er ekki seinna vænna að. blessað kvenfólk- íð fái að anda og hreyfa sig fyrir tízkunni. JT. Svaka geta þeir verið klikk sumir sem auglýsa í blöðun- um. í gær var einn að aug- lýsa eftir skrjóð og skilyrði var að einhver hefði keyrt hann í köku eða velt honum. Þetta er sona álíka og ef ég mundi auglýsa eftir skvísu, og bætti svo við: Má vera notuð. Skiptar skoðanir Hitdeilur geta oft verið býsna skemmtilegar. Sumar eru háðar í dálkum Velvakanda Moggans eða öðrum smáletursdálkum, eins og t.d. deilan um það, hvorir séu menntaðri eða íslenzkari fegrun arsérfræðingar eða snyrtisérfræð ingar, og deilan um það hvort hundahald sé æskilegt og gott og hvaða hundar séu skaðvænlegastir hvort það séu venjulegir hundar jfalshundar eða veðurfræðingar. Aðrar ritdeilur fara frí|n í virðu legri dálkum blaðanna, og allra skemmtilegustu deilurnar eru milli sértrúarmanna, til dæmis hvita sunnumanna og spíritista innbyrð is eða milli íþróttamanna í tveim ur félögum. Slíkar deilur geta til dæmis orðið eitthvað á þessa leið: FYRSTA GREIN: Á nýlegum fundr í sleggjukasts deild íþróttaráðs fóru mikiar um ræður fram um grein, sem ég skrifaði á síðasta hausti. Var sam þykkt með öllum greiddum at kvæðum, að allt, sem ég sagði í þessari grein, liafi verið rangt og sést bezt af því hve sárt for ráðamönnum deildarinnar hefur sviðið það sem ég sagði. Það er ekki svo lítil upphefð fyrir mig og blað mitt að vera tekið til um ræðu á þessum vettvangi, því að segja má, að umræður á fund inum hafi um lítið annað snúizt í umræddri grein minni hafði ég deilt á þá afstöðu sleggjukast aradeildarinnar að leyfa félags- mönnum að kasta sleggju ókeypis í þágu ákveðinnar líknarstarfsemi, en talsmaður deildarinnar sagði á fundinum, að deildarmenn skorti dómgreind til að gera upp á milli hinna mörgu líknarstofnana, sem myndu fylgja á eftir. ef einni væri veitt umrætt.leyfi, og hefði deildin því ákveðið að neita öllum um slíkt leyfi. Klykkti ræðumaður út með því að leggja fram ályktun þar sem skrif mín voru fordæmd og sést á því að mikils hefur þótt þurfa við. — A.A. ÖNNUR GREIN: ,,Miklir menn erum við Hrólf ur minn”, Þetta kom mér í hug þegar ég las klausu A.A, sem ný lega birtist. A.A. er ungur og á hugasamur maður og um margt snjall, en stundum lætur hann skapið hlaupa með sig í gönur, og er slíkt naumast til annars en að brosa að. Þó.getur slíkt gengið of langt eins og í umræddri grein. A.A. segir að talsmaður sleggju kastsdeildar hafi sagt á fundi að deildarmenn skorti dómgreind til að gera upp á milli líknarstofnana. Hér er sannleikurinn meðhöndlað ur á frjálslegan hátt og er það því miður ekkert einsdæmi hjá A.A. Hins vegar er deildinni allt af að berast beiðnir frá líknarstofn unum. og þar sem erfitt er að gera upp á millj þeirra, hefur verið tek in sú stefna, að neita þeim öllum. A.A. ætti að kynna sér þau mál er hann skrifar um, áður en hann mundar sensasjónspennann sinn í næsta skipti. — B.B. ÞRIÐJA GREIN: Vinur minn, B.B. hefur tekið þann kostinn að halda áfram að auglýsa hið einstaka framlag sleggjuka'tsdeild^rinnar til líkn armála með langloku, sem birtist um daginn. Út af fyrir sig er þessi langloka svo nauðaómerkileg að hún er ekki svaraverð. Hann seg ir í langlokunni að ég hafi farið með ósannindi, er ég lét svo. um mælt, að talsmaður sleggjukasts deildar hefði látið þau orð falla á fundinum, að deildarmenn skorti dómgreind, en hann sagði hátt og skýrt, svo að allir á fundinum gátu heyrt, að þá skorti hæfileika til að gera upp á milli líknarstofn ana. B.B. hefur því misskiíið góð semi mína, þegar ég taldi það lieppilegra (fyrir deildina) að orðið dómgreind væri notað fyrir hæfi leikaskort. Og fyrir þessa góðsemi er ég kallaður ósannindamaður. Þá segir B.B. í greininni, að ég hafi látið skapið hlaupa með mig í gönur, og má af því sjá hve mál efnaleg skrif hans eru. Ég læt aðra um að dæma um það, hvor okkar er málefnalegri. — A.A. FJÖRÐA GREIN: A.A. birtir þriðja þátt sinn í ófrægingarherferð sinni gegn sleggjukastsdeild í fyrradag. Ekki verður sagt að honum fari þar aftur í umgengni sinni við sannleik ann. Yfirleitt hefur sannleikui’inn svei mér fengið að kenna á því hjá þessum A.A. í skrifum hans um þetta mál, en varla tuskar hann sannlcikann svo til í því máli einu. Frá A.A. hefur ekkert komið nema skætingsgreinar um þetta mál, þar sem öllu er snúið öfugt. Greinar hans eru gegnsýrðar af ofrembingi. Hann gengur greini lega upp í þeirri mikilmennsku að orð sín séu sem lög og fyrir mæli, og því allt nauðaómerkilegt sem aðrir hafa til málanna að leggja. En enginn bætir t.ommu við liæð sína með slíku framferði hvorki andlega né líkamlega. Nú talar A.A. um að nefndar menn skorti ekkj dómgreind, held ur hæfileika. Hvað á svona bull eginlega að þýða? Læt ég svo útrætt um mál þetta, en því að píns bef éa haft af 'bví afskin+í að ég tel ekki_ að hvaða bullu og 'soðfanti sem er eigi m#fmæla laust að haldast það uppi að rang snúa og afflytja mál eftir vild. —B.B. FIMMTA GREIN: Vegna greina sem birzt hafa að undanförnu um sleggjukasts deild íþróttaráðs, viljum við taka fram eftirfarandi: Við teljum ekki heppilegt að frekari umræður fari fram um málið, enda þótt skoðanir okkar séu óbreyttar og andstæðar sem fyrr, en við höfum lært að bera virðingu fyrir sjónarmiðum hins. Ýmislegt höfum við sagt, sem bet ur væri ósagt, og eru liér með ö'l stór.vrði hvors í annars garð drcg in til baka. —A.A. - B.B. Þessi hugsaða ritdeila hefur se>'i sagt endað á henoilegan hátt meS sáttum milli deiluaðila. og mætí i aðrir ritdeihimenn taka sér þaí til fyrirmyndar. Og að endingu pr svo rétt að taka bað fram, sein oft stendur í bíómvndum. að ö!l lfking bessarar riMeilu við raun veruleikann er tilviljun einni háð.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.