Alþýðublaðið - 29.06.1966, Síða 4

Alþýðublaðið - 29.06.1966, Síða 4
iMÍ> Rttetjírar: Oylö Grðndal (4b.) og Benedlkt Gröndal. - RltetíSmarfull- ttúl: Eltíur GuBnason. — Slmar: 14900-14903 — Auglýalngaaiml: 14905. Adaetur AlþýOuhúslB vlO Bverílsgötu, Reykjavflt. — PrentsmlOJa AlþýOu bUBdna. - Aakrlftargjald kr. firt'X) — 1 lauaasölu kr. 6.00 elntakHL Otgefandl AlþýOuflokkurlnn. Hvor eru úrræðin? ALMENNINOUR og atvinnufyrirtæki hafa áhyggj nr af hækkandi verðlagi. í flestum nágrannaríkjum er sömu sögu að segja, en hér á landi er verðbólgan eins og ávallt áður meiri og hraðari en þar. Ýmsir virðast gera sér óljósar vonir um, að stöðva megi verðbólguna með einföldum ráðstöfunum, .sem ekki komi 'við neinn. Því miður er þetta ekki rétt. Slík ráð eru ekki til, heldur þarf víðtæka baráttu á þúsund vígstöðvum til að draga úr verðbólgunni, og það gerist varla snögglega. Ríkisstjórnin hefur gert allar þær gagnráðstafan- ir, sem tíðkast og taldar eru nægja í öðrum löndum. Hún hefur haft hemil á útlánum bankanna og haldið vöxtum háum. Þetta er það vopn, sem mest er beitt í öðrum löndum, hvaða flokkar sem sitja við völd. Þá hefur ríkisstjórnin tryggt hallalausan ríkisbú- skap og staðið gegn ábyrgðarlausum yfirboðum um aukin ríkisútgjöld án þess að tekna sé sé aflað á móti. Loks hefur ríkisstjórnin haft hemil á opin- berum framkvæmdum eftir því sem unnt hefur reynzt. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa barizt á móti öll um þessum ráðstöfunum. Þeir hafa heimtað meiri út- lán, lægri vexti, aukin ríkisútgjöld og meiri ríkisfram- kvæmdir. Allt hefði þetta aukið verðbólgu en ekki dregið úr henni Framsóknarmenn fást ekki til að segja þjóðinni, hvernig þeir mundu stöðva verðbólguna, ef þeir kæm ust til valda. Stundum tauta þeir um stjórn á fjár- festingu, sem hlýtur að þýða fjárfestingahömlur, svo að ekki megi byggja íbúð eða leggja girðingu án þess að fá leyfi hjá einhverri opinberri nefnd. Þessi stefna framsóknarmanna ríkti hér á landi frá kreppuárum fram að viðreisn, en á þeim árum var oft ekki minni verðbólga en nú. Af því má álykta, að nýtt fram- sóknar-haftafargan mundi ekki stöðva verðbólguna. Kommúnistar fást heldur ekki til að segja þjóð- inni, hvernig þeir mundu stöðva verðbólguna. Þeir tauta um algert verðlagseftirlit. Alþýðublaðið er þeirr ar skoðunar, að gera mætti meira gagn með verðlags- eftirliti en nú, og að eftirlit með verðlagseinokun sé nauðsynlegt. En algert verðlagseftirlit hlyti einnig að ná til kaupgjalds og mundi í raun þýða, að yfirborg anir væru bannaðar. Öðrum kosti gæti það ekki stöðv- að verðbólgu. Vilja kommúnistar standa við þá stefnu? Lausn verðbólguvandans er ekki einföld og dugir ekki að blekkja fólk í tali um það mál. Hófsemd og festa á öllum sviðum ásamt margvíslegum ráðstöfun- Hm opinberra aðila og annarra, sem allar miða að hjöðnun verðbólgunnar, er hið eina sem dugir. 4 ALÞÝÐUBtAÐiö - 29. júní 1966 BÍLLINN SEM BYGGÐUR ER FYRÍR ÍSLAND. Hann sameinar styrkieika, mýkt og aksturshæfni betur en nokkurt annaS farartæki sem flutzt hefur til landsins. Lótið reynzlu annarra verða yðar reynzlu. LANDBUNAÐARBIFREIÐiN MEÐ DRIFl Á ÖLLUM HJÓLUM UMBOÐIÐ SVEINN EGILSS0N H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 j á krossgðtum ★ ÚÐUN GARÐA. „í AlþýðublaSinu þann 21. þessa mánaðar er minnzt nokkrum orðum á úðun trjá- garða, er staðið hefur yfir undanfarna daga hér : borginni. Virðist þar gæta nokkurs misskiln- ings og jafnvel verið með aðdróttanir að þeim mönnum, sem að þessum málum standa; get ég þvá ekki látið hjá líða að svara þessu nokkrum orðum. Þegar við garðyrkjumenn í Garð- yrkj uverktakafélagi íslands hugðumst koma á kerf- isúðun þeirri, sem framkvæmd var nú í fyrsta sinn, var okkur Ijóst, að ýmsir erfiðleikar myndu verða því samfara, en reynslan aftur á móti sýnt, að þeir bafa orðið .færri en við var búizt og þeir í meiri- hluta, sem fagnað hafa viðleitni okkar til bættrar þjónustu í þessum efnum. ★ ENGIN AFSKIPTI AF VERÐI. Eins og kunnugt er, þá er garð- yrkjan ekki ennþá lögfest iðngrein og hefur því l'ver, sem er, getað gengið inn á verksvið okkar. Úð- un trjágarða hefur einnig verið frjáls hverjum þeim, sem verk þessi liafa viljað vinna og skipu- lagning úðunar að þessu sinni liefur ekki útilokað neinn frá þessum störfum; aftur á móti hefur úðun ekki verið eftirsóttari en svo, að ýmsir garðyrkju- menn hafa ekki séð sér hag í því að vinna þau störf og hafa því jafnvel garðyrkjumenn úr öðrum byggðarlögum komið og unnið þessi störf hér f borginni. Þar sem mér var falið að sjá um fram- kvæmd verksins og annast eftirlit, eftir fyrirfram- ákveðnu skipulagi, hafði ég ekki afskipti af verð- lagi ,enda engra hagsmuna að gæta í þeim efn- um, þar sem ég lét ekki úða sjálfur á mínum veg- um og á engin tæki til þeirra hluta. — Úðnnar- stjórinn.” ★ MIKIL HÆKKUN. Tilefni þessa bréfs er það, að fyrir nokkru var að þessum málum vikið hér í þessum dálkum, og það sem þar var fyrst og fremst fjallað um var hin mikla hækkun á þeirri þjónustu sem liér er um að ræða, en í bréfi „Úðunarstjórans” segir að hann hafi engin afskipti haft af verðlagn- ingunni og skulu engar athugasemdir við það gerðar. En hitt virðist augljóst, að ein- hver samtök eða samráð hafa verið höfð um verð- iagningu úðunarinnar, og hækkunin frá því í fyrra er furðumikil að flestra dómi. í Framhald af 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.