Alþýðublaðið - 21.08.1966, Síða 4

Alþýðublaðið - 21.08.1966, Síða 4
Ritstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal •— Ritstjómarfuli- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00 — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. Áhrifalausir og utanveltu Framsóknarmenn hafa nú verið utan ríkisstiórnar í átta ár. Eru leiðtogar flokksins orðnir þreyttir á stjórnarandstöðunni og hafa brugðið á ýmis ráð til að reyna að vekja athygli á sér og skoðunum sínum. Þótti það til dæmis mikið snjallræði hjá formanni flokksins, þegar hann fann upp á því að kalla stefnu sína „hina leiðina“, þótt svo aldrei hafi fengizt á hreint við hvað þar er átt. Undanfarið hafa Fram- sóknarmenn svo verið að benda á eitthvað, sem þeir kalla „þriðju leiðina“, og vita væntanlega enn færri, bvað sá boðskapur á að tákna. Það er ekki nema eðlilegt 'að Framsóknarmönnum, sérstaklega þó þeim yngri, gremjist það að standa utan við þá miklu uppbyggingu og stórframkvæmd- ir, sem nú eru á döfinni um landið allt. Flokkur þeirra er og hefur lengi verið áhrifalaus og utan- veltu, og ekkert hafa Framsóknarmenn lagt til mál- anna annað en niðurrifsnagg, nöldur og óraunhæf yf- irboð, sem þeir sjálfir vita að ekkert eiga skylt við raunveruleikann. í baráttunni við verðbólguna, hafa þeir lagt það eitt til málanna, sem verða mætti til þess að auka þann vanda enn frá því, sem hann hef- ur verið. TOYOTA Landcruiser, jeppinn með 135 ha. toppventlavél. Traustasti jeppinn á markaðnum. Hraðskreiður, rúmgóður, þægilegur, traustur. Getum afgreitt nokkra af þessum glæsilegu jeppum um mánaðamótin ágúst-september. Verð kr. 186.000 með stálhúsi og sætum fyrir 7. Framsóknarmenn á Alþingi og málgagn þeirra Tíma inn hafa til dæmis hamrað á því, að það væri gott innlegg í baráttunni við verðbólguna að lækka vexti frá því sem nú er. Svo undarlega hefur þó brugðið við, að Tíminn hefur ekki nefnt 'þetta „heilla |ráð“ síðan Wilson í glímu sinni við efnahagsvanda- •mál Bretlands ákvað að hækka vexti. Það skyldi þó íaldrei vera, að hagspekingar Framsóknar hefðu eitt- hvað lært af ráðstöfunumWilsons? Hann hefur þá 'ekki til einskis barizt. Fullkominn sigur i y- j Undanfarið hafa Þjóðviljinn og Tíminn verið að jskrifa um landhelgissamninginn frá 1961 af sinni al- pkuhnu rökvísi og hógværð. | Það er sama hve lengi ritstjórar þessara tveggja j'blaða munda penna sína í þessa átt, staðreyndum málpins fá þeir ekki breytt úr þessu, þótt fegnir viléþ'.. ÍÍÍendingar unnu sigur í landhelgisdeilunni vegna þe.?s að þar var vel á málum haldið af okkar hálfu. Ailjr, sem með málinu fylgdust, og ekki eru blind- af pólitísku ofstæki eða láta 'annarleg sjónar- xnm ráða, viðurkenna að í bessu máli unnum við rominn sigur, sem aldrei verður véfengdur. Skrif Þjóðviljans og Tímans um lausn landhelgis- máísins þjóna engum sjáanlegum tilgangi. Heldur eru þetta geðvonzkuhreytur manna, sem rembast éiú's(og rjúpan við staurinn, og lætur almenningur slík skrif sem vind um eyru þjóta. , ■ t Japanska Bifreiðasalan Ármúla 7, Reykjavík — Sími 34470 ★ VEITINGAHÚSIN úti Á LANDI. Þegar ferðast er um úti á landi er ekki ófróðlegt aS bera saman það sem þar er á boðstólum á veitingahúsum. Víða er pottur brot inn í þessum efnum, en víða er líka allt til fyrir- myndar. Graman var til dærhis að koma í hið glæsi iega félagsheimili VALASKJÁLF á Egilsstöðum, þar sem allt var að sjálfsögðu nýtt og fallegt. Þar var ekkert því tll fyrirstöðu að fá keypt kaffi á eins lítra hitabrúsa, en ekki skil ég í, að sú kaffi sala geti vérið ýkja hagkvæm því einn lítri af afbragðskaffi kostaði þar ekki nema fimmtán krón- ur. Víðast annarsstaðar þurfti ég að greiða þetta tuttugu og fimm til þrjátíu krónur fyrir hið sama. Það kemur manni skemmtilega á óvart að rekast á svona sanngjarna verðlagnin'gu, og oftast kemur manni fyrst í hug, þegar eítthvað er svona ódýrt, að þar sé um einhvern misskllning að ræða. Beini er að sjölfsögðu misjafn eins og geng- ur og gerist, en sannfærður er ég um að í semi væri hægt að fá ódýrari óg betri máltíð á Hótel Sögu eða Hótel Loftleiðum, heldur en þá, sem ég fékk í félagsheimilinu í Neskaupstað. Var mér reyndar siðar sagt, að þar kostaði fæðið fyrir manninn, 10—11 þúsund krónur á mánuði,. og ,ef eitthvað er hæft í því mega þeir sannarlega hafa góð laun, sem þar þurfa að snæða daglega. v ★ HREINLÆTIÐ. Það er víst að bera í bakkafullan lækinn að ræða eða rita um salernamenninguna á veitingastöðum úti á landi. Ég var satt aö segja við ýmsu búinn, en fannst þó furðulegt að á fjöl- sóttum veitingastað á Akureyri, þar sem seldur er bæði ódýr og góður matur, að þar skyldi hvorkl vera sápa, handklæði, eða pappír á salernum. Enn furðulegra fannst mér að kranarnir við vaskana skyidu vera eins og maður á að venjast úr skip- um og flugvélurrr, þar sem spara þarf vatnið; þar þurfti nefnilega að halda krananum opnum með annarri hendi í senn. Þetta var ekki beinlínis til fyrirmyndar, en ekki einsdæmi, því aðkoman var ekki ósvipuð á einmn áningarstað við þjóðbraut- ina í Skagafirði. Hvað sem þessu líður, þá er fáránlegt að veit- ingahús úti á landi, skuli leyfa sér að verðleggja þjónustu sína á sama hátt og fullkomnustu veit- ingahús hér syðra. Slíkt getur aldrei skapað vin- sældir hjá gestunum. KARL. 41 21. águst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.